Tenging við Fediverse (Mastodon og fleira)
Þessi færsla er eiginlega meira til að prufa hvernig tengingin milli þessa bloggkerfis og hins svokallaða Fediverse virkar. Milliliðurinn er staðall sem kallast Activity Pub.
Vefsamfélag í mismikilli virkni
Þessi færsla er eiginlega meira til að prufa hvernig tengingin milli þessa bloggkerfis og hins svokallaða Fediverse virkar. Milliliðurinn er staðall sem kallast Activity Pub.
Óli Gneisti Twitter Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, hann Guðlaugur Þór, tjáði sig um yfirstandandi þjóðarmorð og notaði orðin “hræðilegt” og “sorglegt”. Ekki um þessi fjöldamorð. Það sem Guðlaugi Þór fannst svona sorglegt var að einhver hefði kastað glimmeri á núverandi utanríkisráðherra. Hann velti líka fyrir sér möguleikanum að einhverju verra hefði verið kastað yfir flokksfélaga sinn, … Halda áfram að lesa: Sorglegt og hræðilegt glimmer
Þáttur um heimsókn Neil Gaiman á Iceland Noir og upplifun Óla Gneista á hátíðinni
Fyrr á árinu var tilkynnt að Neil Gaiman kæmi á Iceland Noir. Ég velti fyrir mér hvort það væri í alvörunni réttlætanlegt að kaupa miða fyrir rúmar tuttugu þúsund krónur af því ég væri hrifinn af einum rithöfundi. Lausnin var einföld. Ég ákvað að kynna mér sérstaklega verk þeirra höfunda sem voru að koma. Ég … Halda áfram að lesa: Neil Gaiman á Reykjavík Noir
Það hefur verið svo mikið vesen með Ender 3 Pro þrívíddarprentarann minn undanfarið að ég var næstum búinn að gefast upp. Það eru komnir fram hraðvirkari prentarar og ég far næstum búinn að falla fyrir þeim. Þegar ég las mér betur til kom í ljós að nýju prentararnir nota lokaðan hugbúnað sem er slæmt, sérstaklega … Halda áfram að lesa: Þrívíddarprentarauppfærslur og prentun
Þegar Elon Musk keypti Twitter sagði ég eitthvað á þá leið að versta sem gæti gerst væri að við myndum bara öll hanga þarna meðan hann gerði sitt besta til að níðast á minnihlutahópum. Á fyrsta mánuði sínum hleypti Musk aftur inn fólki sem hafði stundað allskonar hatursáróður og fór síðan að banna andfasista og … Halda áfram að lesa: Farinn af Twitter
Í gær gerðist það óvænt að Raspberry Pi stofnunin varð aðalpersónan á Mastodon. Það er áhugavert að mörgu leyti og kannski sérstaklega vegna þess að það sýnir hvernig þessi vettvangur er öðruvísi. Raspberry Pi er tegund af smátölvum sem hafa verið notað í ótal verkefni. Það er hægt að nota þær sem sjónvarpstölvur, vefþjóna, skrármiðlara, … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon
Í stuttu máli: Notaðu Mastodon. Það virðist vera flókið en það er bara öðruvísi. Flest lærist með því að nota kerfið í smá tíma. Það er góður kostur fyrir Íslendinga að skrá sig á loðfíll.is. Nú þegar Twitter er farið að molna vegna stjórnarhátta og stefnu Elon Musk eru margir að huga að flutningum. Hvert? … Halda áfram að lesa: Hvers vegna Mastodon?
Umfjöllun um ævi og feril Neil Gaiman með sérstakri áherslu á The Sandman.
