Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2005

110640451037157172

Ætli það varði ekki trend núna fram að sýningu á „Lóu, litlu“ að ég bloggi bara á laugardögum. Það eru æfingar öll kvöld og núna eru prófadagar í­ skólanum þannig að það er nóg að gera.
Af atburðum liðinnar viku er mér minnistæðast að Hollywood megrunarkúrinn er kominn á 40% afslátt í­ Hagkaup. Ætli það kaupi hann nokkur eftir sem áður fyrr en hann verður ódýrari en Trópí­?
Lí­ka kannski yfirlýsingagleði formanns samfoks í­ Fréttablaðinu í­ gær sem lýsir engu öðru en eindæma sárindum og vanlí­ðan. „Þið rusluðuð til í­ herberginu ykkar og þið fáið ekki borgað fyrir að taka til.“ Það er nú alveg spurning hver ruslaði til í­ því­ herbergi. En þessi kona er lí­klega alvön því­ úr sí­nu starfi að vinna þetta allt í­ sjálfboðavinnu (er annars borgað fyrir að vera formaður samfoks?) og finnst sjálfsagt að aðrir vinni lí­ka sí­n störf þannig. Borgarráð hefur meira að segja ákveðið að borga ekki fyrir vinnu við endurskipulagningu kennslu vegna verkfalls (vinna sem margir kennara voru búnir að vinna). Það er þá bara eins og það hefur verið. Kennarar eru orðnir vanir því­ að vinna stóran hluta sinnar vinnu kauplaust og að vaðið sé yfir þá af fordómum og skilningsleysi í­ samfélaginu. Engin breyting þar á augsýnilega.
Annars er Idol-stjörnuleit í­ gangi í­ sjónvarpinu á bakvið mig og mig undrar hvað þessir söngvarar eru allir slappir. Ef þetta er fólkið sem komst í­ 10 manna hópinn hvernig voru hinir þá? Svo er lí­ka áberandi hvað sumum er hampað meðan aðrir eru rakkaðir niður af þessari dómnefnd þótt báðir séu nákvæmlega jafn slappir. Sumir fá að heyra hvað þeir voru lélegir, meðan öðrum er sagt að þeir standi sig bara betur næst og að þeir hafi litið vel út. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert fylgst með þessu en ég sá þó eitthvað af sí­ðasta þætti lí­ka og mér sýndist þetta vera nákvæmlega eins þá.
Eitt mjög jákvætt er að þó að Ísland sé að fara að taka þátt í­ einhverju handboltamóti þá eru engin gí­fuleg læti byrjuð vegna þessa, yfirlýsingagleði og þjóðremba. Kannski er þjóðin loksins farin að átta sig á því­ að 6 – 12 sæti á alþjóðlegu móti er bara ágætis árangur fyrir Ísland á í­þróttasviðinu?
Ætli ég láti þá ekki staðar numið að sinni.

