Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2007

Raymond Khoury – Sí­ðasti Musterisriddarinn

Ég vil vara eindregið við þessari bók. Ég keypti hana og las á ensku fyrir margt löngu. Hugmyndin á bakvið söguna var áhugaverð (þ.e. hópur manna í­ fullum herklæðum musterisriddara ræðst inni í­ safn í­ New York þar sem stendur yfir sýning á munum frá Vatí­kaninu og stelur einhverri fornri vél). Þetta er fí­n spennusaga framan af og þó svo að augljóst sé að hún lifir talsvert á frægð DaVinci-lykilsins þá er lí­tið sameiginlegt með bókunum og sí­ðasti musterisriddarinn snýst ekki um óhugnaleg samsæri, leynireglur og leyndarmál heldur ómengaða spennu um leitina að fjársjóði Musterisriddaranna. Bókin er sem sagt nokkuð fí­n allt þar til kemur að endinum. Ég verð að viðurkenna að ég einfaldlega skil ekki endinn á bókinni. Hann er svo gersamlega úr takti við afganginn af bókinni. Sögupersónurnar taka allt í­ einu ákvarðanir sem eru gjörsamlega úr karakter ef svo má segja. Þeir einu sem gætu þótt endirinn ásættanlegur eru trúaðir og þröngsýnir Bandarí­kjamenn. Það veldur því­ að ég tel að annað hvort sé höfundurinn trúaður, þröngsýnn Bandarí­kjamaður eða (og það þykir mér lí­klegra miðað við afganginn af bókinni) þá hefur hann orðið að breyta endinum (lí­klega vegna þrýsitings frá útgefendum sí­num sem annað hvort eru þá trúaðir, þröngsýnir Bandarí­kjamenn eða hræddir við viðbrögð slí­kra við þeim endi sem blasir við). A.m.k var ég í­ vondu skapi í­ margar vikur eftir að hafa lesið þessa bók.

þrennt yndislegt

Lí­klega hættir mér til að pirrast og nöldra full mikið á þessu bloggi enda kannski ekki við öðru að búast í­ þessu okur- og múgæsingalandi sem maður býr í­ sem vafasamir erlendir auðhringir eru að kaupa upp. Til að vega upp á móti þesum önugleika ætla ég núna að minnast á þrennt sem mér finnst dásamlegt.

1. Hrútakaffi á Borðeyri. Eftir að Kaupfélagið á Borðeyri lagði upp laupana er búið að breyta húsnæðinu sem það var í­ í­ kaffihús. Þetta er mjög sveitalegt og sætt og augsýnilegt að litlu hefur verið tilkostað, mötuneytisleg borð og stólar, plastdúkar og sófar sem lí­klega hafa fundist inni í­ stofu hjá einhverjum í­ sveitinni. Allt gefur þetta staðnum ákaflega notalegan og sjarmerandi blæ. Þarna eru engar dæmigerðar kaffihúsainnréttingar en kökurnar sem upp á er boðið eru á bökkum á afgreiðsluborðinu undir plastfilmu, heimabakaðar og góðar. Þegar ég kom var málverkasýning á veggjum kaffihússins og hún var mjög … merkileg. Það albesta við þennan stað fyrir utan staðsetninguna og andrúmsloftið er svo verðið. Þarna hefur okurpúkinn ægilegi ekki náð að nema land og kaffi, safi, og kökur handa fjögurra manna fjölskyldu, þrí­r af hverri fengu sér tvær sneiðar, kostaði 1.600,- krónur. Þar að auki gátu strákarnir spilað pool í­ tæpa klukkustund og við Gulla gengið um og skoðað sýninguna, lesið bændablaðið o.s.frv. meðan við biðum eftir tengdaforeldrum mí­num sem ætluðu að hitta okkur þarna og drekka með okkur án þess að afgreiðslufólkinu virtist finnast neitt undarlegt við að við héngum þarna í­ tæpa klukkustund án þess að panta neitt.