Þessar löngu ferðasögur sem ég skrifa eru aldrei vinsælustu bloggfærslurnar mínar. En ég veit að það eru nokkrir sem lesa og hafa ánægju af frásagnarstíl mínum. En í þessu ferðalagi sem ég er að skrifa um hér fór sonur minn að tala um það sem ég skrifaði um London-ferðina um daginn. Ég brást við með … Halda áfram að lesa: Fjölskyldan til Svíþjóðar 2022
Það var fyrir næstum tveimur og hálfu ári að tilkynnt var um tónleikaferðalag eftirlifandi meðlima Queen með söngvaranum Adam Lambert. Við ræddum möguleikann á fjölskylduferð á tónleika en þar sem tal um ákveðinn vírus var farið að verða áberandi ákváðum við að sleppa því þá. Það fór líka þannig að tónleikaferðinni var frestað. Fyrst um … Halda áfram að lesa: London 2022
Þegar afrískt fólk var hneppt í þrældóm og sent til Ameríku var það svipt menningu sinni. Þrælahaldarar vönduðu sig við að halda fólki sem þekktist eða talaði sama tungumál aðskildu. Þannig var auðveldara að berja niður alla andspyrnu. Fólkið var svipt nöfunum sínum. Við vitum sjaldnast hvað það hét áður en því var rænt og … Halda áfram að lesa: Nafnið skiptir máli
Kristján frændi minn Gunnþórsson er látinn. Flest orðin sem mér dettur í hug til að lýsa honum innihalda orðið „góður“ í einhverri mynd. Góðlegur, góðviljaður, bóngóður og svo framvegis. Ég upplifði hann sem mann sem leið best þegar hann gat hjálpað fólki. Akureyringar kannast örugglega margir við nafnið hans og ótrúlega stór hluti þeirra hafa … Halda áfram að lesa: Kristján Gunnþórsson (1945-2022)
Eldri sonurinn er að æfa sig á hljómborðinu sínu með forriti sem heitir Simply Piano. Hann þarf því að hafa símann sinn þar sem hann getur séð hann. En hvernig á að gera það? Lukkulega var ég rétt að klára uppfærslu á þrívíddarprentaranum mínum. Á Thingiverse fann ég hlut sem hægt er að smella á … Halda áfram að lesa: Símastandur á hljómborð (þrívíddarprent)
Forsetatíð Donald Trump varð til mikilla deilna um hvers eðlis pólítík hans væri. Var þetta lýðskrum? Var þetta fasismi? Var þetta bæði? Þegar stuðningsfólk hans réðist á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 má segja að svarið hafi endanlega fengist þó líklega hafi það aldrei verið sérstaklega vel falið.
Desmond Tutu barðist gegn aðskilnaðurstefnunni í heimalandi sínu. En hann var margbrotinn. Barátta hans var ekki bara gegn einu formi kúgunar heldur kúgunar í breiðu samhengi. Í þessum þætti (eða bloggi ef þú kýst frekar texta) fer Óli yfir feril erkibiskupsins og bendir á nokkur atriði sem gætu orðið útundan í minningargreinum sem eru nú að birtast.
Nýlega kom nýtt uppistand með Dave Chappelle á Netflix. Þar eyðir Chappelle miklu púðri í að tala um transfólk og auðvitað skapaðist mikil umræða um málið. Aðdáendum grínistans fannst þetta allt alveg frábært. Ætli Óli sé sammála?
Vefurinn er undir sífelldri árás stórfyrirtækja sem vilja stjórna honum. Þessi fyrirtæki vilja taka það sem er opið og aðgengilegt og loka það inni. Á tímabili voru blogg öflugur hluti vefsins en samfélagsmiðlar hafa nú náð stjórn á dreifingu efnis. Hvað er til ráða?
Árin eftir að Freddie Mercury dó gáfu bæði Brian May, gítarleikari Queen, og Roger Taylor, trommari hljómsveitarinnar, út sólóplötur og fóru á tónleikaferðir. Þá dreymdi mig um að fara á slíka tónleika. Ég var sérstaklega hrifinn af efni Roger Taylor. Happiness? og Electric Fire. Ég man eftir að hafa reynt að sannfæra skólafélaga minn um … Halda áfram að lesa: Utangarðsmaður á rokktónleikum í London
Um daginn sá ég full af fólki tala um „sex workers“ á Twitter. Ég er ekkert rosalegur aðdáandi þess að nota þetta enska hugtak. Einfaldast væri að tala um kynlífsvinnu og kynlífsverkafólk. En það varð til þess að ég fór að pæla í eldri orðum um þetta fyrirbæri á íslensku. Þegar ég var í áttunda … Halda áfram að lesa: Af portkonum, guðspjöllum og íslenskum Óskarsverðlaunahafa