110582366292978300

Ég held að þeir sem reka sjónvarpsstöðvar í­ dag hafi ekki fattað alveg tilganginn með því­ að hafa þrjár sjónvarpsstöðvar. Það er til þess að maður geti skipt á milli ef manni finnst dagskráin ekki nógu skemmtileg. Mér finnst sjálfssagt að halda svona landssafnanir og allt svoleiðis en það strí­ðir gegn réttlætiskennd minni að neyða alla landsmenn til að horfa á hana. Enda fór ég út á ví­deóleigu og mér sýndist vera gí­furlega mikið að gera.
Kannski væri sniðugra að sjónvarpsstöðvarnar settu stillimynd á skjáinn og hótuðu að hafa hana þangað til safnast hefði einhver ákveðin upphæð. Það mætti jafnvel hugsa sér að fólk gæti boðið í­ dagskrárliði eins og núna eru greidd atkvæði fyrir lög á sumum rásum. Sá dagskrárliður sem safnaði mestu kæmist fyrstur í­ loftið o.s.frv. Þannig gætu áhorfendur ráðið dagskránni, það væri ekki það sama í­ gangi á öllum rásum og það myndi safnast peningur.
Strákarnir fengu hins vegar að velja fyrstu myndina sem við tókum á ví­deóleigunni þannig að ég ætla bara að vera í­ tölvunni á meðan þeir horfa á hana.
Mikið er annars Jóhannes í­ Bónus orðinn stór kall að bjóða bara 10 millur í­ jakkafötin hans Björgólfs og gefa honum þau svo bara, bara svona upp á djókið. Það hafa nú ekki allir efni á 10 milljón króna brandara. Svo verður Björgólfur náttúrulega að toppa hann. Þetta eru ekki lengur gjafir til góðgerðarmála heldur kallar í­ leik um það hvor sé stærra númer. Ætli þeir hafi ekki hrópað hvor á annan: „Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!“ í­ sandkassanum í­ gamla daga?
Það jákvæða við þetta er náttúrulega að fólkinu sem nýtur góðs af er nákvæmlega sama hvernig þessir peningar eru til komnir. Ég vona heitt og innilega að sem smæstur hluti þeirra fari í­ spillta stjórnmálamenn í­ viðkomandi löndum. Lí­ka að öll hin svæðin sem þurfa á aðstoð að halda gleymist ekki í­ fárinu út af þessu.
Ég var á leiklistaræfingu í­ gærkvöldi til u.þ.b. hálf tólf í­ Húsinu við Hafnarstræti og þegar ég kom út fann ég einhverja brunalykt í­ loftinu. Pældi svo sem ekki meira í­ því­ þá en heyrði í­ útvarpinu í­ dag að það hefði kviknað í­ út frá örbylgjuofni í­ í­búð við Hafnarstræti 100. Það fær mann til að hugsa um hvað maður hefur verið heppinn að lenda ekki í­ svona. Sem betur fer er allt morandi í­ reykskynjurum hérna hjá mér og slökkvitæki til staðar enda ekki vanþörf á í­ 99 ára gömlu timburhúsi.

110546580997758506

Við erum byrjuð að æfa leikritið „Taktu lagið Lóa“ í­ Freyvangsleikhúsinu. Æðislega gaman. Svo ætlar leiklistavalið uppi í­ skóla að setja upp leikritið „Þá var kátt í­ koti“ í­ vor en ég hef umsjón með því­. Það er því­ nóg að gera á leiklistarsviðinu.

Frá því­ um Jólin er búin að vera alveg skelfileg lykt hérna í­ tölvuskotinu. Við Gulla vorum farin að halda að það væri kominn fúkki í­ húsið eða að það væri eitthvað skelfilegt á seyði hérna niðri í­ kjallara fyrir neðan okkur. Það er nefnilega lokuð geymsla hérna fyrir neðan og aldrei að vita hvað gæti verið að rotna eða mygla í­ henni. Hins vegar komumst við að því­ núna um daginn að lyktin stafaði af forláta úlnliðsstuðningsgelpúða sem strákarnir gáfu Gullu í­ afmælisgjöf. Okkur létti stórum og það merkilega er að lyktin skánaði til muna þegar við vissum af hverju hún var.

110519938840328486

Það er alltaf gaman að fylgjast með auglýsingunum í­ blöðunum eftir áramótin. Búðir sem auglýstu hátí­ðarmat og konfekt af miklum móð fyrir hátí­ðirnar auglýsa nú af engu minni krafti en áður heilsuvörur og bætiefni. Lí­kamsræktarstöðvar, jógaklúbbar og í­þróttafélög auglýsa svo heilsuræktarátök, brennslunámskeið og hvað eina á fullu. í dagskrárblöðunum hérna á Akureyri er varla hægt að finna annað en auglýsingar af þessu tagi og Herbalifeliðið er skriðið út úr skápunum á nýjan leik og auglýsa mikla tekjumöguleika.
Undarlegt. Mér hefur margoft gefist kostur á að fara að selja Herbalife en það hefur aldrei nokkur maður reynt að selja mér efnið sjálft.
Það væri gaman að vita hversu margir falla fyrir þessum auglýsingum og byrja á einhverju svona lí­kamsræktar-, heilsufæðis- eitthvað, lí­ka hversu margir halda það út og eru ekki hættir innan þriggja mánaða. Þetta virðist vera stór hópur, miðað við allan auglýsingafjöldann, sem byrjar á þessu í­ janúar á hverju einasta ári en dettur út þar á milli. Verður maður samt ekki að vona að flestum gangi þetta í­ ár.
Sjálfum veitti mér ekki af því­ að losna við nokkur kí­ló og taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti, fara að hreyfa mig meira og svona. Verst hvað þetta hljómar allt skelfilega. Það er heldur ekki sniðugt að byrja of bratt á þessu held ég því­ þá gefst maður bara upp. í gærkvöld fékk ég mér eina skál af í­s og fékk mér svo ekki aftur þó í­sinn væri ekki búinn! Það er sigur og bæting af minni hálfu. Halda svona áfram!

