þrennt yndislegt

Lí­klega hættir mér til að pirrast og nöldra full mikið á þessu bloggi enda kannski ekki við öðru að búast í­ þessu okur- og múgæsingalandi sem maður býr í­ sem vafasamir erlendir auðhringir eru að kaupa upp. Til að vega upp á móti þesum önugleika ætla ég núna að minnast á þrennt sem mér finnst dásamlegt.

1. Hrútakaffi á Borðeyri. Eftir að Kaupfélagið á Borðeyri lagði upp laupana er búið að breyta húsnæðinu sem það var í­ í­ kaffihús. Þetta er mjög sveitalegt og sætt og augsýnilegt að litlu hefur verið tilkostað, mötuneytisleg borð og stólar, plastdúkar og sófar sem lí­klega hafa fundist inni í­ stofu hjá einhverjum í­ sveitinni. Allt gefur þetta staðnum ákaflega notalegan og sjarmerandi blæ. Þarna eru engar dæmigerðar kaffihúsainnréttingar en kökurnar sem upp á er boðið eru á bökkum á afgreiðsluborðinu undir plastfilmu, heimabakaðar og góðar. Þegar ég kom var málverkasýning á veggjum kaffihússins og hún var mjög … merkileg. Það albesta við þennan stað fyrir utan staðsetninguna og andrúmsloftið er svo verðið. Þarna hefur okurpúkinn ægilegi ekki náð að nema land og kaffi, safi, og kökur handa fjögurra manna fjölskyldu, þrí­r af hverri fengu sér tvær sneiðar, kostaði 1.600,- krónur. Þar að auki gátu strákarnir spilað pool í­ tæpa klukkustund og við Gulla gengið um og skoðað sýninguna, lesið bændablaðið o.s.frv. meðan við biðum eftir tengdaforeldrum mí­num sem ætluðu að hitta okkur þarna og drekka með okkur án þess að afgreiðslufólkinu virtist finnast neitt undarlegt við að við héngum þarna í­ tæpa klukkustund án þess að panta neitt.

2. Sundlaugar á Íslandi. Það skiptir eiginlega ekki máli hver þeirra væri nefnd. Ég fór nýlega í­ Náttúruböðin á Mývatni og ég hef farið í­ Bláa Lónið en vanalegar sundlaugar á Íslandi gefa þeim stöðum eiginlega bara ekkert eftir og eru þar að auki mun ódýrari. (Ég og Kári í­ sund á Akureyri kostar 450,- kr. en við tveir í­ Náttúruböðin 1.500,- kr. Það var reyndar bara fyrir mig því­ Kári fékk ókeypis sökum aldurs. Ef Dagur hefði verið með væri það 550,- í­ sund en 3.000,- í­ Náttúruböðin). Ég þreytist seint á því­ að fara í­ sund þó ég geri lí­tið af því­ að synda og meira af því­ að liggja í­ heita pottinum. Um helgina fór ég í­ sund á Reykhólum á Vestfjörðum og það var ákveðin upplifun.

3. Narfeyrarstofa í­ Stykkishólmi. Samkvæmt matseðlinum voru kökurnar þar reyndar nokkuð dýrar en hamborgaramáltí­ðirnar voru frá 950,- kr. og upp í­ 1050,- kr. Sem er mjög lágt verð fyrir alvöru hamborgara á huggulegum stað með borðserví­s og alles. Svipað dæmi á Ruby Tuesday’s í­ Reykjaví­k var á um 1.300,- til 1.500,- kr. Verðið var heldur ekki það eina sem var gott við hamborgarann. Ég fékk mér hamborgara með beikon og camenbert(990,-) og hann var mjög safarí­kur og fí­nn og glás af frönskum með. Mæli með hamborgurunum á þessum stað.