Jæja, þá er búið að framkvæma enn eina „flauelsbyltinguna“ og að þessu sinni í Kyrgistan. Lítur reyndar út fyrir að flauelsbyltingu sé hægt að skilgreina í dag sem: Þegar valdhöfum höllum undir Rússa er komið frá með alsherjarmótmælum en litlum blóðsúthellingum og stuðningi frá CIA. (Reyndar hef ég engar heimildir fyrir þessu síðast nefnda en eftir atburðina í Georgíu og úkraínu þá einhvern veginn finnst manni eins og það geti ekki öðruvísi staðið á þessu). Sverrir heldur því líka fram að nýju valdhafarnir séu nánir samverkamenn þeirra sem á undan voru og þá er nú varla að vænta mikilla breytinga.
Ætli það séu fleiri á sama máli og ég að þetta Fisher mál sé blásið út úr öllu samhengi. Það merkilegasta í þessu finnst mér að það skuli hægt að veita Fisher íslenskt ríkisfang einn, tveir og tíu meðan flóttamönnum frá átakasvæðum er hiklaust vísað úr landi. Ekki það að ég sé á móti því að veita Fisher ríkisfang, nei, nei, alls ekki. Hann á að fá allt það sem fylgir því að vera Íslendingur. Þar á meðal að vera skrýtin, fúll og þver og ef hann á rétt á stórmeistaralaunum samkvæmt íslenskum lögum þá á að sjálfssögðu að greiða honum þau.
Það fyndnasta er nú samt hvernig fjölmiðlunum á Íslandi hefur tekist að láta þetta mál snúast um þá sjálfa. Heimkoma Fisher var kostuð af Stöð 2 og fyrir það fengu þeir að sjálfssögðu einkaviðtal. í heila eina mínútu! Ætli menn séu ekki farnir að gráta aurinn sem fór í þetta þar á bæ. Hinir fjölmiðlarnir eru svo fullir vandlætingar í garð Stöðvarinnar og drullufúlir yfir að hafa ekki fengið að ræða við snillinginn. Eins og þeir hefðu ekki gert nákvæmlega það sama hefðu þeir aðstöðu til. Sýnir bara að ef fjölmiðlar á Íslandi geta látið fréttir snúast um sjálfa sig þá gera þeir það.
Dear Fisher, welcome to Iceland. You can curse the Jews and USA all you like but if you mention that Iceland and Icelanders might be targetet by terrorists because of the governments support of the war in Iraq you could get thrown in jail.