Vegna fréttaflutnings af andláti og útför Filippusar drottningarmanns þá hefur mikið verið rætt um nafnið hans. Það eru margir sem kvarta yfir því að það sé verið að þýða það á íslensku og segja að það eina rétt sé að kalla hann Philip. Nú verð ég að taka fram að mér er alveg sama hvort … Halda áfram að lesa: Filippus og kónganöfn
Þegar ég var svona 10-11 ára þá keypti ég Sherlock Holmes bækur á bókamarkaði. Las þær allar. Elskaði þær. Líklega hafði ég þá þegar horft á bæði Sherlock Holmes þættina með Jeremy Brett og kvikmyndina Young Sherlock Holmes. Þá var ég líklega búinn að sjá The Private Life of Sherlock Holmes þar sem Loch Ness … Halda áfram að lesa: Óreglulegir Sherlock Holmes þættir
Ég var að hlusta á hlaðvarp sem heitir Once upon a time … in the Valley. Ég gat ekki hætt að hlusta. Yfirleitt er það gott. Ég gefst yfirleitt strax upp á lélegu efni. En ekki núna. Þetta var svo slæmt að ég gat ekki annað en hlustað í gegn. Þættirnir fjalla um Traci Lords. … Halda áfram að lesa: Klám í hlaðvarpi
Í sjálfu sér hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Twitter (ásamt fleirum) sparkaði Donald Trump. Það var engin árás á tjáningarfrelsið. Maðurinn er með ótrúlega öfluga maskínu á bak við sig sem getur komið boðskap hans á framfæri. En Trump virðist ekki kunna að koma sér öðruvísi á framfæri. Það er áhugavert. Hann … Halda áfram að lesa: Twitter, Trump og tjáningarfrelsi
Árið 1978 var Star Wars Holiday Special frumsýnd. Þetta var ári eftir að fyrsta myndin var frumsýnd. Þessi jólamynd hlaut ekki góða dóma. Þannig að þetta varð hálfgoðssagnakennt. Aldrei gefið út aftur. En fólk hafði tekið þetta upp á myndbandsspólum og þær voru afritaðar í áratugi. Síðan lak þetta á netið. Ég veit ekki hvenær … Halda áfram að lesa: Stjörnustríðsjól
Þegar verkefni í þágu almennings taka að sér að koma efni á rafrænt form þá gerist það gjarnan að aðrir taka efnið og fara að rukka fyrir það. Stundum er einhverju bætt við en ekki alltaf. Fyrir nokkru síðan rakst ég á að Forlagið selur rafbókaútgáfu af Hómerskviðum. Mig grunaði strax að hér væri á … Halda áfram að lesa: Að selja ókeypis bækur
Ég er búinn að vera mikið á Twitter síðastliðið ár. Allavega meira en fyrri ár. Ég hafði lengi grínast með það að ég notaði Twitter aðallega til að reyna að fá fræga fólkið til að taka eftir mér. Ég játa alveg að það er smá sannleikur í því. Mér fannst skemmtilegt þegar Neil Gaiman „endurtísti“ … Halda áfram að lesa: Enginn Sókrates á Twitter
Ég hef aldrei verið hrifinn af kaffi. Það er ekki skrýtið þar sem ég er almennt ekki hrifinn af heitum drykkjum. Ekki einu sinni kakói. En ég mér finnst kaffibragð gott. Nammi, krem og ís með kaffibragði er allt gott. Mér finnst lyktin líka góð. Ég man sumarið sem ég vann hjá Gatnagerðinni á Akureyri … Halda áfram að lesa: Kaldbruggað kaffi
Ég hef átt þrívíddarprentara í eitt og hálft ár eða svo. Mér finnst einna skemmtilegast að prenta einfalda gagnlega hluti. Þetta eru nokkur dæmi um það. Sumt kemur af Thingiverse, sumu hef ég breytt til að það passi og síðan er sumt ég hef teiknað upp frá grunni.
Frá því að ég heyrði fyrst af Raspberry Pi örtölvunum hef ég verið heillaður af þeim. Ég setti upp leikjatölvuhermi, sjónvarpstölvur og allskonar. Allt hræódýrt. Þegar ég var að setja upp vinnuaðstöðu hérna í Kistunni hugsaði ég með sjálfum mér að ég myndi ekki nenna að ferja fartölvuna endalaust á milli. Stundum er ég bara … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi 4 sem vinnutölva
Ég fann mjög persónulega fyrir valdatöku frjálshyggjunnar á Íslandi þegar ég var 12-14 ára. Ég þurfti að fara í tannréttingar. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins var að ráðast á kerfið. Þegar ég mætti í fyrsta tímann var ekki ljóst hvernig greiðsluþátttaka foreldra yrði. Tannréttingarfræðingurinn var ábyrgur og sagði að hann vildi ekki byrja … Halda áfram að lesa: Fátæk börn verðskulda ekki neitt
