Memento mori

Sí­ðast liðinn föstudag var leikritið Memento mori frumsýnt í­ Freyvangsleikhúsinu. Þetta var mjög sérstök frumsýning fyrir mig þar sem þetta er í­ fyrsta sinn sem ég hef verið í­ hlutverki leikstjóra í­ svona alvöru leikhúsi. íður hafði ég náttúrulega leikstýrt einhverjum nemendasýninum, bæði á Hvammstanga og í­ Giljaskóla.
Ég veit ekki hvað ég á að segja mikið frá þessu. Ví­sa bara á heimasí­ðu Freyvangsleikhússins.
Það hafði verið talað um það lengi innan leikfélagasins hve gaman það væri að taka sig til og gera eitthvað öðruví­si. Freyvangsleikhúsið hefur alltaf sett upp kabarett á haustin (í­ byrjun nóvember) og stórt og viðamikið leikrit eftir áramót (í­ lok febrúar). Hingað til höfðu menn talið að kabarettinn væri e.t.v. fyrir slí­ku framtaki, þ.e. að brjóta upp starfsemina með framsæknu leikverki sem sett væri upp að hausti til. Það var s.s. ekki fyrr en í­ haust að ég stakk upp á því­ við stjórnina að við myndum setja upp leikrit í­ október. Við gætum æft það í­ september og ef við frumsýndum 2. október gætum við náð fjórum sýningarhelgum og samt átt eftir hálfan mánuð í­ kabarett. Stjórnin tók vel í­ það og þetta fór allt af stað. E.t.v. blogga ég aftur sí­ðar um hvernig það er að leikstýra, en mikið svakalega var gaman að fá að prófa að gera það.