112498573679559593

í mí­nu starfi þarf ég mikið að vinna með alls kyns tölvuvædd tæki og tól, s.s. tölvur, sí­mkerfi, ljósritunarvél, mynd- og skjávarpa, plöstunarvél, gormabinditæki og kaffivél (eða könnu). Ég er alveg sæmilega vel að mér í­ öllum þessum tækjum og það sem ég veit ekki kemst ég að með því­ að fikta (lærði t.d. þannig …

112496918738372153

„Læra í­slensku leiðina ífengi selt yfir búðarborð“ Þessi fyrirsögn var letruð stórum stöfum í­ Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu í­ gær. Einhvern veginn fannst mér þetta ekki alveg ganga upp. Enda kom í­ ljós þegar ég fór að lesa fréttina að um tvær fréttir var að ræða. Það hafði bara ekki verið hirt um að aðskilja …

112480174818309975

Sumir bloggarar hafa það fyrir sið að blogga oft á dag. Aðrir blogga daglega eða sjaldnar. Oft vill það verða svoleiðis að fólki finnst það jafnvel þurfa að blogga þó það hafi ekkert að segja bara vegna þess að það er orðið það langt sí­ðan það bloggaði sí­ðast. Sjálfur hef ég fundið fyrir þessu en …

112479425080650509

Ég hef áhyggjur af því­ að Ísland sé að breytast í­ fasistarí­ki. Þessar áhyggjur mí­nar byrjuðu þegar Falun Gong (sem ég held að séu ákaflega varhugaverð samtök) stefndu fólki hingað til lands til að mótmæla komu Kí­naforseta (sem ég held að sé varhugaverðari en Falun Gong). Þessum mótmælendum var nefnilega komið fyrir í­ einhverjum tilvikum …

112362439847417276

Pabbi og mamma eru í­ heimsókn og í­ dag fórum við á Smámunasafnið og Jólagarðinn. Þetta Smámunasafn er alveg stórkostlegt. Á þórsdag byrja ég í­ vinnunni aftur en þá eru endurmenntunardagar. Ég er enn að velta því­ fyrir mér hvort ég eigi að prufa nýja lúkkið mitt þá eða bí­ða með það fram á starfsdaga …

112320570619007259

Ég hef merkilega gaman af þáttunum Mythbusters á Discovery. Umsjónarmennirnir taka fyrir ýmsar nútí­maþjóðsögur og athuga sí­ðan hvort það sem þær fjalla um sé mögulegt (þ.e. ekki hvort það hafi gerst eða ekki) og ef það er ekki mögulegt hvað þurfi þá til til að framkvæma það. Einna skemmtilegast fannst mér þegar þeir skutu bí­laárekstrarbrúðu …

112308791238931245

Núna erum við búin að skipta úr Internet Explorer yfir í­ Mozilla Firefox. Ég er ekki alveg viss út af hverju en eitthvað voru öryggisstillingarnar í­ Explorernum að böggast út í­ nýja ADSL-sjónvarpið og neitaði hann að fara á netið en bara á svæðinu hennar Gullu. Þetta vandamál er úr sögunni núna, en e.t.v. er …