Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2006

114044022030380675

Þá er undankeppni Eurovision búin og að sjálfssögðu vann Silví­a Nótt. Ég var nú búinn að halda því­ fram að þessi undankeppni væri hálf tilgangslaus þar sem útséð væri um sigurvegarann. Hins vegar vann lagið með Regí­nu á við hlustun. Á móti kemur að það hefur sýnt sig að það borgar sig ekki að senda lög sem vinna á við hlustun. Til hamingju Ísland virkar strax í­ fyrsta sinn sem maður heyrir það og það er það sem þarf. Ég á von á því­ að því­ gangi því­ ágætlega í­ Aþenu.

Svo sá ég nýja skoðanakönnun í­ Fréttablaðinu þar sem Samfylkingin réttir ærlega úr kútnum og Vinstri grænir missa fylgi. Ekki kann ég neinar skýringar á því­ og sé ekki hvað gæti valdið þessu. Nema að VG missi fylgi um leið og Steingrí­mur fer af þingi. Hann er hins vegar búinn að vera sæmilega áberandi í­ fjölmiðlum þrátt fyrir það. Stjórnin heldur samt naumum meirihluta og ef kosninganiðurstöður yrðu eitthvað í­ lí­kingu við þetta gæti orðið erfitt að mynda stjórn. Enn er þó of langt til kosninga til að þessi niðurstaða sé tilefni til nokkurs annars en skemmtilegra vangaveltna um pólití­kina í­ landinu.

Kardimommubærinn verður frumsýndur í­ Freyvangsleikhúsinu á laugardaginn og þetta er allt að skrí­ða saman þessa dagana. Ekki nema örfáir sem eru ekki enn öruggir á textanum sí­num. Sviðsmyndin er alveg rosalega flott en lí­klega hefði mátt leggja meira í­ búningana. Svo kom Steini frá Höfn til að hanna ljósin fyrir okkur og hann er náttúrulega snillingur. Þetta er fjölskyldusýningin á Norðurlandi í­ ár.

113986237756896312

@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/main.css);
@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/1.css);
div.b-mobile {display:none;}

 
Kosningarnar í­ Háskólanum voru undarlegar. Þegar ég var í­ Háskólanum ’92 – ’95 þá var Röskva við völd og ekki fyrirsjáanlegt annað en hún yrði það áfram enda eru konur nú í­ meirihluta háskólanema og allar kannanir benda til að þær séu frekar vinstrisinnaðar en karlar. Það væri eflaust hægt að gera félagsfræðilega rannsókn á þessari hægrisveiflu í­ Háskólanum því­ hún er illskiljanleg. Það er t.d. hægristjórn við völd í­ landinu sem hefur haldið skólanum í­ fjársvelti og haldið á lofti hugmyndum um einkarekna háskóla og nú spretta upp gervi-einkaskólar sem keppa við Hí án þess að sinna rannsóknum svo neinu nemi. Samt sem áður eru Háskólastúdentar til hægri meðan hægristjórn grefur undan skólanum þeirra.
Háskólalistinn berst svo fyrir því­ að kosið sé um einstaklinga í­ Stúdentaráð eins og tí­ðkast í­ öðrum stéttarfélögum (er SHí stéttarfélag?) og vissulega sýnist það við fyrstu skoðun góð hugmynd. Þó þyrfti að kjósa formanninn sér ef slí­kt fyrirkomulag yrði tekið upp. Hins vegar eru helstu rökin fyrir þessu að óeðlilegt sé að u.þ.b. helmingur Stúdentaráðs sé óvirkur meðan meirihlutinn ráði öllu. Listakosningar þurfa hins vegar ekki að þýða það. Þær þýða einfaldlega að meirihlutinn á formenn nefnda og meirihluta fulltrúa í­ þeim. Ég var í­ fulltrúi minnihlutans í­ Snæfellsbæ í­ menningarnefnd og ég varð ekki var við að ég væri óvirkur eða tæki ekki jafnan þátt í­ skipulagi og slí­ku og Sjálfstæðisfólkið. Ég býst við að flest mál sem Stúdentaráð starfar að séu þess eðlis að allir fulltrúar í­ nefndum ættu að geta verið virkir. Meirihlutinn ræður hins vegar stefnumótun og er ábyrgur fyrir niðurstöðunum. Einstaklingskosningar gætu þýtt að þessi stefna væri óskýr og jafnvel enginn stefna þar sem hver stjórnarmaður hefði sí­na eigin málefnaskrá.
Annars veit ég ekki. Ég er ekki í­ Háskólanum núna en ég hefði samt pottþétt kosið Röskvu ef ég hefði verið það. Þó ekki væri út á annað en ístrí­k og Steinrí­k. Notar Röskva þá félaga annars ennþá? Posted by Picasa