Það var manneskja sem ég sá oft þegar ég var táningur. Mig minnir að hún (manneskjan) hafi verið á miðjum aldri. Hún leyfði sér uppreisn gegn viðteknum venjum varðandi útlit og klæðaburð. Ekki áberandi. Ekki mikið. Ég vissi ekkert hvað þetta þýddi og ég ætla ekki að giska núna þó ég hafi vissulega greinilegri hugmyndir … Halda áfram að lesa: (Trans)fólk og fegurð
Það virðast einhverjir enn kaupa Moggann. Ég veit ekki hvers vegna. Núna gengur um Twitter grein sem var birt þar, væntanlega í dag. Greinin er eftir Önnu Karen Jónsdóttur (BS hagfræði) og fjallar um Black Lives Matter hreyfinguna. Þessi grein fór ekki á flakk af því að hún er vel skrifuð og ígrunduð. Það er … Halda áfram að lesa: Samsæriskenningarugl og rangfærslur í Mogganum
Í morgun endaði ég inni á íslenska hægri Twitter. Sem er versti Twitterinn. Þar sá ég allskonar vitleysu. Ég sá nokkrar deilingar á myndbandi þar sem vondir andfasistar voru að ýta við manni sem var sakleysislegt skilti þess efnis að hann styddi tjáningarfrelsi. Voða vont fólk. Þessu var deilt eins og þetta væri nýskeð. Athugasemdir … Halda áfram að lesa: Nasistar sem styðja málfrelsi
Ef þið fylgist með bandarískum stjórn- og þjóðfélagsmálum þá hafið þið væntanlega heyrt um „Q“ og Q-Anon. Þetta er klikkuð samsæriskenning sem hefur náð töluverðri útbreiðslu þar í landi. Það er líka hægt að sjá Q-Anon fólk í athugasemdakerfum íslenskra vefmiðla. Í stuttu máli er dularfullur gaur sem kallast „Q“, sem á að vera háttsettur … Halda áfram að lesa: Þegar Barnaheill var rænt af samsæriskölti
Fyrir nokkrum árum vann ég í framhaldsskóla. Þar sem mínir kjarasamningar gerðu enga kröfu um að mér væri borgað sérstaklega fyrir fundarsetu endaði ég með því að stunda slíkt töluvert (ekki af eigin áhuga). Ég fékk því að fylgjast sérstaklega vel með fjármálum skólans. Þessi ríkisskóli skuldaði ríkinu peninga. Árin áður hafði skólinn farið fram … Halda áfram að lesa: Framhaldsskólar með skuldahala
Ég er hópnum Málspjall sem Eiríkur Rögnvaldsson setti af stað. Þar ákvað ég að spyrja um nokkuð sem ég hef lengi velt fyrir mér. Það er þessi tilhneiging að setja G-hljóð aftan við orð eins og þú, þau, þó og svo. Ég geri það jafnvel stundum sjálfur. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri. Ég man mjög … Halda áfram að lesa: Stafsetningarvilla en ekki málvilla
Þetta er mögulega besta snarl í allri veröldinni og áreiðanlega margir sem hafa fundið upp á þessu á undan mér….
Þegar Íslendingabók var í vinnslu var almenningi boðið að fá útprent af upplýsingum um forfeður sína. Ég stökk auðvitað til. Það vill svo til að í ættfræði er yfirleitt fljótlegast að klífa upp karlegginn. Ætli upplýsingarnar ætli hafi ekki svipaðar þá og núna: Stefán Jónsson Fæddur 23. ágúst 1801 á Neðri-Vindheimum, Glæsibæjarhr., Eyj. Látinn 11. … Halda áfram að lesa: „Var myrtur“
Drykkur sem enginn virðist gera rétt að mér finnst. Hér fylgir hefðbundna kúbanska uppskriftin. Innihald12 mintulauf30 ml ferskur limesafi (um…
Hvað er mælt með greindarvísitölu. Greind segja margir. Ég held ekki. Greindarvísitala er í raun ágæt í því að mæla þætti í fari fólks sem eru líklegir til þess að hjálpa þeim að komast áfram í okkar samfélagi. En þetta er ekki greind, eða allavega ekki nema mjög þröng skilgreining á greind. Ákaflega þröng skilgreining. … Halda áfram að lesa: Takmörkuð greindarvísitala
Haukur Örn Birgisson skrifaði andlausa bakþanka í Fréttablaðið í gær. Ekki frétt. En ég ætla að gagnrýna skrifin af því að það er ekkert auðveldara. Ég veit ekki hvort ég er að rýna til gagns en allavega er þetta gaman. Við skulum byrja á fullyrðingu Hauks. Kannanir í bandarískum háskólum sýna að tveir þriðju nemenda … Halda áfram að lesa: Þöggun hinna valdamiklu
Íslendingar þekkja þetta sem gamla góða jafninginn en þessi sósa er upprunnin á Ítalíu, nefndist upphaflega salsa colla (límsósa) en…
Hér verður fjallað um ólífuolíur sem ég mæli sérstaklega með og heiðarleg tilraun gerð til að lýsa því hvernig þær…
Notalegur og einfaldur drykkur sem tekur skamma stund að gera. Hefðbundna uppskriftin gerir ráð fyrir eggjahvítu en hana þarf ekki….
