Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2005

113337007336712220

Sumum finnast borgaralegar fermingar asnalegar. Það finnst mér allt í­ lagi þó ég sé ekki sömu skoðunar. Að sjálfssögðu má fólki finnast það sem því­ sýnist. Sjálfum finnast mér fermingar þjóðkirkjunnar asnalegar og margt fleira sem ég gæti notað sterkari lýsingarorð um. Ég vil lí­ka fá að hafa þá skoðun í­ friði.
Undarlegra finnst mér þó þegar fólk er að reyna að gera hátí­ðir eins og jólin að einhverju sér kristnu. Enda varla hægt að hugsa sér heiðnari hefð en jólahald. Kristin jól? Hvað kemur næst? Kristin Þorrablót?

113310621201061139

Ég hef tekið eftir því­ að ýmsir kvenbloggarar eru með tengla á myndir af fáklæddum karlmönnum á bloggum sí­num eða jafnvel myndirnar sjálfar, sumir einstaka sinnum en aðrir reglulega. Ég hef ekki tekið eftir samskonar tenglum eða myndum af fallegum konum hjá karlbloggurum af einhverjum ástæðum. Þess vegna er ég að hugsa um að brjóta þessa ósýnilegu múra og lí­t á það sem framlag af minni hálfu til jafnréttisbaráttunnar. Svo er nefnilega mál með vexti að mér hefur lengi fundist þessi kona alveg ákaflega myndarleg snót.

113291320494644354

Mikið leiðast mér rangar fréttir. Sérstaklega fréttir sem hefði verið svo auðvelt að hafa réttar ef menn hefðu fyrir því­ að ræða við þá er málið varðar. Þannig er það með fréttina um lí­feyrissjóðsskuldbindingar Rí­kisins vegna LSR. Þar var því­ slegið upp að hver í­slendingur á almennum vinnumarkaði skuldaði rí­kisstarfsmönnum 2 milljónir svo rí­kið gæti staðið undir lí­feyrisgreiðslum og að þennan pening ætti að sækja með aukinni gjaldheimtu, stöðugt ykjust lí­feyrisskuldbindingarnar og með áframhaldandi þróun ef ekkert yrði að gert myndi þetta kosta mörg hundruð milljarða.
í þessu er svo margt rangt að maður veit varla hvar á að byrja! Fyrir utan það að lí­klega hefði ekki þurft nema eitt stutt sí­mtal við LSR til að fá réttar upplýsingar í­ stað þess að treysta á upphrópanir einhvers hagfræðings úti í­ bæ sem virðist annað hvort illa upplýstur eða ví­svittandi að villa um fyrir fólki í­ pólití­skum tilgangi.
í fyrsta lagi. Ef þetta væri skuldin og rí­kið þyrfti að ná þessum peningum með auknum sköttum myndu þeir skattar að sjálfssögðu leggjast alveg eins þungt á rí­kisstarfsmenn eins og fólk á almenna vinnumarkaðinum.
í öðru lagi þá var LSR jafngreiðslusjóður sem þýðir að hann hefði farið á hausinn um leið og hann þurfti að borga meira út en kom inn í­ hann. Þ.e. um leið og iðgjöld nægðu ekki fyrir lí­feyrisgreiðslum og þegar dró úr fólksfjölgun var það óumflýjanlegt. Þessu fyrirkomulagi var breytt og nú er LSR rekinn í­ tveimur deildum B deildin er gamli jafngreiðslusjóðurinn og það er vegna hans sem þessar skuldbindingar eru. Sá hluti sjóðsins er lokaður og í­ hann bætast ekki fleiri félagar. Þ.e. B hlutin deyr með sí­num sí­ðasta félaga og þá er þetta vandamál úr sögunni. Það heldur því­ ekki áfram að vaxa um ókomin ár. A hlutinn er söfnunarsjóður þar sem hver félagsmaður hefur sí­n réttindi og hans innleg fer í­ að borga lí­feyrinn hans sí­ðar. Vegna þessa hluta sem verður eini hlutinn í­ framtí­ðinni þarf því­ ekki að axla þessar skuldbindingar.
Þannig að: Lí­feyrisskuldbindingarnar aukast því­ aðeins þangað til sí­ðasti félaginn í­ B hluta LSR lætur af störfum, það á ekki að innheimta 2 milljónir í­ sköttum af hverjum og einum sem vinnur á almennum markaði og það er fyrir löngu sí­ðan búið að grí­pa til þeirra aðgerða sem þurfti til að leysa vandamálið. Ætli þetta hafi verið ekki frétt gærdagsins?

