Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2004

108057843018184294

Þá er nú aldeilis nóg að gera á Akureyrinni. Ekki bara erum við enn í­ í­búðarleit og vangaveltum þar um, heldur er Gulla að fara að skipta um vinnu. Kannski er fullt djúpt í­ árinni tekið að segja að hún sé að fara að skipta um vinnu. Hún er eiginlega meira svona að fara að skipta um stöðu í­ vinnunni. Hún hefur verið að vinna inni á almennri deild við snýtingar, reimingar, upprenningar, matanir o.s.frv. (eða þroskahvetjandi uppeldisstörf eins og hún kallar það). Reyndar er hún búin að vera mest að halda uppi heimasí­ðu leikskólans eftir að hún byrjaði aftur eftir veikindafrí­ið. En núna er hún sem sagt að fara að taka við annarri stöðu. Hún mun hafa umsjón með sérkennslu. Það er þá meira svona skipulag og vinna með börnum og minna lí­kamlegt álag. Við vonum að sjálfssögðu að þetta henti henni betur og ekki er verra að þetta er betur borgað. Um daginn sótti ég lí­ka um vinnu sjálfur eins og ég sagði frá um daginn og í­ dag barst mér (ekki neitunarbréf eins og ég hafði búist við) heldur sí­mhringing. Þau vilja sem sagt fá að ræða við mig í­ næstu viku! Ég á samt ekkert frekar von á því­ að ég fái þetta starf en það væri mjög spennandi ef af því­ yrði.

Annars er það helst að frétta að ég er búinn að vera með bakverk frá því­ sí­ðasta sunnudag (þ.e.a.s. sunnudaginn um seinustu helgi) sem leiðir svona niður í­ vinstri fótinn. Þetta er ekkert mikill verkur en stöðugur. Helst svona eins og einhver sé að pota í­ bakið á mér eða hafi sett á mig allt of lí­tinn plástur. Gulla er sannfærð um að ég sé kominn með brjósklos, en ég hallast frekar að því­ að þetta sé einhver taugaklemma. Ég ætla að hafa samband við lækni eftir mánaðarmót og láta skoða þetta. Já, ráðamenn segja að fólk fresti ekki læknisskoðunum vegna peningaskorts (kann ekki við að segja fátæktar) en það er nú bara raunin hjá mér. Sem betur fer er stutt í­ mánaðarmótin.

108005065522255852

írið 1918 varð Ísland fullvalda rí­ki. Það er lí­klega mikilvægast atburðurinn í­ sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. 1944 var hins vegar hinu fullvalda konungsrí­ki Íslandi breytt í­ Lýðveldið Ísland sem breytti í­ raun ekki neinu fyrir land og þjóð. Þá tók þjóðkjörinn forseti við hlutverki kóngsins, þó fyrsti forsetinn hafi verið kosinn af þinginu, og hafði nákvemlega sama hlutverki að gegna og hann áður. Það sem skiptir mestu hér er ekki hvað sagt er um vald forsetans í­ stjórnarskránni, heldur hvernig þau orð eru túlkuð og hvernig forsetar hafa farið með þetta vald í­ gegnum tí­ðina. Þá kemur í­ ljós að forseti Íslands er einungis arftaki danska kóngsins! Hann hefur engin raunveruleg völd, bara formleg, og hans eina hlutverk er að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur reyndar tekist með ágætum, en lí­ka af því­ að forsetar hafa forðast það eins og heitan eldinn að taka opinbera afstöðu eða fjalla um mál, nema þau sem allir eru sammála um hvort eð er, sbr. skógrækt, fátækt, ofbeldi o.s.frv. Ólafur Ragnar hefur að ví­su hætt sér út í­ að tala um mál sem ekki er einhugur um s.s. öryrkjamálið og virkjun Kárahnjúka, EES o.s.frv. en þó aldrei gengið svo langt að berjast á nokkurn hátt fyrir sí­num sjónarmiðum. Frekar talað í­ föðurlegum umvöndunartón, enda hefur rí­kisstjórnin brugðist við eins og illa uppaldir götustrákar sem gengur ekkert að siða.
í hnotskurn er því­ málið þetta. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd. Sem sameiningartákn er hann knúinn til að vera lydda og tala virðulega um ekki neitt. Skynsamlegra er að hafa Vatnajökul eða Gullfoss fyrir sameiningartákn en manneskju. Hann er forn og úrheltur siður. Arftaki konungsveldis sem menn hafa ekki losað sig við vegna tilfinningatengdrar hefðar.
í raun er forsetinn bara þjóðkjörinn nútí­makóngur. Þ.e.a.s. það er verið að kjósa einhvern til að skrifa upp á lög (gagnrýnislaust), klippa á borða, heilsa öðrum þjóðhöfðingjum og vera fí­nn og æðri en afgangurinn af þjóðinni fyrir einaoghálfamilljón á mánuði. Ég sé ekki að það þurfi forseta til að gegna þessum hlutverkum. Mí­n vegna má forseti Alþingis skrifa upp á lögin, ráðherrar eða leikskólabörn eru tilvalin í­ að klippa á borða og ef það þarf að finna einhvern til að heilsa þjóðhöfðingja má ráða einhverja góðhjartaða konu í­ það í­ hlutastarfi (þarf varla að kosta meira en 50 þúsundkall á mánuði).
Forsetinn er bara tákn konungsveldis, stéttaskiptingar, forréttinda, auðnuleysis, tilgansleysis og kúgunar
Hins vegar er ég fylgjandi því­ að Forsetaembættinu væri breytt. Ef hér væri kosið sérstaklega lögjafar- og framkvæmdavald gæti forseti haft raunveruleg völd, skipað rí­kisstjórn, setið í­ forsæti hennar og þurft að bera sí­n lög til samþykkis hjá Alþingi. Slí­kur forseti væri hins vegar aldrei sameiningartákn, en til þess höfum við lí­ka Gullfoss og Geysi, Þingvelli og Snæfellsjökul og …..

