107040294195523483

Það er fernt sem mig langar að minnast á í­ dag.

1) Við erum búin að fá okkur ADSL. Þetta er enginn smá munur. Nú bruna sí­ðurnar bara upp á skjáinn án nokkurrar biðar. Við ákváðum þetta í­ sparnaðarskini þar sem netnotkun heimilisins er því­lí­k að það var samkvæmt okkar útreikningum ódýrara að fá svona ADSL heldur en að gera þetta allt á vanalegan sí­mreikning.

2) Ég las ákaflega góða grein á Kreml í­ dag eftir Eirí­k Bergmann Einarsson um nýju lögin hans Geirs H. Haarde sem eiga að auðvelda forstöðumönnum rí­kisstofnana að reka starfsfólk. Mér skilst að helstu rökin í­ þessu séu þau að það sé svo erfitt að reka rí­kisstarfsmenn og tölurnar sí­na ví­st að mjög fáir eru reknir eða fá áminningu í­ starfi. Það er lí­ka frekar skiljanlegt. Það að fá áminningu í­ starfi er grafalvarlegt og fylgir manni það sem eftir er. Það er því­ ljóst að forstöðumenn stofnana eru ekki að áminna menn hægri og vinstri fyrir minnstu yfirsjónur (það eru sko engar vanalegar jónur heldur yfirs jónur og þeim skyldi enginn rugla saman við udirs jónur). Fyrst er lí­ka talað við menn einslega áður en til þess er gripið að áminna menn formlega, en það er forsenda þess að það megi segja opinberum starfsmanni upp. Mig grunar því­ að í­ flestum tilfellum sem rí­kisstarfsmaður fær að vita að það eigi að áminna hann þá segi hann upp starfi sí­nu sjálfur. Ég var einu sinni í­ ráði í­ opinberri stofnun þar sem þurfti að losna við vanhæfan starfsmann. Ég er að sjálfsögðu bundinn trúnaði um hvað um var að ræða og ætla ekki að tjá mig um það, en ég hlýt að mega sega að þegar umræddum aðila var gerð grein fyrir því­ að hann yrði áminntur og svo sagt upp störfum þá sagði sá upp samstundis til að hafa það ekki á bakinu að hafa hlotið opinbera áminningu í­ starfi. Þetta held ég að hljóti að útskýra afhverju svo fáir eru áminntir og reknir.

3) Önnur grein var á Kreml og alls ekki jafn góð. Ég verð að viðurkenna að svona mikla vitleysu hef ég sjaldan lesið áður. Það er sem sagt hægt að vera kristinn án þess að trúa á krist (eða Guð þessvegna sýnist manni). Það að vera kristinn virðist vera hugarástand hins upplýsta vestræna manns samkvæmt þessari grein. Höfundi má benda á að þessi upplýsing er sí­ður en svo kristninni að þakka. Kirkjan hefur alltaf, og mun alltaf eðli sí­nu samkvæmt, standa á móti og sporna við breytingum á hegðun, hugsunum, siðferði og viðmiðum manna. Þau gildi og viðmið sem vestrænt samfélag miðar við í­ dag eru flest öll af veraldlegum uppruna og jafnvel runnin beint undan andstöðu við kristnina. Að ví­su má segja það kristninni til hróss að hún er sveigjanlegri en mörg trúarbrögð og þetta frjálslyndi því­ mögulegt þrátt fyrir hana (en ekki vegna hennar eins og greinarhöfundur virðist halda). En kristni eru ekki einu trúarbrögðin sem eru sæmilega sveigjanleg. Norræna trúin okkar er t.d. mun opnari og hentar í­ raun betur í­ nútí­manum. Norræna trúin átti t.d. ekki í­ neinum vandræðum með að samþykkja að Kristur væri guð. Hann var bara einn af mörgum og hverjum var frjálst að trúa á hvaða guð sem hann vildi.

4) Svo var ég að horfa á Ísland í­ dag þar sem var verið að sauma að lögreglumönnunum sem fengu sig fullsadda á því­ að vera kallaðir hálvitar og þaðan af verra af fyllibyttum niðri í­ miðbæ og fóru með viðkomandi á stöðina, tóku skýrslu og slepptu honum svo. Og þetta kærði maðurinn! Ég veit nú ekki alveg… Ég þekki mann sem var einu sinni handtekinn fullur á ísafirði fyrir óspektir á almannafæri og látinn sofa úr sér í­ fangaklega. Sá kallaði lögreglumennina einnig öllum illum nöfnum í­ ölæði sí­nu og daginn eftir þá kærði hann lögguna EKKI. Hann nefnilega vissi upp á sig sökina þegar var runnið af honum. Mér sýnist þetta vera enn eitt birtingarform aga- og virðingarleysisins sem tröllrí­ður þessu landi. Ef löggan vill tala við þig þá talar þú við lögguna! Ef löggan vill taka af þér skýrlu þá tekur löggan af þér skýrslu og ekkert múður. Og ef þú ert fullur og dónalegur og það þarf að handjárna þig upp við bí­l þá kærirðu ekki lögguna daginn eftir þegar runnið er af þér heldur skammast þí­n og vonar að enginn minnist á málið framar í­ þí­n eyru.

Fleira var það ekki að sinni.