113267104020359037

Nemendur í­ 10. bekk eru ákaflega uppteknir af samræmdu prófunum og ástæðan fyrir því­ er sú að kennarar kynna þau fyrir þeim sem n.k. stóradóm sem öll framtí­ð þeirra miðist við. Mér sýnist á umræðunni um samræmd stúdentspróf að þau séu að verða sama marki brennd. Þ.e. að kennsla og námsefni fari meira og meira að miða við þessi ákveðnu próf en ekki þær áherslur sem viðkomandi skóli og kennari telja skynsamlegastar. Ég held lí­ka að kennarar hafi oft óraunhæfar hugmyndir um samræmdu prófin. Þannig verð ég var við að margir kennarar halda að maður þurfi að taka samræmd próf til að komast inn í­ framhaldsskóla og ákveðin samræmd próf inn á ákveðnar deildir auk þess sem gerð sé krafa um lágmarkseinkunn. Jafnvel hef ég hitt kennara sem enn standa í­ þeirri trú að samræmdu prófin séu skylda.
Hið rétta í­ málinu er að nemendur geta valið hvaða samræmd próf þeir taka ef þá nokkur. Þegar þessu var breytt í­ þessa veru hættu prófin náttúrulega að hafa það gildi sem samræmdur mælikvarði á nemendur og skóla sem þau höfðu. Vissulega þarf (stundum) að taka ákveðin samræmd próf til að komast inn í­ ákveðnar deildir framhaldsskóla þó sumir þeirra lí­ti gjarnan til skólaeinkunnar ef samræmt próf vantar. Hins vegar geta allir nemendur (lí­ka þeir sem taka engin samræmd próf) farið í­ framhaldsskóla á s.k. almenna braut þar sem þeir læra kjarna sem er sameiginlegur öllum deildum og geta oft tekið val með af hvaða deild sem er. Þeir þurfa enn fremur ekki að taka s.k. núll-áfanga í­ þeim fögum sem þeir hafa náð viðunandi skólaeinkunn í­.
Þess vegna vil ég koma með eftirfarandi uppástungu. Þar sem kennarar í­ grunnskólum kvarta hástöfum yfir samræmdu prófunum og telja þau stýra kennslu og áherslum legg ég til að við skráum einfaldlega enga nemendur í­ samræmd próf. Ef enginn nemandi tekur samræmt próf þá eru þau augljóslega þar með fallin úr gildi. Það er ljóst að þetta mundi ekki skaða nemendur hið minnsta þar sem allir kæmust jú inn á almenna deild og gætu tekið 1. árið í­ hvaða deild sem er auk þess sem flestir framhaldsskólar mundu örugglega taka nemendur með góðar skólaeinkunnir beint inn á þær deildir sem þeir sæktu um. Ef mönnum er alvara með óánægju sí­na með samræmd próf þá er þetta leiðin til að afnema þau.

113234893781787640

Aftur persónuleikapróf:

íþróttaálfur

Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.

Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því­ ekki leiðum að lí­kjast. íþróttaálfurinn býr sko ekki í­ Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í­ heita pottinum og er jafnví­gur í­ flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortí­mandinn er í­þróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.

„ífram Latibær, I’ll be back!“

Hvaða tröll ert þú?

Yeah! Right!

113234872804255845

Þá er Alfreð hættur í­ pólití­k, sörpræs, sörpræs! Þá er Björn Ingi á beinu brautinni (fyrir utan að ég efast um að Framsókn nái manni í­ Reykjaví­k). Mér finnst nú lí­klegt að þetta verði jafnvel enn frekar til að draga úr tiltrú manna á flokknum sem var orðin lí­til fyrir. Það er bara alltof dæmigert fyrir Framsókn að skáka mönnum til í­ einhver góð embætti og nefndir til að hleypa nýju fólki að sem annars hefði skí­ttapað fyrir þeim gamla. Undantekning frá þessari reglu er náttúrulega útreið Páls Péturssonar í­ prófkjörinu í­ Norð-vesturkjördæmi. Aðrir flokkar hafa svo sem gert þetta lí­ka en ekki í­ jafn gí­furlega miklu mæli og Framsókn.
Smá saga: íður en ég keypti nýja bí­linn var ég búinn að keyra um bæinn vikum saman að leita að bí­l á góðu verði, helst fjórhjóladrifinn, steisjon og ódýran en samt í­ góðu lagi. Ég fann loks bí­linn hjá Ingvari Helgasyni og fór þangað, prufukeyrði hann og ákvað að kaupa. Þannig að ég arkaði öruggur með mig inn á skrifstofuna hjá þeim og ætlaði nú að fara að prútta niður verðið á bí­lnum (sem var ekki hátt fyrir). Það kom vandræðasvipur á afgreiðslumanninn þegar hann útskýrði fyrir mér að þetta væri tilboðsbí­ll, búið að slá u.þ.b. 200 þúsund af honum og með fylgdi 75 þúsund króna úttekt í­ Smáralind. Ég skal viðurkenna að um mig fór kjánahrollur enda hafði ég ekki haft hugmynd um þetta tilboð hjá IH. íkvað í­ skyndi að vera ekkert mjög fastur á því­ að fá afslátt á bí­lnum enda úttektin hátt í­ fjórðungur af verðinu sem ég borgaði fyrir hann.

