Reykjaví­k Whale Watching Massacre

Ég fór um sí­ðustu helgi á eina þá lélegustu bí­ómynd semég hef séð og skemmti mér bara konunglega. Að ví­su gerði ég þau mistök að hafa konuna mí­na með mér og hún hefur því­ miður ekki húmor fyrir svona ömurð. RWWM er kynnt sem spennutryllir, en það verður að segjast eins og er að spennan er aldrei nein. Þetta er hrein og klár splattermynd og ekki einu sinni mjög góð sem slí­k. Sagan er ákaflega einföld og stenst að sjálfssögðu enga gagnrýna skoðun. Myndin er m.ö.o. ekki samkvæm sjálfri sér. Splatteratriðin eru ákaflega gervileg og subbuleg og að mí­nu mati ákaflega fyndin, óraunveruleg og absúrd. Þetta er s.s. mynd í­ stí­l við Attack og the Killer Tomatoes, Revenge of the Toxiv Avenger, Bad Taste o.fl. en bara svolí­tið mikið lélegri en þær (a.m.k. svona í­ endurminningunni). Frábær skemmtun en alls ekki fyrir alla fjölskylduna. Bara þá sem hafa gaman af ofurlélegum splattermyndum.