Ég nenni eiginlega ekki að blogga í dag. Mér datt eitthvað frábært í hug í hádeginu sem ég var að hugsa um að blogga um en núna er ég búinn að gleyma því svo það getur ekki hafa verið svo frábært. Svo eru að fara að byrja próf í skólanum sem ég á eftir að …
Monthly Archives: nóvember 2003
107013892532441441
Þá er helgin komin aftur, en ég var nú líka heima í gær. Vaknaði með þennan líka svakalega hausverk og strengi um allan líkamann. Hringdi í skólann og tilkynnti veiklulega að ég kæmist ekki þann daginn og fór svo aftur að sofa. Vaknaði síðan stálsleginn upp úr hádegi og hafði hálfgert samviskubit yfir því að …
107005802978359670
Það er gaman að flakka um á vefnum og lesa það sem hinn eða þessi hefur verið að skrifa. Sumir skrifa ákaflega skemmtilega á meðan aðrir ættu varla að hafa leyfi til að setja fingur á lyklaborð, allt vaðandi í stafsetningar- og málfræðivillum. Þess vegna finnst mér mjög gaman að lesa Múrinn þó að ég …
106995932938697963
í dag ætla ég að bregða aðeins út af vananum og röfla ekki bara stefnulaust um það sem mér dettur í hug. Þess í stað ætla ég að birta hér grein sem ég hef skrifað um Stjórnmál í Georgíu sem ég kýs að kalla: Grúskað um Georgíu. Það er margt í heiminum sem kemur í …
106977694694693186
Ég get nú bara ekki orða bundist af kæti. Ég var að lesa svo skemmtilegar greinar á Kreml og Múrnum. Á Kreml er ráðist á Davíð Oddson af offorsi. Af hverju? Jú, af því að hann réðst á stjórnendur Kaupþings-Búnaðarbanka. Á Kreml s.s. lesa þeir yfir hausamótunum á Davíð með tilvitnunum í Passíusálmana um að …
106976738719623287
Það er aldeilis að menn eru fljótir að taka við sér í Bloggheimum. Ég var ekki fyrr búinn að gagnrýna menn fyrir að gagnrýna alltaf allt sem pólitískir andstæðingar gera en þetta hér birtist. Ég verð nú bara að segja að ég er alveg sammála því sem þarna stendur. Reyndar er ég líka sammála Lúðvíki …
106968529538754451
Þá er helgin búin einu sinni enn og það var svo mikið að gera að ég bloggaði ekki neitt. Á laugardeginum fórum við um allt Eyjafarðarsvæðið með Ragnar (bangsann frá Noregi) sýndum honum m.a. Laufás og Jólagarðinn. í gær var svo farið út á Hauganes þar sem tengdaforeldrar mínir eiga sumarhús (sem reyndar er ekki …
106945304745633596
Þá er maður bara kominn í helgarfrí. Jíbbí-jei! Það stendur til að gera eitthvað skemmtilegt um helgina með honum Ragnari Rosengren. Það er bangsi sem við erum með í heimsókn frá Noregi. Þegar ég segi bangsi á ég ekki við stóran og góðlegan mann. Nei, hann er alvöru bangsi! Það er einhver kennari í Noregi …
106932971215594442
Það er búið að vera dásamlegt í vinnunni í dag! Það að vera búinn að taka ákvörðun og vita að maður ætli að hætta lyftir á manni brúninni og alls kyns atriði sem hefðu pirrað mig í gær koma mér ekki við í dag. Kannski að það sé lausnin á þessu, lifa hvern dag eins …
106925175234053155
Rakst á þessa skemmtilegu bloggsíðu Hasta la victoria siempre…….. Síðan sjálf er að vísu hið mesta hrat og óyndisleg með öllu. Það eru commentin sem rokka feitt!