Ég er kjötæta. Mér finnst kjöt gott en margt grænmeti vont á bragðið (mér finnst laukur reyndar oft góður en hann var alveg skelfilega illa í mig ef hann er ekki afskaplega vel steiktur). Ég er ekki á leiðinni að hætta að borða kjöt … alveg. En ég hef lengi verið áhugasamur um gervikjöt af … Halda áfram að lesa: Gervikjötætan ég
Hér verður enginn formáli um sögu gríska salatsins og hvernig það er í raun álíka grískt og Sigurjón Kjartansson. Vindum…
Fyrir nokkrum árum skoðaði ég kynjahlutfallið í bókahillunni minni (sem er eiginlega ekki alvöru bókahilla heldur Goodreads/Calibre). Það var skelfilegt. Ég las miklu fleiri bækur eftir karla en konur. Það væri hægt að skýra þetta á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi gæti verið að karlar skrifuðu einfaldlega betri bækur á þeim sviðum sem ég les … Halda áfram að lesa: Furðusögur kvenna
Á þessari síðu munu birtast uppskriftir, þróaðar og frumsamdar. Þess verður ætíð getið þegar ég hef fengið innblástur annars staðar….
Sigmundur Davíð birti nú um helgina langa og heimskulega grein um menningarbyltingu. Það væri hægt að taka hana fyrir lið fyrir lið og benda á rangfærslur og útúrsnúninga (og arfaslakar hugtakaþýðingar). Kannski að einhver nenni því. Það sem mér finnst mikilvægara er að velta fyrir mér hvers vegna Sigmundur er að skrifa þessa grein. Þó … Halda áfram að lesa: Fórnarlambamenning Sigmundar Davíðs
Ég held að Mike Cernovich sé nafn sem allir ættu að þekkja. Því miður. Bakgrunnur hans er kjánalegur. Fyrrverandi kona hans er lögfræðingur sem auðgaðist mjög í Kísildal. Þegar þau skildu fékk hann einhverjar milljónir í Bandaríkjadölum. Hann taldi að femínismi hefði eyðilagt hjónabandið þannig að hann eyddi kröftum sínum (og peningum sinnar fyrrverandi) í … Halda áfram að lesa: Samsæri nýju menningarbyltingarinnar
Tákn friðar og ofbeldis á Norður Írlandi [Skrifað eftir heimsókn til Derry sumarið 2008 og birtist fyrst í tímaritinu Ský] Derry/Londonderry er næststærsta borg á Norður Írlandi. Þessi tvískipting á nafninu er ákaflega táknræn. Derry er komið af upprunalega írska nafninu en Londonderry vísar til tengsla við höfuðborg Englands. Bæði nöfnin eru í raun opinber, … Halda áfram að lesa: Fölnuð málning og friðardúfur?
Ég rakst á eftirfarandi grein á Tímarit.is. Þetta eru undir fyrirsögninni „Úr lífi alþýðunnar“ í Lesbókinni. Smjörhól hennar ömmu kemur við sögu en það er þó tveimur árum eða svo áður en forfeður mínir fluttu þangað. Ég veit ekkert um höfundinn (Jón Sigfússon) en ég á erfitt með að skilja þetta öðruvísi en að þarna … Halda áfram að lesa: Ella-málið: Úr lífi alþýðunnar
Guðmar afi minn batt inn bækur og tímarit á sínum efri árum. Meðal þess sem hann batt inn voru gömul tölublöð af Heimilistímanum (1974-1981). Af einhverjum ástæðum fór ég í gegn um öll þessu bindi. Ég las ekki allt en ég las margt. Ég hef væntanlega verið 11-13 ára. Mér datt núna í hug að … Halda áfram að lesa: Spéspeki Heimilistímans
Y: The Last Man er ein af þeim teiknimyndasögum sem eru taldar með þeim bestu sem hafa komið út á öldinni. Í stuttu máli deyja allir karlar á jörðinni. „Hetjan“ okkar hann Yorick lifir af og þarf að bjarga sér í sturluðum heim á meðan hann leitar að sinni sönnu ást. Sagan náði að halda … Halda áfram að lesa: Jóríkur: Síðasti karlinn
Þar sem ég lék mér með Masters of the Universe á unga aldri ákvað ég að prufa að horfa á endurskotið á systur He-Man, She-Ra (She-Ru?), á Netflix. Ég féll alveg fyrir þeim. Ég las mér til um konuna á við þættina, Noelle Stevenson og komst að því að hún hefði líka verið með teiknimyndasögur … Halda áfram að lesa: Skógarhöggsjónurnar
Ég var að skrifa vísun í árið 2012 og ég hugsaði með sjálfum mér: Gæti ég skrifað, eða sagt, bara ’12. Ekki séns. Við höfum ekki getað gert svoleiðis síðan ’99. Það væri gaman að vita hvað stoppar okkur. Ég veit það bara ekki nákvæmlega. Vissulega er það þannig að þegar ég segi bara tólf … Halda áfram að lesa: Er næsta ár árið sem við getum sleppt tvöþúsund?
