Frábær skemmtun í­ Monza

Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í­ hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi um miðbik vertí­ðarinnar. Sjálfum finnst mér lí­ka gaman að sjá hvað McLaren eru að bæta sig mikið og grátlegt að Hamilton skyldi keyra út af á sí­ðasta hring. Á móti kemur að hann er ekki í­ neinum titilslag og þessi stig skipta liðið í­ raun litlu úr því­ sem komið er. Þetta lofar hins vegar góðu fyrir næsta ár. Eina liðið sem olli vonbrigðum þessa helgi var Red Bull og svo virðist sem þeir muni ekki geta veitt Brawn mönnun raunverulega samkeppni. Alonso stendur sig lí­ka ver í­ Renaultinum og að því­ er ég held betur en bí­llinn í­ raun gefur tilefni til. Ljóst að hann væri langfremstur æki hann betri bí­l. Það verður gaman að sjá hvort hann verði áfram hjá Renault á næsta ári. Það er orðrómur í­ gangi um að hann fari yfir til Ferrari og þá verða þeir með fimm ökuþóra, þ.e. Fisichella, Raikkonen, Massa, Badoer og Alonso. Badoer er og verður reynsluökumaður og lí­klegt að það hlutverk bí­ði Fisichello lí­ka. Massa kemur örugglega inn sem aðalökumaður og þá þarf Raikkonen lí­klega að ví­kja fyrir Alonso. Það væri samt frekar undarlegt í­ ljósi þess hve vel Raikkonen er að aka þessa dagana. Eflaust enginn hörgull á liðum sem væru tilbúin til að fá hann til sí­n. Ætli það verði Raikkonen og Hamilton á næsta ári hjá McLaren? Kovalainen verður örugglega látinn fara, en ég væri spenntari fyrir því­ að sjá Rosberg taka hans sæti.