KHí og Hí sameinast

en í­ raun verður KHí að Menntasviði innan Hí. Ég vona að þessi sameining og ný lög um kennaramenntun eigi eftir að hafa það í­ för með sér að kennaramenntun á Íslandi verði betri. Ég ætla svo sem ekki að halda því­ fram að hún sé alslæm (það voru nokkur ágætisnámskeið í­ KHí á sí­num tí­ma) en mér fannst eftir að hafa klárað B.A. gráðu í­ Hí áður en ég fór í­ KHí að það væri nokkurn veginn eins og fara aftur í­ menntaskóla. Stemmingin var svipuð, sem og námskröfurnar og álagið. Maður lærir kennslu mest af reynslunni en þó held ég að það sé ómetanlegt að hafa þennan fræðilega grunn sem kennaramenntun veitir manni (í­ bland við mjög mikið kjaftæði).