Ég horfði á heimildaþáttaröðina Empire (2012) með Jeremy Paxman. Þar fjallar hann um breska heimsveldið og arfleifð þess. Það sem vakti strax athygli mína á fyrstu mínútunum er hvernig skjátextinn var. Aðaltungumál þáttanna var enska en það var tekið viðtal við ýmsa þegna heimsveldisins sem töluðu oft eigin tungumál. Sama hvert tungumálið var þá stóð … Halda áfram að lesa: Heimsveldi
Ég er enn í teiknimyndasöguham og er áfram að lesa allt í rafbókalesaranum mínum á svarthvítum skjá þó sögurnar séu flestar í lit. Giant Days er gjörólíkt flestu sem ég hef lesið, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða hefðbundnar bækur. Aðalsöguhetjurnar okkar eru þrjár breskar háskólastúdínur (Esther, Susan og Daisy) í Sheffield sem við fylgjum … Halda áfram að lesa: Risadagar
Ég tók ekki þátt í nýlegum „leik“ á Facebook þar sem fólk var að tala um hluti sem það þoldi ekki að leiddist. Ég skrifaði snöggt um það færslu sem mér fannst, eftir á, líta út fyrir að ég væri að setja mig á háan hest. Það var ekki ætlunin. Um það leyti sem ég … Halda áfram að lesa: Óaðlaðandi hatur
Verðskulda allir grunnframfærslu? Hvernig er hægt að meta það? Hvar passar fólk reiknilíkanið? Má refsa þér fyrir heimskulegar ákvarðanir sem þú tókst sextán ára?
Ég var á tímabili mikill aðdáandi Cracked. Þegar vefritið var upp á sitt besta birti það ákaflega skemmtilega listafærslur. „Topp tíu…“, „Fimm dæmi um…“ og svo framvegis. Margt stórfyndið. Síðan var Cracked selt og fór í ruglið eftir að Facebook plataði þau, og marga fleiri vefi, í að leggja áherslu á myndbönd. Það endaði með … Halda áfram að lesa: Kvennastríðið
Ég tek reglulega köst í teiknimyndasögulestri. Ástæðan í þetta skiptið var að ég var að fjalla um sjónvarpsþætti byggða á teiknimyndasögum í Botninum. Ég fann ekki spjaldtölvuna mína, Nook HD plus, enda nota ég hana almennt ekkert. Í staðinn ákvað ég að nota rafbókalesarann minn, Boyue T80 Likebook Mars ( sem er með stærri skjá … Halda áfram að lesa: Átak í teiknimyndasögulestri
Ég held að við ættum einfaldlega að banna AirBnB. Þetta er, eins og svo margt annað sem hefur komið út úr hinu svokallaða deilihagkerfi, eitraður kapítalismi. Áhrifin á Íslandi eru ljós. Við vitum að þetta eru að miklu leyti íbúðir sem voru áður á almenna leigumarkaðinum. Það koma engar íbúðir sjálfkrafa í staðinn. Leiguverð hækkar. … Halda áfram að lesa: Hatur mitt á AirBnB
Hatursamband mitt við Facebook virðist stundum var algengasta umræðuefni mitt hér. Mér fannst Facebook sniðugt fyrirbæri á sínum tíma. Það var sumarið 2007. Ég var í sumarskóla í Árósum og á leið í skiptinám í Cork. Facebook virtist frábær leið til að halda sambandi við samnemendur mína. Síðan var ég bara að samþykkja og bæta … Halda áfram að lesa: Facebook óvinátta mín
Fyrirsjáanlegasti forsetaframbjóðandinn er kominn fram. Það er Guðmundur Franklín. Hann er lengi búinn að vera auglýsa hálfsamhengislausar færslur sínar á Facebook. Hann hefur líka gert margar mislukkaðar tilraunir til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Ég hef auðvitað engar áhyggjur af því að Guðmundur Franklín nái kjöri. Getur hann náð nægilega mörgum undirskriftum? Hver … Halda áfram að lesa: Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín
Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni að Facebook sé ömurlegt fyrirbæri sem eyðileggur allt. Ég sakna gömlu tímanna þegar það voru blogg og vefrit út um allt. Ein ástæðan fyrir því að það gekk allt saman var að við höfðum veitur sem söfnuðu og deildu hlekkjum á öll þessi skrif. Ég man fyrst eftir … Halda áfram að lesa: Blogg- og vefritaveita
Þetta eru undarlegir tímar. Ég dró mig aðeins fyrr í hlé en aðrir af því að ég hafði áhyggjur af því að astminn minn gerði mig viðkvæmari fyrir veirunni. Lukkulega virðast þær áhyggjur ekki á rökum reistar (þó erfitt sé að vita nokkuð fyrir víst) en ég var byrjaður að fresta því að hitta fólk … Halda áfram að lesa: Hvaða áhrif hefur faraldurinn á mig?
Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt um sögu mannspila – hins hefðbundna spilastokks (The History of the English Language – House of Cards) fór ég að rifja upp hvernig maður spilar kasínu. Við barnabörnin spiluðum það oft við afa og ömmu. Ég hafði hins vegar aldrei spilað það við strákana sem er synd og skömm. … Halda áfram að lesa: Kasína – reglur
Ég stofnaði Rafbókavefinn árið 2011. Hann var meginhluti meistaraverkefnis míns í hagnýtri menningarmiðlun. Þarna eru vel á annað hundrað rafbækur í opnum aðgangi. Til að byrja með tók ég aðallega texta frá Netútgáfunni og breytti í rafbækur (epub og mobi). En ég vildi gera meira. Ég fékk Svavar Kjarrval með mér í lið. Hann hafði … Halda áfram að lesa: Líf í Rafbókavefinn?
Um daginn fór ég í bíó og sá Jojo Rabbit. Mér fannst myndin frábær og ég held að flestir séu sammála mér. En ekki allir. Eftir að hafa séð myndina rakst ég á gagnrýni á myndina sem fór voðalega í taugarnar á mér. Í nýjustu Stundinni er síðan grein þar sem vísað er í mjög … Halda áfram að lesa: Nasistar eru trúðar (Jojo Rabbit – höskuldar)
Dan Harmon, aðalhöfundur Community og meðhöfundur Rick & Morty, talaði nokkrum sinnum í hlaðvarpinu sínu um reynslu sína úr skóla þar sem hann var lagður í einelti af fólki sem fannst hann ekki fara nógu oft í bað. Hans viðbrögð við þessu var að fara enn sjaldnar í bað. Marc Maron, sem leikur í Glow, … Halda áfram að lesa: Einelti til bættra lífshátta?
Ég byrjaði að spila hlutverkaleiki (roleplay, spunaspil, hugleiki) árið 1994. En það var á vormánuðum árið 1996 sem ég kíkti inn í Bókabúðina Eddu í göngugötunni á Akureyri (sem var enn göngugata) og rak augun í Arcane: The Roleplaying Magazine. Ég veit ekki hvernig það kom til að Bókabúðin Edda ákvað að kaupa inn Arcane. … Halda áfram að lesa: Arcane – hlutverkaleikjatímaritið
Eftir að hafa skoðað Twitterþráð um kostnað fyrirtækis við hugbúnað fór ég að pæla í því hvað ég er að spara með opnum hugbúnaði. Ég nota Nextcloud í staðinn fyrir OneDrive/Google Drive/Office 365/Trello og margt fleira. Auðvitað þarf einhverja tölvukunnáttu að setja upp Nextcloud. Það er Linux Mint á tölvunum. Libre Office kemur í staðinn … Halda áfram að lesa: Opinn hugbúnaður í rekstri
Ég á þrívíddarprentara. Ég prenta mest af hagnýtum hlutum, festingum og slíku. Stundum hanna ég eitthvað en oftast snýst það bara um að sameina tvö módel í eitt. Áhugaverðasti vefurinn fyrir eigendur þrívíddarprentara er Thingiverse. Þar getur maður fundið ótal módel til prentunar. Ég hef prentað ýmislegt þaðan og það á líka við um teningaturninn … Halda áfram að lesa: Gráskallakastalateningaturn
Það eru margir að tala um lestrarkunnáttu* íslenskra barna. Eitt mikilvægt atriði sem fólki yfirsést almennt er textun á erlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Mín kynslóð hafði kannski ekki jafn mikinn aðgang að afþreyingarefni á ensku og kynslóð barna minna en við höfðum mun meiri aðgang en áður hafði þekkst. Það sem ég held að aðgreini … Halda áfram að lesa: Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla
Hér í Noregi er vitundarvakning fyrir sjálfsmorðum og sjálfsmorðshættu ungs fólks. Fjórfalt fleiri falla fyrir eigin hendi en í bílslysum, en við heyrum miklu minna um það. Fólk talar um að það gangi á vegg þegar það leitar sér hjálpar, og það er ekki að ástæðulausu. Fyrir veika manneskju sem hefur varla orku til að […]
Skipulag, skipulag, skipulag… Hefur einhver hérna reynt að skipuleggja fimm manna fjölskyldu? Þið sem hafið prufað það vitið líklegast að það er næstum ómögulegt. Hvert einasta barn æfir íþróttir, stundar skóla og þarf þar að auki að sinna félagslífi, það eru líka milljón afmæli á mánuði sem eitthvert þeirra þarf að mæta í. Ef þið […]
