111019876112430456

Þá er blessuð formúlan byrjuð aftur og sá sem ég held á móti féll úr keppni þannig að það er gott mál. Nú má ekki skilja þetta þannig að ég sé eitthvað á móti M. Schumacher. Ég viðurkenni það fúslega að hann er langsamlega besti ökumaðurinn í­ keppninni og er búinn að rúlla þessu upp sí­ðustu ár. Það er einmitt það sem er svona leiðinlegt þegar einn er svo skelfilega mikið betri en hinir að öll spenna fer úr þessu.
Keppnin um helgina bendir reyndar til þess að svo geti orðið í­ ár. Barichello sem byrjaði aftarlega náði að vinna sig upp í­ annað sætið og ef það hefði verið þurrt þá hefði hann og Schumacher örugglega byrjað framar og þá jafnvel unnið eða lennt í­ tveimur efstu. Það verður bara að koma í­ ljós en ef Ferrari fer að hafa álí­ka yfirburði í­ þessu og hingað til er ljóst að ég nenni ekki að fylgjast með.
Rigningardemban á laugardaginn gerði ráslí­nuna náttúrulega mjög áhugaverða og það var gaman að sjá hvað Red Bull menn náðu að gera sér mat úr því­ að komast framarlega á ráslí­nu. Coulthard mátti alveg við því­ að standa sig vel eftir að hafa verið á einhverju dóli með MacLaren í­ fjölda ára. MacLaren stóð sig lí­ka vel og náði báðum bí­lum inn í­ stigasæti þrátt fyrir að byrja aftarlega. En það boðar kannski eitthvað fyrir framtí­ðina að Montoya byrjaði í­ 9. sæti og Barrichello í­ 11. en samt náði Barichello 2. sætinu en Montoya bara því­ 6. Mjög gott hjá Rí¤ikkönen að ná 8. sætinu eftir að hafa þurft að byrja af þjónustusvæðinu.
Samt verður ekki fram hjá því­ litið að Renault er sigurvegari keppninnar með 1. og 3. sætið, tvo framúrskarandi ökumenn (Ég hef reyndar meiri trú á Alonso sem byrjaði í­ 13. sæti en Fisichella) og bí­l sem virðist vera frábær. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta veitt Ferrari almennilega keppni. Því­ miður hef ég ekki mikla trú á MacLaren og Williams í­ því­ sambandi.
Það er helst Bar-Honda og Toyota sem gætu verið sárir eftir helgina. Toyota byrjaði framarlega með Trulli en hélt ekki út og Bar-Honda blandaði sér aldrei í­ keppnina á toppnum þrátt fyrir miklar væntingar til Button.
Fyrsta keppnin lofar samt góðu um framhaldið og ég mun fylgjast spenntur með næstu keppni.