var slagorðið síðast þegar mönnum ofbauð samráð olíufélaganna og okur. Þá átti bara að kaupa bensín hjá olíufélögunum en ekki aðrar vörur. Núna gengur tölvupóstur um netheima þar sem fólk er hvatt til að eiga ekki viðskipti við N1 og Shell (afhverju þá ekki líka Orkuna og Egó?). Ég ætla að fara eftir þessu hvoru tveggja. Það er reyndar ekki sérstaklega út af þessum tölvupósti. Ég hef ekki keypt bensín hjá öðrum en Atlantsolíu í háa herrans tíð (nema þegar ég er staddur einhvers staðar þar sem enga Atlantsolíu er að finna). Ég reyni líka að kaupa helst aldrei neitt á bensínstöðvum nema þvott hjá þvottastöð N1s stöku sinnum. Hins vegar hefur Atlantsolía valdið mér vonbrigðum. Verðið hjá þeim er aldrei neitt frábrugðið hinum olíufélögunum. Hins vegar er það ákveðið prisipp hjá mér að ef ég get komist hjá því skipti ég ekki við menn og fyrirtæki sem hafa árum saman svindlað á mér.