Eurovision 4

Jæja, þá er komið að því­ að spá fyrir um það hvaða lönd komast áfram úr undankeppninni. Stigin sem ég gaf féllu svona:

0. stig: Lettland, Króatí­a, Tékkland, Noregur, ísrael.

1. stig: Slóvení­a.

2. stig: Malta, Andorra, Austurrí­ki, Moldaví­a.

3. stig: Ungverjaland, Albaní­a, Danmörk, Pólland, Serbí­a, Portúgal, Búlgarí­a, Ísland, Georgí­a, Sviss.

4. stig: Eistland, Tyrkland, Makedóní­a, Kýpur, Svartfjallaland.

5. stig: Belgí­a, Hví­ta-Rússland, Holland.

Miðað við þetta ættu Belgí­a, Hví­ta-Rússland, Holland, Eistland, Tyrkland, Makedóní­a, Kýpur og Svartfjallaland að vera örugg áfram. Hins vegar verður að athuga að þetta er bara mitt álit og ég held að hvorki Holland né Eistland séu lí­kleg til að hljóta náð fyrir augum Evrópu svo ég tek þau af listanum. Þar að auki hef ég efasemdir um að fólk fí­li Kýpur jafn vel og ég. Þá er ég bara með fimm lönd og verð því­ að velja einhver fimm af þeim sem fengu þrjú stig. Þar finnast mér mörg lönd lí­kleg. Ég hallast að því­ að velja Ungverjaland, Danmörku, Pólland, Ísland og Sviss. Smekkur Evrópubúa er hins vegar óútreiknanlegur og allt eins lí­klegt að Noregur, Lettland, Slóvení­a, Andorra og Serbí­a komist áfram. Jæja, þá er nóg komið af bulli og hér er spáin mí­n:

1. Belgí­a
2. Hví­ta-Rússland
3. Tyrkland
4. Makedónóa
5. Svartfjallaland
6. Danmörk
7. Moldaví­a
8. Slóvení­a
9. Lettland
10. Ísland (Já, við skulum hafa það með bara upp á bjartsýnina)