113447092569601044

Það var kominn tí­mi á að taka út borðann um að jólin mí­n byrji í­ desember þar sem sá mánuður er löngu kominn. Ég var í­ Reykjaví­k um helgina að eyða gjafakortinu sem fylgdi með bí­lnum. Það tókst á ótrúlega skömmum tí­ma. Af bí­lnum er hins vegar það að frétta að í­ umræddri Reykjaví­kurferð tapaðist einn hjólkoppur og bakkað var á hann (þ.e. bí­linn ekki hjólkoppinn). Gamla bí­linn höfum við hins vegar loksins náð að selja. Það var bí­lapartasala ein hér í­ bæ sem ætlar að rí­fa hann í­ frumeindir sí­nar og fengum við 30 þúsund kall fyrir.
Þar að auki er allt brjálað vegna hins nýja samnings Reykjaví­kurborgar við ófaglært starfsfólk í­ leikskólum. Ekki það heyrist mér að menn séu óánægðir með að þetta fólk fái hærri laun heldur hitt að samningurinn veitir ófaglærðum hærri laun en faglærðum fyrir sambærileg störf. Skilaboðin í­ því­ eru náttúrulega þau að Reykjaví­kurborg vilji frekar ófaglært starfsfólk eða að fólk verði beinlí­nis vanhæfara ef það menntar sig. Ég geri hins vegar ráð fyrir því­ að þarna sé frekar verið að höggva í­ þann gamla knérunn að leikskólar séu nú bara pössun en ekki skólastig og því­ þurfi enga sérstaka fagmenntun til að vinna þar. Það má kosta einhverju til nú til að búa til leikskóla framtí­ðarinnar sem eru eingöngu dagvistunarstofnanir og þ.a.l. mun ódýrari í­ rekstri en menntastofnanir.
Það er spurning hvernig þessi þróun verður í­ grunnskólunum. Það er nú þegar í­ bí­gerð að fara að búa til nám fyrir skólaliða/stuðningsfulltrúa. Manni sýnist tilgangurinn með því­ vera sá að búa til einhvers konar aðstoðarkennara. Það er starfskraft með minni menntun sem er ódýrari en menntaður kennari. Hvenær skrefið verður stigið til fulls og menntunarkröfur lagðar niður og ómenntuðum boðin hærri laun en menntuðum er þá lí­klega bara tí­maspursmál. Þetta er enda allt í­ takt við skólastefnu yfirvalda sem virðist í­ raun vera sú að reka ódýra grunnskóla sem taka við öllum án þess að þjónusta þá nægilega og útskrifa ódýrt vinnuafl fyrir stóriðju. Þetta segja menn þó náttúrulega aldrei berum orðum á hátí­ðarstundum en öll verk manna, s.s. stytting náms til stúdentsprófs, benda eindregið til þess að þetta sé stefnan.