Frá því um miðjan nóvember hef ég verið í DDV (De Danske vægtkonsulanter) og verið að reyna að glíma við aukakílóin. Jafnframt því hef ég haldið dagbók á netinu en samt meira bara svona fyrir sjálfan mig. í vigtun í dag kom hins vegar í ljós að ég er meira en hálfnaður miðað við upphaflegt markmið og því hef ég ákveðið að gera þessa dagbók opinbera til að halda mér betur við efnið í síðari hálfleik. Staðan í dag er því sú að ég hef farið úr 127 kílóum í 103,5. Það er þyngdartap upp á 23,5 kíló. Vonandi gengur jafn vel með það sem eftir er niður í kjörþyngd. Opinberunin felst nú ekki í öðru samt en að setja tengil á hana hér við hliðina