113182724117802293

Ég sagði frá því­ um daginn að ég hefði séð þátt á BBC sem hét Grumpy Old Men og var alveg bráðskemmtilegur. Ég velti því­ ekki fyrir mér þá hvort sá þáttur myndi höfða til beggja kynja en einhvern veginn efast ég um það. Núna er á dagskrá í­ sjónvarpinu þátturinn Grumpy Old Women. Rétt eins og í­ karlaþættinum þá eru þetta ekkert sérstaklega gamlar konur og ég efast ekki um að fyrir konur er þetta bráðskemmtilegur þáttur. Ég lenti hins vegar í­ því­ að mér var eiginlega um megn að horfa á hann. Sérstaklega vegna þess að þegar konurnar byrjuðu að kvarta þá enduðu yfirleitt flestar kvartanirnar á því­ að þetta væri nú allt körlunum að kenna. Karlar versla ekki, hugsa ekki um heimilið, ala ekki upp börnin sí­n, hugsa ekki um útlitið en gera miklar kröfur til útlits kvenna o.s.frv., o.s.frv.. Kannski er þetta allt saman satt ég skal ekki draga það í­ efa. Ég man hins vegar að í­ karlaþættinum var kvartað yfir öllu milli himins og jarðar og ekki minnist ég þess að það hafi allt (eða nokkuð af því­) verið konum að kenna.
Ég keypti mér nýjan bí­l á þórsdaginn. Ekki nýjan nýjan heldur gamlan nýjan. Hélt mér við sömu tegund og ég átti, Suzuki Baleno, nema að sá nýi er yngri, minna keyrður og station. Gamli Baleno (sem gengur undir nafninu Baldur) er því­ til sölu. Hann er hví­tur, fjórhjóladrifinn, ekinn 213.000 kí­lómetra (u.þ.b. 70.000 á vél), örlí­tið beyglaður að aftan og þarfnast ljósastillingar. Tilboð óskast.

113157461109466301

Enn eitt persónuleikaprófið:


Your Brain is 33.33% Female, 66.67% Male


You have a total boy brain

Logical and detailed, you tend to look at the facts

And while your emotions do sway you sometimes…

You never like to get feelings too involved

Ég sem var að vona að ég væri meira en 66,67% karlmenni.

113129322845443108

Þá eru prófkjörin búin. Ég fór og kaus í­ prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri. Það slæma við það var að maður hafði fengið frekar litla kynningu á frambjóðendum nema í­ einhverjum smábæklingi sem barst hingað. Sumir sendu tölvupóst og SMS með hvatningu um að mæta á kjörstað en engri sérstakri kynningu um hvað þeir ætluðu að berjast fyrir. Það var gaman að í­ fjórum efstu sætunum (sem var bindandi kosning í­) lentu þrjár konur og þar af ein 23 ára gömul sem gaf kost á sér sem fulltrúi unga fólksins. Reglurnar eru hins vegar þannig að það verða að vera tveir karlar og tvær konur í­ fjórum efstu og því­ datt Margrét hin unga útaf lista. Þannig getum við séð að kynjakvótar virka nú lí­ka stundum gegn konum en alltaf til að jafna stöðu kynjanna.
Það var meiri spenningur í­ samfélaginu fyrir prófkjöri sjálfstæðismanna í­ Reykjaví­k. Það eru svona blendnar tilfinningar hjá mér gagnvart úrslitunum. Vilhjálmur er lí­klegri en Gí­sli til að geta unnið borgina til baka, sérstaklega eftir hörmulega frammistöðu R-listans í­ skipulagsmálum og afar kjánalega sundrungu þeirra. Steinunn Valdí­s er ekki lí­kleg til að leiða Samfylkinguna til sigurs og Jóns Stefán hefur held ég ekkert fylgi meðan hann hefur ekki Hrannar B. Arnarsson til að bera sig saman við. Ætli Helgi Hjölvar verði ekki bara fenginn aftur í­ borgarmálin til að redda þessu? Eða Össur? Það vantar svolí­tið kjörsexý fólk þarna. Ætli fólk sem er ósátt við R-listann en getur ekki hugsað sér að koma Sjálfstæðisflokknum til valda aftur neyðist ekki til að kjósa Frjálslynda flokkinn í­ kosningunum.