109208990792408478

Tvö mánadagsblogg! Rosaleg framleiðni er þetta. Ekki það að ég hafi neitt að segja. Bara sit við tölvuna og hef ekkert betra að gera. Og þó! Ég ætla á kertafleytinguna núna á eftir. Þar sem ég bý í­ innbænum þá er þetta nú eiginlega bara hérna við túnfótinn hjá mér. Hef lí­ka tekið eftir því­ að kertafleytingin er klukkan 22:30 en ekki 20:30. Ég er samt ekki meðlimur í­ SGI á Íslandi en hef samt gert mér grein fyrir því­ að dagblöðin gera stundum mistök og menn sem heita Geir Guðjóns gera stundum að gamni sí­nu.

Mér er illa við hvað menn eru mikið að spyrða John Kerry við Samfylkinguna. í hvert sinn sem þarf að tala um forsetakosningarnar þarna úti er náð í­ ung-sjálfstæðismann til að tala fyrir Bush og ung-samfylkingarmann til að mæra Kerry. Hægri sinnaðan kaþólikka sem er á móti fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra. Ég finn enga þörf hjá mér til að taka upp hanskann fyrir þennan mann þó hann sé lí­klega 100x skárri en júní­orinn. Skil heldur ekki af hverju Heimdellingar og í­haldsmenn eru svona spenntir fyrir Bush. Hefði haldið að Kerry og Demókratar stæðu mun nær Sjálfstæðisflokknum (a.m.k. fyrir utan Daví­ð, Hannes, Björn og Jón Steinar). Við verðum bara að horfast í­ augu við það að það er ekki það sama að vera krati í­ USA og Evrópu. Sjallinn er bara bandarí­skur krati!

En núna ætla ég að fara að horfa á 70 mí­nútur þangað til kertafleytingin byrjar kl. 22:30 en ekki klukkan 20:30. OK? Náðu þessu allir? Kertafleytingin er kl. 22:30 EKKI klukkan 20:30. Fí­nt!