Formúlan um helgina veldur mér blendnum tilfinningum. Mér þótti leitt að sjá Raikkonen falla úr leik á síðasta hring og ég verð að segja að Montoya veldur mér vonbrigðum. Á hinn bóginn þá hefði sigur Raikkonen undirstrikað yfirburði MacLaren og minnkað spennuna í mótinu. Það er ljóst að hann og Alonso eiga eftir að berjast …
Monthly Archives: maí 2005
111722761264544302
Ég er búinn að vera í vorferðalagi með 10. bekkinn síðustu fjóra daga. Æðislega gaman en það getur tekið svolítið á að koma rúmlega 30 unglingum í háttinn á kvöldin. Ég ætlaði samt ekki að blogga um þetta heldur nördast aðeins og spjalla um ósamræmið sem verið var að tala um á nýju og gömlu …
111680778741081921
Þá er Eurovison afstaðin og Grikkland vann. Ég hafði víst spáð þeim öðru sætinu. Ungverjaland sem ég hafði spáð sigri var bara einhversstaðar um miðjan hóp. Reyndar spáði ég Rúmeníu ofarlega og Moldavía stóð sig vel þó þeir kæmust ekki í topp fimm. Hins vegar voru lönd sem ég hafði enga trú á að slá …
111668713556348292
Formúlan í morgun var áhugaverð. Ég hef lengi haft lítið álit á kynninum því hann á það iðulega til að klúðra upplýsingum um það hvorn ökumanna liðsins er verið að sýna, hver sé á þjónustusvæðinu og jafnvel hefur hann ruglast á því hve margir hringir eru eftir af keppninni. Hins vegar vil ég segja að …
111654136627176193
Jæja, þá er það orðið ljóst að Ungverjaland, Rúmenía, Noregur, Moldavía, ísrael, Danmörk, Makedónía, Króatía, Sviss og Lettland komust áfram. Ég var búinn að spá því að Austurríki, Eistland, Ísland, ísrael, Króatía, Lettland, Noregur, Rúmenía, Sviss og Ungverjaland kæmust áfram. Þannig að ég hafði rétt fyrir mér með Ungverjaland, Rúmeníu, Noreg, ísrael, Króatíu, Sviss og …
111610682227642364
Síðasti Eurovisionþátturinn búinn og kominn tími til að fara yfir lögin. Bretland: Ekki veit ég nú alveg hvað Bretarnir eru að hugsa með þessu. Tyrkneskur hljómur og erótík. Það voru reyndar mun betri hljóðgæði á þessu á netinu en í þessu vídeói. ígætis popp og grípandi. Ég gef 3. Malta: Mikið rosalega syngur hún Chiara …
111600978159431999
Fyrst ég er byrjaður á persónuleikaprófunum þá er um að gera að hafa þetta með líka. You scored as Democrat. Democrat 100% Green 83% Anarchism 83% Socialist 67% Fascism 33% Communism 17% Republican 8% Nazi 0% What Political Party Do Your Beliefs Put You In? created with QuizFarm.com Það kemur mér samt á óvart að …
111600884844164535
Það er langt síðan ég setti síðast persónuleikapróf inn á síðuna en þetta fannst mér mjög skemmtilegt. Bæði vegna þess að ég er mikill Evrópumaður og niðurstaðan kom mér líka skemmtilega á óvart. Your Inner European is French! Smart and sophisticated. You have the best of everything – at least, *you* think so. Who’s Your …
111576241334939963
Mér sýnist nú á myndinni í Fréttablaðinu í dag að þessi íslenski öryggisvörður í írak sé nú bara hermaður. Hann var líka kallaður málaliði í útvarpinu. Auðvitað veit ég ekki hvaða orð er rétt að nota yfir þetta en hitt veit ég að flestallir þessir „verktakar“ sem eru þarna og er verið að taka í …
111557387342669050
Jæja, hvaða tíu lönd ætli komist nú áfram í úrslitakeppnina? Ég er eiginlega alveg viss um að það verða ekki þau tíu lönd sem ég gaf hæstu stigin. T.d. stórefast ég um að Finnar eða Danir komist áfram þó mér hafi líkað ágætlega við þessi lög. Best að fara skipulega yfir þetta. 5 stig: Ég …