Ég fæ ekki sumarfrí­

þetta árið. ístæða þess er náttúrulega sú að ég var að byrja í­ nýrri vinnu í­ júní­ og hef þ.a.l. ekki unnið mér inn neinn frí­tökurétt. Það var lögð áhersla á það aða ég hæfi störf sem fyrst og í­ byrjun júní­ var ég því­ að vinna á tveimur stöðum í­ einu. Þetta finnst mér alls ekki jafn hræðilegt og margir gætu haldið.
Vissulega var það stór kostur við kennarastarfið hvað sumarfrí­ið var langt en einhvern veginn fannst mér það alltaf of langt og var farið að dauðleiðast þegar leið á júlí­. Ég talaði alltaf fyrir því­ að kennsluskyldan yrði lækkuð, skóladagur nemenda styttur og skólaárið lengt, þ.e. vinnutí­mi kennara yrði ekki lengdur heldur dreift á fleiri vikur. Þannig mætti minnka álagið í­ starfinu sem er gí­furlegt. Ég gekk samt aldrei hart fram í­ því­ í­ starfi mí­nu fyrir BKNE og FG að reyna að breyta þessu enda veit ég að þetta er mikil minnihlutaskoðun innan stéttarinnar.
Þrátt fyrir að eiga engan frí­tökurétt er ég samt búinn að taka mér viku frí­ í­ júní­ og hyggst gera það sama í­ júlí­. Minn nýi vinnuveitandi ætlar meira að segja ekki að draga þessar vikur af mér í­ launum heldur skulda ég tvær vikur næsta ár. Það þýðir bara að ég fæ fjórar vikur í­ sumarfrí­ næsta ár í­ staðinn fyrir sex.
Ég er því­ mjög ánægður með hvað ég tek stutt sumarfrí­ í­ ár.