er svona álíka líklegt og að ríkisstjórnin fari að springa á næstu dögum. Sjálfstæðis-, íhalds-, frjálhyggju- og hægrimenn um gervalla blogghvelfinguna titra af ótta og gremju vegna þessa orðróms sem einhver breskur prófessor kom af stað í Financial Times og spara ekki stóru orðin í garð Samfylkingarinnar fyrir eitthvað sem hefur ekki gerst ennþá og mun ekki gerast. „Þú getur átt þennan helvítis tjakk þinn sjálfur!“ Þetta er sérstaklega fyndið í ljósi þess að þetta eru nákvæmlega sömu raddirnar og fundu því allt til foráttu að Geir Haarde færi í ríkisstjórnarsamstarf með ISG til að byrja með. Núna er það allt í einu orðið svo frábært að því má alls ekki hagga. Á meðan sýnast mér sósíaldemókratar sem blogga helst velta því fyrir sér á svona „hypothetical“ nótum hvaða afleiðingar það gæti haft að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og sýnist sitt hverjum. Lúðvík Bergvinsson stríðir svo íhaldinu enn meir með því að segja að það sé ekkert enn í ríkisstjórnarsamstarfinu sem gefi tilefni til þess að slíta þvi.
Mér er skemmt.