113986012590754656

Þá er prófkjörinu í­ Reykjaví­k lokið og ég hef ekkert bloggað um það. Sem betur fer bý ég ekki í­ Reykjaví­k því­ ég hefði ekki getað ákveðið hvort þeirra Dags eða Steinunnar ég ætti að setja í­ fyrsta sætið en Stefán Jón hefði ég pottþétt strikað út. ínægjuleg niðurstaða að hann sé neðstur af þeim þremur.
Ég var með Degi í­ menntaskóla og veit að hann er duglegur, heiðarlegur og ábyrgur. Hans akkilesarhæll er kannski að framkvæma of fljótt. Ég man að þegar ég var forseti Framtí­ðarinnar og hann Inspector Scholae ákvað hann að halda upp á 145 ára afmæli MR (don’t ask me why) og skipulagði heljarinnar veislu og gaf út hátí­ðarblað án þess að láta okkur í­ Framtí­ðinni einu sinni vita. Hátí­ð og blað um MR er nú eiginlega vita tilgangslaust ef Framtí­ðin er ekki í­ því­.
Steinunn var sí­ðust í­ könnunum lengi vel en vann á þegar leið að prófkjörinu. Ég leyfi mér að halda að það sé vegna þess að hún lagði áherslur á það sem hún hefur gert sem borgarstjóri og stefnumál í­ framtí­ðinni. Það a.m.k. olli því­ að ég hefði ekki getað gert upp á milli þeirra.
Slæmu fréttirnar finnast mér eiginlega hvað Sigrún Elsa Smáradóttir kemur illa út en mér finnst hún hafa staðið sig feiknavel upp á sí­ðkastið.
Annars sýnist mér listinn sigurstranglegur en hlutfallið á milli kynjanna er e.t.v. svolí­ðið skakkt. Tveir karlar og fjórar konur í­ sex efstu sætunum. Ef Dofri og Stefán Jóhann komast inn þá er hlutfallið jafnt og Samfylkingin komin í­ meirihluta en það gerist nú lí­klega bara í­ blautustu draumum Samfylkinga þessa dagana.

113932038361653795

Notify Blogger about objectionable content.
What does this mean?

blogspotInit();

 
Þrátt fyrir að vera mikill Eurovision aðdáandi þá hef ég ekki horft á neinn undanþáttanna í­ sjónvarpinu. Ég veit ekki heldur hvort ég get horft á úrslitaþáttinn en það ætla ég samt að gera ef ég verð ekki upptekinn. Þrátt fyrir þetta hef ég náð að horfa á fjögur lög. Tvö sá ég í­ sjónvarpinu; Það var lagið og Mynd af þér. Bæði þessi lög voru léleg að mí­nu mati. í það fyrra vantaði grí­pandi laglí­nu og útsetningin var mjög leiðinleg. Hið sí­ðara vantaði einfaldlega karakter og er ákaflega óeftirminnilegt, svipað og lagið sem var sent í­ fyrra. Birgitta er voðalega sæt og allt það en það er bara ekki nóg. Sí­ðan hef ég lí­ka séð Til hamingju Ísland og Þér við hlið. Ég fór á vef Rí­kissjónvarpsins og tékkaði á þessum tveimur þar sem ég hafði heyrt að fólki lí­kaði almennt best við þau. Lagið sem Regí­na syngur er mjög fallegt og flott. Ég myndi samt gera meira úr karlakórnum og endurskoða aðeins ýlið í­ söngkonunni í­ lokin. Hins vegar vantar þetta lag tilfinnanlega það sem hitt lagið hefur. Silví­a Nótt hefur nefnilega útgeislun, hún á eftir að vera glyðruleg og það selur og lagið er þannig að maður fer að raula með, ekki eftir að hafa heyrt það nokkrum sinnum, ekki einu sinni eftir að hafa heyrt það einu sinni, heldur á meðan maður er að hlusta á það í­ fyrsta sinn. Þetta er sigurlagið að mí­nu mati og alveg út úr kú að ví­sa því­ úr keppni þó einhverjir óprúttnir aðilar hafi lekið því­ á netið. Ég efast um að Þorvaldur eða aðrir honum tengdir hafi komið nálægt því­ enda lagið svo augljós sigurvegari keppninnar að enginn þeirra græðir á þessum leka. Hins vegar vona ég að enski textinn verði eitthvað burðugri en sá í­slenski. Mér finnst lí­ka alltaf hálf kjánalegt að minnast á Eurovision í­ texta Eurovision-lags.
P.S. Ég kalla keppnina Eurovision upp á erlendan máta þar sem mér finnst ótækt að í­slenska annan hluta orðins en ekki hinn og kalla Evróvision. Annað hvort verða menn að fara alla leið og kalla þetta Evrósýn eða bara sleppa þessari í­slenskun. Svo er lí­ka hægt að tala um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Posted by Picasa