107998680196542349

Þá eru í­búðarkaupamál komin á fullt og góður maður hjá Akureyrarbæ búinn að reikna út hvort við höfum efni á að kaupa nýja í­búð. Svo virðist ekki vera. A.m.k. miðað við þá í­búð sem hann reiknaði út fyrir okkur sem kostar nú bara 8 milljónir (Maður mundi samt bjóða í­ hana 7,6 – 7,8). Þá þyrftum við að greiða tæpan 30 þúsund kall af í­búðinni á mánuði m.t.t. vaxtabóta. Það rétt sleppur en þá er ekki gert ráð fyrir að við þurfum að taka bankalán til að borga einhvern 800 þúsund kall sem er umfram lánið frá íbúðalánasjóði. Við gætum sem sagt keypt okkur í­búð ef við ættum 800 þúsund kall, sem við auðvitað eigum ekki! Merkilegt að maður skuli geta greitt leigu hér upp á 65 þúsund á mánuði en 30 þúsund króna afborgun af í­búð er of mikið fyrir okkur samkvæmt þessum sjóði. Mannurinn sagði okkur samt að örvænta ekkert. Hjá bönkunum væri oft hægt að fá alls kyns reddingar og dreifingar sem geta minnkað greiðslubyrðina á mánuði. Þannig að við ætlum að tala við bankamanninn á morgun og athuga hvað hann segir. Getum við einhvern vegin fengið hjá honum 800 þúsund kallinn án þess að greiðslubyrðin okkar þyngist mjög mikið? Ef einhver þarna úti kann góð ráð þá endilega láta mig vita.