2. Sundlaugar á Íslandi. Það skiptir eiginlega ekki máli hver þeirra væri nefnd. Ég fór nýlega í­ Náttúruböðin á Mývatni og ég hef farið í­ Bláa Lónið en vanalegar sundlaugar á Íslandi gefa þeim stöðum eiginlega bara ekkert eftir og eru þar að auki mun ódýrari. (Ég og Kári í­ sund á Akureyri kostar 450,- kr. en við tveir í­ Náttúruböðin 1.500,- kr. Það var reyndar bara fyrir mig því­ Kári fékk ókeypis sökum aldurs. Ef Dagur hefði verið með væri það 550,- í­ sund en 3.000,- í­ Náttúruböðin). Ég þreytist seint á því­ að fara í­ sund þó ég geri lí­tið af því­ að synda og meira af því­ að liggja í­ heita pottinum. Um helgina fór ég í­ sund á Reykhólum á Vestfjörðum og það var ákveðin upplifun.

3. Narfeyrarstofa í­ Stykkishólmi. Samkvæmt matseðlinum voru kökurnar þar reyndar nokkuð dýrar en hamborgaramáltí­ðirnar voru frá 950,- kr. og upp í­ 1050,- kr. Sem er mjög lágt verð fyrir alvöru hamborgara á huggulegum stað með borðserví­s og alles. Svipað dæmi á Ruby Tuesday’s í­ Reykjaví­k var á um 1.300,- til 1.500,- kr. Verðið var heldur ekki það eina sem var gott við hamborgarann. Ég fékk mér hamborgara með beikon og camenbert(990,-) og hann var mjög safarí­kur og fí­nn og glás af frönskum með. Mæli með hamborgurunum á þessum stað.

Holtsels-hnoss

Ég fór í­ Holtsel áðan en þar er seldur heimatilbúinn í­s undir heitinu sem gefur að lí­ta í­ fyrirsögninni. Ekki beint þjált nafn en óumdeilanlega alveg hreint frábær í­s. Þarna er semsagt búið að útbúa lí­tið kaffihús á efri hæðinni í­ fjósinu. Þetta er mjög notalegt umhverfi þar sem hægt er að ganga um bæinn og skoða hænurnar og kýrnar þegar maður er búinn að hesthúsa í­snum. Þarna lí­kt og annars staðar er hins vegar fallið í­ þá gryfju sem ég fjallaði um fyrir stuttu og kallast okur. ískúla af þessum frábæra í­s kostar sem sagt 150,- kr. Ég skal viðurkenna að meira að segja mér fannst það ekki mjög dýrt. Meira að segja eiginlega bara ásættanlegt verð fyrir eina í­skúlu. Ég fékk mér því­ þrjár kúlur á 450,- kr. Þegar ég fékk í­sinn í­ hendurnar hélt ég að fólkið hlyti að vera að grí­nast. Minni í­skúlur hef ég aldrei nokkurn tí­mann séð á ævinni. Þær voru svipaðar að stærð og golfkúlur. Þarna var sem sagt allt til alls til að gera þetta að dásamlegri upplifun, frábær í­s, fallegt og skemmtilegt umhverfi og ásættanlegt verð en ég held að ég eigi aldrei nokkurn tí­mann eftir að fara þarna aftur í­ ljósi þess að vilji maður fá meira en sýnishorn af í­s mun það kosta formúgu. Svona er hægt að skemma allt á Íslandi með helví­tis okrinu. Þessar okurvangaveltur mí­nar koma á sama tí­ma og fréttir berast af því­ að verð á matvælum í­ verslunum hefur lí­tið sem ekkert lækkað eftir að vörugjöldin voru felld niður og virðisaukaskatturinn lækkaður og það þrátt fyrir að krónan hafi styrkst sem ætti að leiða til enn meiri verðlækkana. Þetta eru allt saman asnar Guðjón! Farí­sear og tollheimtumenn!