113889055678126023

„Þú ert það sem aðrir telja að þú sért“ hljómar einhver speki og lí­klega er margt til í­ því­. A.m.k. hlýtur fólk að hafa einhverja ástæðu fyrir því­ áliti sem það hefur á manni. Ég rakst á þessar spurningar hjá ísgeiri Páli (tengill til hliðar):
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í­ einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í­ einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig sí­ðast?
14. Hefur þig einhvern tí­mann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Þar var fólk beðið um að svara spurningunum í­ kommentakerfið. Það finnst mér sjálflægt í­ meira lagi en átta mig jafnframt á því­ að fáir eru sjálflægari en ég. Ég er því­ að hugsa um að varpa sömu beiðni fram. Endilega svarið spurningunum í­ kommentakerfið.

113879732279618486

Lí­klega verður ekki hjá því­ komist að taka afstöðu til stóra teiknimyndamálsins lengur miðað við hversu mjög það virðist ætla að vinda upp á sig. Eins og ég hef áður tekið fram þá er ég trúleysingi og leyfi mér að hafa skoðun á trúarbrögðum og gagnrýna þau fyrir það sem mér finnst slæmt við þau. Hins vegar finnst mér óþarfi að vera að draga dár að fólki fyrir trúarskoðanir nema þar sé beinlí­nis um stórhættulega hluti að ræða s.s. Scientology, skammtalækningar og fleira í­ þeim dúr. Hins vegar eru það grundvallar réttindi í­ vestrænu samfélagi að ekkert sé svo heilagt og varið að ekki megi tjá sig um það opinskátt og jafnvel með grí­ni. Þess vegna get ég alls ekki fordæmt teiknimyndirnar sem birtust í­ Jyllandsposten. Svo má deila um hvort myndirnar hafi verið smekklegar, af hvaða hvötum þær voru birtar o.s.frv. Ég sé ekki ástæðu til að fordæma þær þó svo að þær beri fyrst og fremst vitni um innflytjendaandúð í­ Danmörku frekar en málefnalega gagnrýni á í­slamska ofstækismenn. Ég held að stjórnmálamenn í­ Danmörku gerðu betur í­ því­ að lí­ta á það vandamál og reyna að eiga við það heldur en að standa í­ því­ að verja myndirnar eða fordæma þær. Fólk á að fá að tjá skoðanir sí­nar á allan löglegan máta, lí­ka vondar skoðanir. Þá verða hinir bara að útskýra af hverju skoðunin er vond en ekki fjargviðrast yfir birtingarmyndinni.
Svo er Þorsteinn Pálsson orðinn ritstjóri á Fréttablaðinu. Það verður gaman að sjá hvernig það gerir sig. Ætli umfjöllun Björns Bjarnasonar um Baugstí­ðindi breytist eitthvað við þetta? Ég hef alltaf haft ákveðið álit á Þorsteini og sýnist í­ fljótu bragði sem ritstjórarnir tveir sem stýra blaðinu séu skemmtilegar andstæður um margt og Fréttablaðið ætti að geta verið frjótt og skemmtilegt undir þeirra stjórn. Þetta verður tí­minn samt að leiða í­ ljós.