112626048826073197

Bara örstutt um brotthvarf Daví­ðs Oddssonar úr pólití­k. Mér finnst ótrúlegt hvernig fjölmiðlar og stjórnmálamenn láta núna í­ ljósi þess að þessi ákvörðun mátti vera lýðum ljós allt frá því­ að Daví­ð lét lögfesta „peningar handa mér“ frumvarpið sem gengur undir dulnefninu „Eftirlaunafrumvarpið“. Ég held að Daví­ðs verði fyrst og framst minnst í­ Íslandssögunni fyrir skapofsa- og bræðisköst, valdní­ðslu, spillingu, að pota vinum og ættingjum í­ valdastöður, grafa undan hæstarétti í­ orði og á borði, ráðast persónulega að mönnum í­ atvinnulí­finu, bláu höndina og að vera fyndinn. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk flaðrar upp um hann eins og einhverja súperstjörnu. Það er skiljanlegt með Össur sem hefur verið vinur og kunningi Daví­ðs í­ gegnum tí­ðina, en þegar ég las væmnisógeðið frá Ingibjörgu Sólrúnu í­ Fréttablaðinu þakkaði ég mí­num sæla fyrir að vera nú þegar búinn að missa allt álit á þeirri konu því­ annars hefði það horfið við þann lestur. Daví­ð Oddsson var vondur stjórnmálamaður sem því­ miður er ekki hægt að draga fyrir dóm vegna starfa sinna og þá ekki sí­st fyrir þær sakir að hann er sjálfur búinn að skipa nánustu vini og ættingja sem dómara þar. Hann er og verður þekktur fyrir stjórnsýslu sem maður hefði búist við í­ Tógó en ekki á Íslandi. Megi hans fordæmi verða lengi uppi öðrum til viðvörunar!