Svo er verið að röfla út af meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda. Allir vilja láta hækka þetta og færa rök fyrir máli sí­nu, að mannfjöldi á Íslandi hafi aukist frá því­ að viðmiðin voru sett og að menn sem ekki geta safnað 10.000 undirskriftum eigi nú bara ekkert erindi í­ framboð og það sé bara peningaeyðsla að leifa svoleiðis mönnum að bjóða sig fram. Allt er þetta svo borið fram í­ skjóli mikillar virðingar fyrir Forsetaembættinu. Sjálfur ber ég ekki mikla virðingu fyrir Forsetaembættinu, burt séð frá því­ fólki sem hefur gegnt því­ og er eflaust ágætasta fólk. Kannski er það þess vega sem ég set stórt spurningamerki við þessi skilyrði um meðmælendalista með öllum framboðum. Ég man að í­ menntaskólanum þurfti maður 10 nöfn á meðmælendalista til að fá að bjóða sig fram til Forseta. Þar voru um 900 nemendur svo kannski er þetta hlutfallslega svipað. Er hins vegar hægt að banna mönnum að fara í­ framboð bara vegna þess að þeir þekkja ekki 10.000 manns sem eru tilbúnir að kvitta upp á stuðningsyfirlýsingu? Eða 2.500? Persónulega finnst mér það vera réttur hvers manns í­ lýðræðisrí­ki að fá að bjóða sig fram, jafnvel þótt hann þekki engan sem finnst hann nógu flottur gæi (eða gella) til þess! Myndi þá ekki allt fyllast af einhverjum vitleysingum að bjóða sig fram? Jú, kannski. Og hvað með það? Það yrði þá lí­ka kannski hætt fjárhagslegum stuðningi rí­kisins við öll framboð hér á landi. Hvað á rí­kið með að greiða stjórnmálaflokkum þessa lands fullt af monní­ngi til að þeir geti haldið áfram að bjóða fram? Mér finnst það spilling! Auðvitað eiga allir að mega bjóða sig fram til forseta sem það vilja! ín þess að þurfa að afla eins einasta nafns á undirskriftalista! Það breytir því­ ekki að ég kem til með að sitja heima og virða þessar kosningar að vettugi. Þ.e.a.s. sýna þeim virðingu í­ réttu hlutfalli við mikilvægi þeirra. Þá virðingu sem þær verðskulda.

107982268295015097

Ekki mikið að frétta hérna norðan yfir heiðar. Ég er búinn að vera á fullu að færa skattframtalið. Sá svo að það var kominn einhver nýr hnappur inn á þetta hjá RSK -útreikningur- svo ég ýtti á hann og þá var mér sagt að ég þyrfti að borga 46 þúsund í­ skatt. Það finnst mér mikið miðað við hvað ég er fátækur. Á eiginlega bágt með að trúa þessu.

íðan skutlaði ég svo tengdaforeldrunum, mági mí­num og kærustunni hans í­ eitthvað St. Patrick’s day partý inn í­ Eyjafjörð. Verð svo að halda mér vakandi eitthvað fram á nótt til að sækja þau. Þau eiga það nú alveg inni hjá mér eftir allt sem þau hafa gert fyrir okkur hjónakornin. Þótt furðulegt sé hef ég ekkert meira að segja núna. Ætla bara að fara að klára skattframtalið, snyrta á mér skeggið og útbúa kjötskrokk sem á annað hvort að vera af gömlum sjálfdauðum hrúti eða ungu nauti.

107962227836356541

Þá hefur maður bara ekki bloggað í­ eina og hálfa viku. Svona blogglægðir geta stafað af tveimur ástæðum. Annað hvort hefur maður verið svo down að maður hefur ekki haft sig í­ að blogga eða þá að það hefur verið svo mikið að gera að maður hefur einfaldlega ekki komist í­ það og ekki nennt því­ þegar maður loks hafði tí­ma. Sem betur fer er um sí­ðari ástæðuna að ræða hjá mér. Svo er nefnilega mál með vexti að árshátí­ð skólans er að nálgast og ég hef verið með leiklistina á mí­num herðum alla eftirmiðdaga sí­ðustu vikur og hef bara ekki haft kraft í­ að blogga eitthvað. Svo eru strákarnir mí­nir búnir að vera veikir og konan lí­ka. Kvöldin hafa svo farið í­ að skoða í­búðir og horfa á 70 mí­nútur. Mikil skelfing var að fá þetta Popp Tí­ví­ hingað á Akureyri. Nú eru öll kvöld milli 10 og 1/2 12 upptekin. Maður er farinn að missa af Jay Leno út af þessu! Ég hef ekki einu sinni komist í­ að blogga kvöldmatinn en hef þó munað eftir að taka myndirnar. Ég skelli þeim inn í­ kvöld eða á morgun. Á föstudaginn sí­ðasta gerðist lí­ka svolí­tið skemmtilegt. Það var hringt í­ mig og ég spurður hvort ég vildi vera „memm“ á spilakvöld. Það var ég til í­. Man ekki hvenær var sí­ðast hringt í­ mig og ég spurður hvort ég væri til í­ að koma út að leika. Við spiluðum Kana langt fram á nótt úti í­ sveit og ég vann!!! Þeir biðja mig örugglega aldrei að spila aftur. Svo var ég að sækja um vinnu í­ dag. Það var nú kannski ekki gert af mikilli bjartsýni þar sem ég hef litla sem enga reynslu á viðkomandi sviði en við verðum bara að sjá til. Læt vita sí­ðar hvernig það gengur.
BBíB

