Um sameiningartákn

Þessi könnun sem sýnir að aðeins 1% þjóðarinnar lí­tur á forsetann sem sameiningartákn er við nánari skoðun ekki jafn mikil hörmung fyrir Ólaf Ragnar og virðist við fyrstu sýn. Fólk var s.s. beðið um að nefna þann einstakling sem væri eða gæti orðið sameiningartákn.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að einhver ákveðinn einstaklingur geti aldrei orðið sameiningartákn heillrar þjóðar, hversu skoðanalaus og mikil lydda sem sá einstaklingur er. Ég hef lí­ka minnst á það áður að þjóðsöngurinn er ekki heldur sameiningartákn þar sem hann er lofgjörð einna trúarbragða til átúnaðargoðs sí­ns.
Hins vegar þýðir það ekki að ekki sé hægt að finna slí­k sameiningartákn ef vilji er fyrir hendi. Mér detta t.d. í­ hug Þingvellir eða fjallkonan.
Svo er það aftur annað mál hvort þjóðir þurfi sameiningartákn og hvort slí­k sameiningartákn séu yfirleitt holl fyrir þjóðir.