fyrir BYR. Þegar ég var í menntaskóla stofnaði ég reikning í Iðnaðarbankanum vegna þess að það var útibú beint á móti skólanum mínum. Ég hafði svo sem ekki yfir neinu að kvarta í þeim viðskiptum. Síðan sameinaðist Iðnaðarbankinn Verslunarbankanum, Alþýðubankanum og útvegsbankanum og til varð Íslandsbanki sem nú heitir Glitnir. Mjög fljótlega fór að bera á skítlegu eðli þess fyrirtækis og eftir að ég og konan mín ákváðum að hafa fjármál okkar ekki aðskilin færði ég mig yfir í Spron þar sem hún var í viðskiptum. Þar lét ég leggja inn laun mín þangað til ég fór að kaupa mér íbúð á Akureyri. Þá var ekki nógu hentugt að vera í viðskiptum við SPRON sem Kaupþing er búið að kaupa núna, heldur færðum við hjónin okkur yfir til Sparisjóðs Norðlendinga. Við höfum í raun ekkert þurft að kvarta yfir þjónustunni þar. Hún hefur verið eins og í flestum öðrum bönkum. Síðan gerðist það að Sparisjóður Norðlendinga sameinaðist BYR og nú ætlar Glitnir að kaupa BYR. Þá lítur út fyrir að ég verði aftur kominn í viðskipti við þetta skítafyrirtæki sem ég flúði fyrir mörgum árum síðan. Það líst mér ekki á. Mér líst heldur ekki á að þurfa að eiga við Kaupþing eða Landsbankann og ég treysti því ekki að færa mig yfir til einhvers huggulegs sparisjóðs eins og Sparisjóð Húnaþings-vestra, þar sem ég á reikning, eða Sparisjóðs Ólafsfjarðar, þar sem BKNE hefur sinn reikning, vegna þess að maður veit aldrei hvenær einhver hinna stóru og ljótu kaupa þá. Hvað er hægt að gera ef maður vill ekki vera í viðskiptum við þetta lið en er með lán, greiðslukort, greiðsludreifingu o.s.frv. Er maður fastur í neti bankanna eða er hægt að flýja einhvert?
(Sögnin að byrja þýðir upphaflega að fá byr í seglin).