107869785039994951

Sýningin á Ronju í­ dag var mjög merkileg. Til að byrja með klikkuðu ljósin eitthvað og þrí­r kastarar voru alltaf að blikka af og á alveg fram að hléi þegar ljósamanninum tókst loksins að laga það. Þetta var svona sýning með diskóljósum fram að því­. Þetta sást reyndar ekki svo mikið í­ björtu atriðunum þegar það er kveikt á næstum því­ öllum ljósum, en í­ atriðinu þar sem Ronja og Birkir eiga að hittast niðri í­ dimmum kjallaranum og eina ljósið er spot á þau, þá kom þetta mjög undarlega út með þessi þrjú ljós blikkandi stanslaust. Svo í­ mjög fallegu vorlagi þar sem við dönsum og syngjum um hvað vorið sé yndislegt þá leið yfir stelpuna sem spilar á flautu í­ hljómsveitinni. Ég var að ganga frá borði sem við notum í­ sýningunni þegar ég tók eftir því­ að hún lá bara flöt! Ég áttaði mig ekki strax á því­ hvað var að gerast en þegar ég sá skelfingarsvipinn á harmonikuleikaranum hélt ég að eitthvað skelfilegt hefði átt sér stað, greip stúlkuna og bar hana út af sviðinu. Þar tóku tvær konur á móti henni og ég sá að hún var að ranka við sér svo ég hljóp upp á svið og ætlaði að fara að halda áfram að dansa og syngja um vorið. Þá höfðu náttúrulega allir hætt þegar þetta gerðist. Maður var svo fastur í­ þessu: The show must go on! Ég hélt að leikritið hefði bara haldið áfram þó það liði yfir einn hljómsveitarmanna og einn ræninginn hlypi með hann út af sviðinu! (Stupid me…) það var samt fljótt ljóst að þetta var ekkert alvarlegt, fólki sagt að hún myndi jafna sig og svo hélt sýningin bara áfram. Þrátt fyrir þessar undarlegu uppákomur er ég ekki frá því­ að þetta hafi verið besta sýningin til þessa, a.m.k. hvað leik varðar, en vissulega verður hún lengi í­ minnum höfð! Og þetta var akkúrat sýningin sem ég bauð fjölskyldunni á! Annars allt fí­nt að frétta.

107852313154033241

Enn er ég dottinn í­ að stela hugmyndum frá Sverri svila en hann var með tengingu inn á þetta netpróf hjá sér:

If you only knew the power of the dark side.
Postatem obscuri lateris nescitis.
„You do not know the power of the Dark
Side.“ There are two possibilities: you
are a Star Wars geek, or you are unreasoningly
scary.

Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla
Jú ví­st er ég Star Wars aðdáandi, en hins vegar er ég þessa dagana með alskegg sem er orðið 3cm sí­tt, hár niður á herðar og gulleyrnalokka og urra mikið á fólk. Þannig að kannski er seinni skýringin lí­ka gild?

107852199871475404

Tengdaforeldrarnir fóru til Reykjaví­kur yfir helgina og við sní­ktum af þeim annan bí­linn. Svo hringdi viðgerðarmaðurinn í­ dag og tilkynnti að bí­llinn okkar væri tilbúinn, svo nú höfum við tvo bí­la yfir helgina! Sem er ágætis tilbreyting eftir þriggja vikna bí­lleysi. Þetta er lí­ka rándýr viðgerð og tengdóin ætla að lána mér fyrir henni, sem er mjög gott, en hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvenær ég get mögulega farið að greiða þeim til baka. Annars ætti maður ekki að vera að kvarta. Miðað við hvað bí­llinn var gerónýtur er ekki slæmt að fá nýja og minna keyrða vél með fylgihlutum, vinnu, smurningu, viðhaldi o.s.frv. fyrir um 130 þúsund. Þetta er í­ raun eins og nýr (notaður) bí­ll.

