Ætli ég verði ekki að endurskoða það sem ég sagði í síðustu viku um formúluna. Síðasta keppni var vissulega mjög skemmtileg en ekki réttlætti hún ummæli mín. Renault og þá sérstaklega Alonso hafði verulega yfirburði og ljóst að ekkert lið í dag er með tærnar þar sem þeir hafa hælana. McLaren á möguleika á að ná þeim ef þeir bæta í á næstu vikum. Ferrari voru heillum horfnir og hvorki Honda né Williams eiga nokkuð í þessi tvö lið. Eins og er virðast því Renault vera lang bestir og McLaren lang næstbestir. Ég á ekki von á því að Toyota nái að halda þeim árangri sem þeir náðu í ístralíu. Barichello er hins vegar alveg að klúðra málum hjá Honda og merkilegt hvað hann er miklu slakari en Button.
Núna kemur langt formúluhlé en að því loknu verður spennandi að sjá hvort eitthvað hafi breyst.