Þá er prófkjörinu í Reykjavík lokið og ég hef ekkert bloggað um það. Sem betur fer bý ég ekki í Reykjavík því ég hefði ekki getað ákveðið hvort þeirra Dags eða Steinunnar ég ætti að setja í fyrsta sætið en Stefán Jón hefði ég pottþétt strikað út. ínægjuleg niðurstaða að hann sé neðstur af þeim þremur.
Ég var með Degi í menntaskóla og veit að hann er duglegur, heiðarlegur og ábyrgur. Hans akkilesarhæll er kannski að framkvæma of fljótt. Ég man að þegar ég var forseti Framtíðarinnar og hann Inspector Scholae ákvað hann að halda upp á 145 ára afmæli MR (don’t ask me why) og skipulagði heljarinnar veislu og gaf út hátíðarblað án þess að láta okkur í Framtíðinni einu sinni vita. Hátíð og blað um MR er nú eiginlega vita tilgangslaust ef Framtíðin er ekki í því.
Steinunn var síðust í könnunum lengi vel en vann á þegar leið að prófkjörinu. Ég leyfi mér að halda að það sé vegna þess að hún lagði áherslur á það sem hún hefur gert sem borgarstjóri og stefnumál í framtíðinni. Það a.m.k. olli því að ég hefði ekki getað gert upp á milli þeirra.
Slæmu fréttirnar finnast mér eiginlega hvað Sigrún Elsa Smáradóttir kemur illa út en mér finnst hún hafa staðið sig feiknavel upp á síðkastið.
Annars sýnist mér listinn sigurstranglegur en hlutfallið á milli kynjanna er e.t.v. svolíðið skakkt. Tveir karlar og fjórar konur í sex efstu sætunum. Ef Dofri og Stefán Jóhann komast inn þá er hlutfallið jafnt og Samfylkingin komin í meirihluta en það gerist nú líklega bara í blautustu draumum Samfylkinga þessa dagana.