Nauðgun = káf á 5 pí­kum (eða tveimur og hálfri)?

Á dv.is er í­ dag að finna frétt sem ber yfirskriftina „12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára stúlku“. Þar kemur fram að Héraðsdómur Reykjaví­kur dæmdi mann í­ eins árs fangelsi og til greiðslu 600 þúsund króna í­ miskabætur fyrir að þukla á kynfærum 8 ára stúlku.
Ég ætla ekki að fara að fjalla um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum hér og ég ætla ekki einu sinni að reyna að dæma um það hvort umræddur dómur sé of vægur, passlegur eða of þungur. Það er önnur umræða.
Það sem vakti athygli mí­na var að á dv.is í­ dag var lí­ka að finna aðra frétt: „Hæstiréttur þyngdi dóm yfir barnaní­ðingi“. Þar stendur: „Dæmdi Hæstiréttur manninn í­ fimm ára fangelsi fyrir að hafa í­ mörg skipti nauðgað dóttur sinni sem var tveggja og þriggja ára þegar brotin voru framin.“ (Það kemur svo hins vegar fram í­ dómnum að um „önnur kynferðismök við telpuna en samræði“ var að ræða). Það kemur meira að segja fram í­ fréttinni að Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms sem hljóðaði upp á tveggja ára fangelsi.
Spurningin er bara hvort þetta er eðlilegt? 5 sinnum lengri fangelsisvist og 2,5 sinnum hærri miskabætur? Ég vil alls ekki gera lí­tið úr alvarleika þess sem kom fyrir þessa átta ára gömlu stúlku en er í­ alvörunni bara fimm (eða 2,5) sinnum alvarlegra að misnota 2 – 3 ára barn kynferðislega marg oft í­ rúmlega eitt ár? E.t.v. er það bara ég en ætti sá sí­ðarnefndi ekki að fá lí­fstí­ðarfangelsi eða a.m.k. 15 ár?
Það er lí­ka merkilegt að á dv.is er fyrrgreindi maðurinn nafngreindur en ekki sá sem fékk þyngri dóminn.