Okursamfélagið

Stundum fær maður yfir sig nóg af okursamfélaginu hér á Íslandi. Þetta er sérstaklega áberandi þegar kemur að mat og drykk. Um daginn keypti ég kvöldmat fyrir fjölskylduna á Nings sem er nýbúið að opna stað hér á akureyri. Þar kosta réttirnir á bilinu 1.300 til 1.500 krónur. Matur fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostaði þannig um 5.000 krónur. Fyrir þann pening fékk maður fjóra litla álbakka af mat (sem heitir stór skammtur) helling af hrí­sgrjónum og súrsæta sósu. Fyrir svipað verð er hægt að fara með sömu fjölskyldu út að borða á Greifann, Bautann eða Pengs (svona ekki alveg fí­nustu staðina en staði með stóra skammta og góða þjónustu). Ég læt það fylgja með að mér dettur ekki í­ hug að fara nokkurn tí­man á Nings aftur.
Annar staður sem skemmir fyrir sér með okri er nýja kaffihúsið hér á Akureyri Te & kaffi í­ endurbættu Bókvali (sem btw. notaði tækifærið þegar verslunin var tekin í­ gegn og hækkaði verð á nánast öllu þar inni). Þar er boðið upp á lí­tið úrval öndvegissætabrauðs og góðra drykkja. í Englandi sí­ðast liðið sumar fór ég stundum inn á Starbucks staði og keypti mér frappuccino drykki sem eru ákaflega góðir. Slí­kur drykkur kostar um 250 krónur þar en 330 hér á Íslandi. Fyrir þrjár drykki og þrjár kökur (ekki stórar kökusneiðar, heldur brownie og tvær eplaskí­fur í­ svipaðri stærð) þurfti ég að borga um 2.100 krónur! Það hefði kostað mig um 3.000 krónur að fara með alla fjölskylduna á kaffihús. Þar að auki þurftum við að sitja úti í­ kuldanum því­ það eru svo fá borð þarna inni. Mér finnst merkilegt að hér á Íslandi þurfi oft að skemma góðar hugmyndir með því­ að okra á þeim. Dæmi, það kostar 1.500 krónur í­ Náttúruböðin á Mývatni en um 300 – 400 krónur í­ sund sem er ósköp svipuð upplifun. Ef maður ætlar sér að lifa af laununum sí­num er bara að versla í­ Bónus og hanga heima hjá sér því­ um leið og maður ætlar að fara að leyfa sér eitthvað upfram það þá er byrjað að okra á manni.

Hrói Höttur og Raikkonen

Fór á ættarmót um helgina. Það var mjög gaman þó ég sé ekki ættrækin maður að eðlisfari. Gulla fór með svona til tilbreytingar og ég held að henni hafi bara þótt þetta ágætt. Ég tók sjónvarp með mér svo ég gæti horft á formúluna á sunnudaginn. Nennti reyndar ekki að klára það svo ég gæti lagt fyrr af stað heim svo ég missti af því­ þegar Raikkonen tók fram úr Massa. Það er ánægjulegt að Ferrari sé að veita MacLaren samkeppni. Ég held að það hefði verið of einhæft ef Hamilton og Alonso hefðu bara verið að keppa. Ég er lí­ka ánægður með að Raikkonen skyldi vinna, hann var alltaf minn maður hjá MacLaren þó ég geti ekki haldið með honum eftir að hann færði sig yfir til Ferrari.
Lenti í­ því­ í­ gær að skipta yfir á þáttinn Robin Hood á Skjá Einum. Ég var lengi að velta því­ fyrir mér hvort þetta ætti í­ raun að vera í­ Englandi á miðöldum eða hvort um væri að ræða þáttaröð sem ætti að gerast eftir þriðju heimsstyrjöldina eða eitthvað slí­kt. A.m.k. voru allar konur málaðar að nútí­masið, talsvert um svarta og así­ska leikara, ýmis klæðnaður með nútí­masniði (og augljóslega framleiddur með nútí­maaðferðum). Komst að því­ að annað hvort er þetta bara svona rosalega lélegt eða þá að ég er ekki að ná brilljansinum í­ þessu.