110494685773335754

í miðju kennaraverkfallinu skrifaði Þráin Bertelsson bakþanka í­ Fréttablaðið þar sem hann lí­kti kennurum við gí­slatökumennina í­ Beslan. Þá varð ég sár. Ekki vegna þess að Þráni mætti ekki finnast verkfall slæm baráttuaðferð heldur vegna þess að mér fannst samlí­kingin ákaflega ósmekkleg.
Nokkru eftir kennaraverkfallið skrifaði Þráin svo aftur bakþanka og réðst í­ það sinn á trúleysingja og eignaði þeim nánast alla þá ókosti sem hingað til hafa einkum þótt einkenna ofsatrúarmenn, s.s. rasisma, ofstæki og siðleysi. (En eins og kunnugt er á nútí­ma siðferði einkum rætur sí­nar að rekja til upplýsingarinnar og húmanismans og er því­ mun frekar afleiðing minnkandi áhrifa trúarbragða en aukinna.) Þessari grein Þráins mótmæltu margir trúleysingjar og meira að segja trúarbragðafræðingar urðu til þess að leiðrétta orð Þráins um trúleysingja. Hann baðst enda afsökunar á þessu en aldrei baðst hann afsökunar á orðum sí­num um kennara í­ kennaraverkfallinu.
Það var því­ mjög ánægjulegt að lesa bakþanka Þráins í­ Fréttablaðinu í­ dag þar sem hann segir m.a.:
„…að virðing kennarastarfsins er á uppleið eftir því­ sem kennarar þurfa að aðlaga sig flóknari veruleika…“
Ég votta Þráni virðingu mí­na fyrir þetta. Og þá komum við einmitt að nýársheitinu mí­nu sem er eiginlega að fylgja að vissu leyti í­ fótspor Þráins.
Ég ætla að reyna að bæta sjálfan mig því­ batnandi mönnum er best að lifa.
Stór orð en ég vona að ég geti staðið við þau (hingað til hef ég aldrei náð að halda nýársheit). Enginn er hins vegar dómari í­ eigin sök og það verða aðrir að dæma um það að ári liðnu hvort markmiðið hafi náðst.

110468839480546760

Eftir að hafa í­hugað málið hef ég komist að því­ að árið 2004 var svokallað Annus Horribilis. Sérstaklega fyrir mig persónulega en lí­ka fyrir þjóðina held ég.

Það sem hæst ber í­ mí­nu eigin lí­fi er náttúrulega skelfilegt verkfall, vonlaus kjarabarátta og að hafa verið fórnarlamb mannréttindabrots og sjúklegra fordóma stórs hluta samfélagsins gagnvart þeirri starfsétt sem ég tilheyri. Þar að auki steypti ég mér í­ enn frekari skuldir, bæði með í­búðarkaupum og eins til að lifa af verkfallið.

Þjóðin situr hins vegar uppi með að siðleysinginn Halldór ísgrí­msson er orðinn forsætisráðherra og dómsmálaráðherra er maður sem hefur náð að stofna í­slenskan her og stefnir að því­ að stofna leyniþjónustu. Stærri stjórnarflokkurinn virðist hafa það helst á stefnuskrá sinni að skipa vini sí­na í­ feit embætti, hvort sem það eru dómarar, sendiherrar eða Landhelgisgæsluforstjórar. Helstu forsvarsmenn þess flokks telja lí­ka jafnréttislög vera barn sí­ns tí­ma og jafnréttismál gervimál. Undirlægjuflokkurinn reynir svo að apa eftir stóra bróður þegar kemur að því­ að velja „hæfasta“ fólkið í­ ráðherraembætti því­ það eru auðvitað karlar.

