Það verða tvö blogg í dag þar sem ég missti af Eurovisonþættinum í gærkvöld og var að horfa á hann áðan. Fyrst ætla ég samt að fjalla um formúluna.
Það var gaman að sjá Raikkonen taka þetta. Hann hafði samt e.t.v. of mikla yfirburði frá upphafiþví maður bjóst ekki við að MacLaren kæmu svona sterkir til leiks. Hins vegar virðast engir nema MacLaren hafa möguleika á að ógna Renault. Maður var að vona að Toyota næði því en þrátt fyrir að hafa átt sína bestu keppni hingað til þá náðu þeir ekki að skjóta Alonso ref fyrir rass. Ferrari, sem leit út fyrir að vera að komast í sitt gamla form í síðustu keppni, komu snautlega út í þessari og Bridgestone fær örugglega skammir frá þeim. Með þessu áframhaldi er þess ekki að vænta að Ferrari blandi sér í toppslaginn. Toyota á ekki eftir að verða í baráttunni við Alonso en Raikkonen gæti það þó svo að hann hafi e.t.v. komist of seint í gang. Maður verður bara að bíða og sjá til. A.m.k. er öruggt að Michael Schumacher eyðileggur ekki þetta tímabil fyrir manni eins og undanfarin ár.
Ég endurtek að mér finnst refsing BAR alltof ströng og í raun taka af þeim alla möguleika þetta tímabil. Þeir hefðu getað keppt við Toyota og Button er það góður ökumaður að hann hefði örugglega unnið sér inn stig í þessum tveimur keppnum sem hann missir af.
Svo verður bloggað um Eurovision seinna í dag.