Heyrði áðan tilkynningalestur í útvarpinu. Fyrirtæki eitt, Blik minnir mig að það hafi heitið, auglýsti að það væri lokað í dag vegna árshátíðar starfsmanna. Það á að opna aftur á mánudaginn. Á mánudaginn?! Þetta verður svakaleg árshátíð!
Hryðjuverkastríðinu er lokið með sigri! Sigri hryðjuverkamannanna er ég hræddur um. í USA hafa mannréttindi snarminnkað (líka eitthvað í Evrópu), fólk lifir í ótta og andúð umheimsins á landinu hefur snaraukist. Á hverjum degi eru framin hryðjuverk út um allan heim. Aðallega í írak, Afganistan, Tjetjeníu, ísrael og Palestínu, en líka í Rússlandi, Spáni og Indónesíu svo nokkur lönd séu nefnd. Þessum hryðjuverkum er undantekningalítið svarað með nýjum hryðjuverkum (Spánverjar eru ánægjuleg undantekning frá þessari reglu og meiri menn fyrir vikið) sem auðvitað kalla á ný og ný hryðjuverk og þannig heldur vítahringurinn áfram. Ég sé a.m.k. ekki mikinn siðferðilegan mun á athöfnum AlQuaida, Hamas, Bandaríkjahers, írslaelsstjórnar, tjetjenskra aðskilnaðarsinna eða rússneskra yfirvalda. Þetta er allt saman sömu hryðjuverkin í mínum huga og alsherjarsigur hryðjuverkamannanna því miður staðreynd.