Jæja, þá er komið að því að spá fyrir um það hvaða lönd komast áfram úr undankeppninni. Stigin sem ég gaf féllu svona:
0. stig: Lettland, Króatía, Tékkland, Noregur, ísrael.
1. stig: Slóvenía.
2. stig: Malta, Andorra, Austurríki, Moldavía.
3. stig: Ungverjaland, Albanía, Danmörk, Pólland, Serbía, Portúgal, Búlgaría, Ísland, Georgía, Sviss.
4. stig: Eistland, Tyrkland, Makedónía, Kýpur, Svartfjallaland.
5. stig: Belgía, Hvíta-Rússland, Holland.
Miðað við þetta ættu Belgía, Hvíta-Rússland, Holland, Eistland, Tyrkland, Makedónía, Kýpur og Svartfjallaland að vera örugg áfram. Hins vegar verður að athuga að þetta er bara mitt álit og ég held að hvorki Holland né Eistland séu líkleg til að hljóta náð fyrir augum Evrópu svo ég tek þau af listanum. Þar að auki hef ég efasemdir um að fólk fíli Kýpur jafn vel og ég. Þá er ég bara með fimm lönd og verð því að velja einhver fimm af þeim sem fengu þrjú stig. Þar finnast mér mörg lönd líkleg. Ég hallast að því að velja Ungverjaland, Danmörku, Pólland, Ísland og Sviss. Smekkur Evrópubúa er hins vegar óútreiknanlegur og allt eins líklegt að Noregur, Lettland, Slóvenía, Andorra og Serbía komist áfram. Jæja, þá er nóg komið af bulli og hér er spáin mín:
1. Belgía
2. Hvíta-Rússland
3. Tyrkland
4. Makedónóa
5. Svartfjallaland
6. Danmörk
7. Moldavía
8. Slóvenía
9. Lettland
10. Ísland (Já, við skulum hafa það með bara upp á bjartsýnina)