í þessari viku voru útivistardagar í­ skólanum og voru þeir notaðir til skí­ðaferða upp í­ Hlí­ðarfjall. í gær fóru strákarnir og Dagur kom allur krambúleraður og marinn til baka og hefur ekki getað hreyft á sér vinstri höndina sí­ðan. Skólahjúkrunarfræðingurinn segir að hann hafi marist og muni bólgna en það eina sem hann þurfi sé í­ raun að jafna sig á þessu. Ef hann verður ekki farinn að hreyfa höndina á sunnudaginn ætla ég samt að fara og láta kí­kja á þetta. Ég sagði honum að það hefði nú gerst nokkuð svipað fyrir mig þegar ég fór á skí­ði og Gulla hefur ví­st sömu sögu að segja frá því­ hún var pí­nd á þessi voðatæki. Kannski hví­lir bölvun á familí­unni? Skí­ðabölvunin ógurlega og hættulega!! Við verðum að sjá til hvort þetta komi lí­ka fyrir Kára, en í­ gær var hann bara á sleðanum sí­num og skemmti sér að sögn konunglega. Svo fór ég í­ fjallið í­ dag og það vildi ekki betur til en svo að tveir nemendur slöðuðust og þurfti að flytja þá með sjúkrabí­l niður í­ bæ. Þetta reyndist sem betur fer ekki vera mjög alvarlegt en annar þeirra var brotinn og hinn úr lið að mér skilst. Það vekur náttúrulega upp spurningar um hvort það sé í­ raun hlutverk skólanna að ýta nemendur út í­ svona exteme-sport eins og skí­ði? Foreldrar bera jú ábyrgð á börnum sí­num og ættu lí­ka að fá að ráða því­ hvort þau hætti lí­fi og limum í­ að geysast niður snarbratt fjall í­ harðfenni standandi á tveimur mjóum prikum á tugkí­lómetra hraða án nokkurs hlí­fðarbúnaðar.

107827088240440607

Vá, ég sá að Sverrir svili vara að telja upp staðina sem hann hefur búið á og þá fór ég að hugsa um allan þann aragrúa staða sem ég hef haft búsetu á á minni ævi. Hvað ætli þeir séu eiginlega margir?

1. Seljavegur 3a. Þangað til ég var þriggja ára
2. Miðvangur 53 Hafnarfirði. Þangað til ég var 14
3. ílfhólsvegur í­ Kópavogi. Man ekkert númer hvað og bara í­ nokkra mánuði.
4. Hraunbær 112 (minnir mig). Um sumarið fyrir 9. bekk
5. Fagrahlí­ð í­ Mosfellsbæ. Öðru nafni sumarbústaðurinn (bara í­ nokkrar vikur)
6. Sólvallagata 8. Mjög fí­nn staður. 10 herbergja í­búð (fjórar stofur og tvö baðherbergi)
7. Framnesvegur 29 (eða var það 27?)
8. Tjarnarból 8. Bjó þar meðan ég var í­ Menntaskólanum en svo kynntist ég konunni minni og flutti.
9. Laufásvegur (Enn man ég ekki númer hvað, en það var í­ húsinu á horninu hjá Njarðargötu).
10. Hrefnugata 6 (Norðurmýrin góður staður að búa á)
11. Eggertsgata 10. Hjónagarðarnir meðan ég var í­ þjóðfræðinni. Dásamlegt að búa þar.
12. Aldersrogade 81. Lí­til smáhola í­ Kaupmannahöfn sem við hýrðumst í­.
13. Istedgade 75. Notaleg í­búð en á subbulegum stað. Rétt hjá Isted Gay bar and Sauna!
14. Tjarnarból 8 (Inn á pabba og mömmu í­ smá tí­ma).
15. íshamar í­ Vestmannaeyjum. Man ekki númerið en það var búið í­ tveimur í­búðum í­ stigaganginum.
16. Strembugata 22, Vestmannaeyjum. Bjuggum inni á tengdó eitt sumar.
17. Gunnarsbraut 42. Aftur í­ Norðurmýrina, hví­lí­k dásemd. Meðan ég var í­ Kennó.
18. Eggertsgata 8. Leigðum á hjónagörðunum um sumarið áður en við fluttum út á land.
19. Kirkjuvegur 10, Hvammstanga. Æðislegt að búa á Hvammstanga ef það væri skóli þar!
20. Vallholt 19, Ólafsví­k. Hugguleg og notaleg í­búð en ekki hægt að hafa opna glugga vegna roks!
21. Snægil 10, Akureyri. Fí­n í­búð en nú er búið að segja mér henni upp svo ég þarf að flytja aftur.

21staður á 32 árum! Það er ekki illa að verki staðið. Vonandi get ég nú bara keypt mér eitthvað hér á Akureyri og búið þar næstu áratugi!