Gaman að sjá hvað bréfið mitt til Dómsmálaráðuneytisins hefur vakið mikil viðbrögð. Að vísu ekki frá ráðuneytinu en þaðan hefur mér ekki borist neitt svar við því. Það væri áhugavert að fá að vita hvort einhverjir aðrir en ég hafi sent þeim bréf. Um leið er sorglegt hvað þessi komment sem ég fékk við bréfinu bera sumum netfarendum slæmt vitni. Mér finnst alltaf sorglegt þegar menn eru með gífuryrði og dónaskap nafnlaust. Gaman líka hversu margir hafa haldið í alvörunni að ég hefði einhverjar áhyggjur af því að lenda fyrir Hæstarétti og að þetta bréf mitt hefði einhverja lögformlega merkingu. Mér fannst þetta bara áhrifarík leið til að mótmæla og ef fleiri hafa farið að mínu ráði þá hefur það eflaust verið það. Því væri gaman að fá að vita hvað þeir hafa fengið mörg bréf! Bara mitt? Tvö til þrjú? Hvað ætli gæti talist góður árangur í þessu samhengi?
íðan var ég endurkjörinn í stjórn BKNE og enginn gerði athugasemdir við ársreikninginn. (Enda var hann fullkominn) 😉
Nú verður næsta starfsár frábært! Fréttabréf, óvissuferðir, fundarferðir, fræðslufundir og læti. Ef það verður nægur kraftur í stjórninni.