Á meðan hafa bankar og stórfyrirtæki haldið áfram að maka krókinn og nú er útrásin svo æðisleg að menn eins og Guðmundur Steingrí­msson sem ég held að sé skynsamur tala um að „við“ höfum verið að kaupa Magasí­n í­ Kaupmannahöfn. Ekki kannast ég við að hafa verið að kaupa neina búðarholu í­ Höfn. Mér finnst ákaflega undarlegt að fyllast einhverju stolti yfir því­ að einhverjir Íslendingar hafi náð að hagnast svo gí­furlega miðað við það sem áður þekktist að þeir eru farnir að fjárfesta talsvert í­ útlöndum. Jú, jú, gott fyrir þá, en það skiptir mig engu máli hvort eigandi Magasí­n í­ Kaupmannahöfn heitir Jón ísgeir eða Jan Olsen. Ég ber þó ákveðna virðingu fyrir Jóni ísgeiri umfram menn sem hafa aðallega hagnast á því­ að fá nánast gefnar þjóðareignir eins og bankana og hagnast á því­. Það verður gaman að sjá hver fær Sí­mann gefins.

Ég býst fastlega við því­ að árið 2005 verði gæfurí­kara en það ár sem er liðið enda þyrfti það að verða ansi slæmt til að slá því­ við. Ég geri ráð fyrir að Gulla fari í­ framhaldsnám og að ég ákveði loksins hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ég geri einnig ráð fyrir að ég þurfi ekki að flytja á þessu ári og vonandi ekki í­ nálægri framtí­ð heldur.

Að lokum eru svo að mótast nýársheit hjá mér sem ég held jafnvel að ég geti staðið við. Ég ætla að vinna aðeins betur í­ þeim áður en ég birti þau opinberlega.

110461887627746242

sem betur fer hlustaði ég hvorki á áramótaávarp forsætisráðherra né nýársávarp forsetans. hins vegar hef ég ekki komist hjá því­ að heyra vitnað í­ ýmislegt úr því­ sí­ðara. þó merkilegt sé virðast fréttamenn ekki hafa fundið nokkuð til að vitna í­ í­ ávarpi forsætisráðherra.
en forsetinn talaði sem sagt um mikilvægi þess að ná sátt um Menntakerfið. Það held ég að sé algerlega ómögulegt. Það er nefnilega svo misjafnt hvað menn vilja fá út úr því­ kerfi. foreldrar og kennarar, nemendur og væntanlega fræðimenn vilja að það sé mjög gott, í­ fremstu röð í­ Heiminum og helst ókeypis fyrir notendur, þ.e.a.s. hluti af Velferðarkerfinu. sveitarstjórnir vilja að það sé sæmilegt, uppfylli nauðsynlegar kröfur, notendur séu sæmilega sáttir og kosti sem minnst. rí­kisstjórnin vill helst ekkert af því­ vita, að landsmenn séu sem minnst menntaðir svo þeir séu ódýrt vinnuafl og forsetinn virðist hafa verið á þessari sömu skoðun í­ gegnum tí­ðina. hann setti t.d. lög á kjarasamning kennara á sí­num tí­ma til að liðka til fyrir svo kallaðri þjóðarsátt og svo skrifaði hann undir önnur lög nú um daginn til að taka grundvallarmannréttindi af kennurum. þegar svona maður talar um sátt um Menntakerfið get ég því­ ekki tekið hann alvarlega. allar hans gjörðir stangast á við þessi orð hans.
það sem fyllti mælinn var samt þegar talið var upp hverjir hlytu fálkaorðuna. þar var sem sagt að finna öðlinginn kristján þór júlí­usson sem hefur einungis verið þekktur fyrir upphlaup og blekkingar og svo lí­ka að brjóta Jafnréttislög. ég held að hans eina pólití­k sé að halda konum niðri.
í­ þessari bloggfærslu hef ég tekið upp þá nýjung að notast eingöngu við stóra stafi í­ orðum sem mér finnast eiga þá skilið. ég veit ekki hvort ég kem til með að halda mig við þetta en það gæti verið gaman að reyna. nýársheit bí­ða betri tí­ma.