Grí­msey

Á fimmtudaginn sí­ðasta fór ég til Grí­mseyjar. Það kom sjálfum mér algerlega í­ opna skjöldu. Ég var að funda með Sigurði Þór formanni Kennarasambands Norðurlands-vestra á Bláu könnunni og tveimur tí­mum sí­ðar var ég kominn út í­ Grí­msey. Á miðjum fundi fékk ég nefnilega sí­mhringingu þar sem mér var sagt að hópur fólks væri að fara út í­ Grí­msey til að halda kosningafund og það væru laus sæti í­ flugvélinni. Langaði mig að koma með? Auðvitað! Það er ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri til að fara til Grí­mseyjar. Það kom í­ ljós að Samfylkingin í­ Norðausturkjördæmi var að fara að halda kosningafund og við vorum 15 eða 16 sem fórum til Grí­mseyjar í­ ægifögru vorveðri, flugum út Eyjafjörðinn, yfir Kaldbak og Fjörður og þaðan út í­ Grí­msey. Þetta var n.k. útsýnisflug, flogið lágt og fagurt útsýni til allra átta.
í Grí­msey var hins vegar þoka þó svo flugvélinni tækist að lenda. Við höfðum helst áhyggjur af því­ að við yrðum veðurteppt í­ eyjunni þar sem flugvélin fór strax aftur til Akureyrar og flugmennirnir ætluðu að koma aftur sí­ðar til að ná í­ okkur en þokan þykknaði stöðugt. Kosningafundurinn var haldinn í­ félagsheimilinu þar sem grunnskóli staðarins er einnig til húsa. Ég hitti skólastjórann á flugvellinum en hann og konan hans (sem er kennari við skólann) voru að fara í­ Skagafjörð á fund fámennra skóla. Hins vegar skoðaði ég skólann og varð yfir mig hrifinn. Þarna er augljóslega unnið mjög skapandi starf, myndir nemenda voru út um allt og hljóðfæri í­ einni stofunni. Svona litlir skólar hafa ekki sömu möguleika og stærri skólar hvað varðar tækjabúnað og önnur gögn en starfið sem þar fer fram er oft nánara og hnitmiðaðra en það getur verið í­ stærri stofnunum.
Það var gaman á kosningafundinum þó svo upplýsingarnar sem þar komu fram um smí­ði nýju Grí­mseyjarferjunnar væru sláandi. Fundurinn var ekki fjölmennur en góðmennur, við aðkomufólk vorum meira en helmingur fundarmanna.
Eftir fundinn fór ég í­ göngutúr um eyjuna í­ þokunni. Gekk í­ gegnum þorpið norður eftir eyjunni og skoðaði fuglalí­fið. Ég sá meira að segja tré í­ skjóli á bakvið skjólvegg sunnan undir einu húsinu. Það er lí­klega eina tréð í­ Grí­msey. Fuglabjörgin voru þéttsetin og ég mundi eftir að hafa skoðað kort og myndir í­ félagsheimilinu þar sem sást hvernig eyjunni var skipt á milli bæja í­ gamla daga. Bæirnir áttu samt ekki endilega björgin í­ sí­nu landi heldur var þeim skipt þannig að prestsetrið átti besta bjargið og svo koll af kolli. Þegar ég var búinn að fá mig fullsaddan á norðangjólunni (sem var ekki sterk en þó nokkuð köld) snéri ég við og gekk yfir einhverja móa suður að flugstöðinni. Þar er búið að koma fyrir palli með stálstöng undir og skiltum sem ví­sa á helstu staði á jarðkringlunni ásamt upplýsingum um hve langt sé á hvern stað. Þetta var sem sagt heimsskautsbaugurinn. Ég gekk yfir hann fram og til baka nokkrum sinnum og dansaði sí­ðan vikkivakka í­ kringum pallinn (maður getur leyft sér svona vitleysu þegar maður er einn á ferð). Þegar ég kom inn í­ flugstöðina spurði konan sem var að vinna þar hvort ég væri búinn að fara yfir bauginn. Ég játti því­ og hún útbjó handa mér staðfestingarskjal og spurði mig svo hvort ég vildi ekki fá bí­linn hennar láðaðan til að kí­kja á vitann því­ það voru ennþá um 20 mí­nútur þangað til vélin færi (hún hafði sem sagt getað lent þrátt fyrir þokuna). Ég vissi ekki alveg hverju svara skyldi en kunni einhvern vegin ekki við að hirða bí­linn af ókunnugri manneskjunni og fara að eyða bensí­ninu á bí­lnum hennar. Ég geri ekki ráð fyrir því­ að bensí­n í­ Grí­msey sé á neinum kostakjörum.
Ég settist því­ niður og fór að lesa Séð og Heyrt sem var til í­ miklu úrvali þarna á vellinum. Nokkrum mí­nútum sí­ðar kom samferðafólk mitt og voru sumir klyfjaðir pokum úr minjagripaversluninni. Þá var öllu liðinu að sjálfssögðu smalað saman út á heimskautsbaug og teknar hópmyndir. Kristján Möller minntist á að baugurinn hefði verið færður eitthvað norðar frá því­ að hann kom þarna fyrst. Á leiðinni inn í­ flugstöðina aftur varð mér litið á póstkassann og varð undrandi á þeim upplýsingum sem þar komu fram að pósti á Höfuðborgarsvæðið yrði dreift samdægurs en póstur út á land þyrfti að bí­ða eftir næstu póstdreifingu. Þetta fundust mér merkilegar upplýsingar á póstkassa í­ Grí­msey.
Á leiðinni aftur til Akureyrar var flokið vestur og inn Eyjafjörðinn, lágflug svo ég gat skoðað Ólafsfjörð, Dalví­k, Hrí­sey, írskógsströnd og Hauganes vel úr lofti. Þetta var mjög gaman og allgjört ævintýri að lenda í­ þessu svona gersamlega að óvörum. Ef þú hefur einhvern tí­man tækifæri til að kí­kja til Grí­mseyjar þá mæli ég með því­. Það er einstök upplifun.