108095020607247075

Þá er maður bara kominn í­ páskafrí­. Hei, hei og jibbí­ jei. Fór í­ dag með strákana á flóamarkað Hjálpræðishersins. Þar keypti ég mér frakka og bindi. Ég var reyndar að athuga hvort ég gæti fundið buxur á mig en svo var ekki. Keypti lí­ka æðislega flottar Levi’s 501 gallabuxur á Dag og djúspressu og flottan polo bol og peysu á Kára. Allt þetta kostaði 600 kall! Það borgar sig svo sannarlega að versla hjá Hjálpræðishernum. Sí­ðan fór ég reyndar og keypti buxur í­ Dressmann sem kostuðu 3.000 svo núna á ég þrennar góðar buxur til skiptana, einar í­ hverjum lit. Það var reyndar eitthvað þrjár fyrir tvær tilboð hjá Dressmann þannig að ég hefði getað keypt eitthvað tvennt í­ viðbót og borgað bara annað en bæði er að mig vantaði ekkert annað en buxur og hvorki þarf né hef efni á að kaupa fleiri en einar. Svo var ég núna áðan að stytta þær og höndlaði þetta bara eins og faglærður klæðskeri. Keypti lí­ka helling í­ matinn í­ Bónus. Ég á ennþá svolí­tið erfitt með að höndla þetta hvað það er mikið þægilegra að búa hér á Akureyri hvað svona verslunarferðir varðar miðað við á Hvammstanga eða í­ Ólafsví­k. Hér getur maður keypt bensí­n í­ Orkunni, matinn í­ Bónus eða Nettó, fí­nni mat í­ Hagkaupum og fötin í­ Dressmann. Maður er alveg laus við Kaupfélagið eða Kassann! Já, svo má ekki gleyma því­. Núna ætla ég í­ göngutúr í­ nýju skónum mí­num sem ég fékk í­ Bónusskóm á 3.000 kall um daginn. Ekta fí­nir í­talskir leðurskór lækkaðir úr 9.000. Borgar sig að kí­kja í­ bónushornið hjá Bónusskóm! Ég er svakalegur smáborgari en ég viðurkenni það lí­ka. Mér finnst gaman að kaupa eitthvað svona bæði handa sjálfum mér og strákunum og ekki er verra þegar maður er viss um að hafa gert góð kaup. Það er kannski hálf glatað að kætast svona yfir veraldlegum hlutum en þannig er ég bara. Kannski að ég fara lí­ka í­ nýja frakkanum mí­num í­ göngutúrinn?