Ég er yfirleitt mjög heiðarleg og hreinskilin. Svona yfirleitt allavega. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Drukkin ég er sérstaklega dugleg að trúa ýmsum hlutum. Tequila var ekkert svo vont, best að taka eitt skot Þú kannt að syngja, best að syngja hátt og ein i karioki Þú ert ekkert svo drukkin, best að […]
Ljóðin hennar Cleo Wade, hafið þið lesið þau? Þau eru mjög falleg. Mæli líka með að hlusta á þetta lag við lesturinn; Birdy – People help the people Eitt ljóðið fjallar um að flest okkar vilja bara fá að vera við sjálf í friði, svolítið eins og börn. Við viljum öll fá viðurkenningu að það […]
„Þú verður komin tilbaka eftir ár.“ Þetta sagði nágranni minn við mig, daginn sem ég sagði honum að ég væri að flytja til Noregs. Nú af hverju heldurðu það? Spurði ég. Því Noregur er ekkert betri. Fólk er með draumóra og áttar sig svo á því að þetta er ekkert betra en Ísland og kemur […]
Í dag eru liðin akkúrat 5 ár síðan ég flutti til Kristiansand. 1. Ágúst 2013. Tíminn er í raun og veru svo ótrúlega afstæður. Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan ég var búsett á Íslandi, næstum svo langt að ég man varla eftir því. Stjarnfræðilega langt. En það eru bara 5 […]
Já. Ég hef ekki skrifað hérna inn i meira en tvö ár. Það er merkilegt hversu mikið lífið getur breyst á tveimur árum. Síðasta færsla var um að ég upplifði mig týnda. Það skemmtilega við það er að fyrir um það bil 5 vikum síðan sagði ég einmitt við unnusta minn að í fyrsta sinn […]
Gormdýrið hefur snúið aftur eftir 46 ára hvíld. Ræsið prentvélarnar! Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að ég er enginn aðdáandi gormdýrsins. Fígúran er að sönnu skemmtileg, en það hefur alltaf böggað mig að hafa furðuskepnu með ofurkrafta í myndasagnaheimi þar sem enginn annar býr yfir slíku. Gormurinn er deus ex machina. […]
Ég hef skrifað frekar opinskátt um mína reynslu, tilfinningar og innri baráttu. Ég hef meðvitað ákveðið að vera hreinskilin um erfiðleika mína í lífinu og þá sérstaklega þá tilfinningu að vera alltaf leitandi. Að finna mig ekki í heiminum. Það er líklegast það sem ég hef strögglað mest með gegnum tíðina. Vita ekki hvað ég […]
Að horfa tilbaka gegnum árið, 12 mánuðir, 365 dagar, 8760 klukkustundir. Ég hef virkilega blendnar tilfinningar gagnvart þessu ári. Það var án efa erfiðasta ár sem ég hef gengið í gegnum. Ég skildi við manninn minn til 11 ára, í þeim skilnaði missti ég besta vin minn. Það gerist óhjákvæmilega þegar skilnaður verður. Ég hefði […]
„I‘m starting to think I will never know better“ Ég var ofvirkur krakki, ég var líka mjög hvatvísur krakki. Ég ólst upp í það að vera ofvirkur fullorðinn og hvatvís fullorðinn. ADHD hverfur ekki, það breytist örlítið með aldrinum en hvatvísin, kvíðinn, depurðin og eirðarleysið er eitthvað sem er órjúfanlegur hluti af mínu ADHD. Hef […]
Ok, lett mí gett ðis streit. Framsókn tilnefndi einstakling í mannréttindaráð borgarinnar sem er á þeirri skoðun að hann eigi að hafa hærri sess í samfélagi og meiri réttindi en þeir sem eru öðruvísi en hann. Þegar oddviti flokksins var beðin um útskýringar á þessu vísaði hann sérstaklega til skrifa þessa einstaklings um að trúfrelsi […]
14. maí 1983. Manchester City 0 : Luton 1 Þann 22. janúar í fyrra birti ég fyrstu færsluna af þessum fótboltaminningum mínum. Ég ákvað strax í upphafi að kaflarnir yrðu hundrað talsins og hver um sig myndi fjalla um einn leik sem ég hefði horft á í sjónvarpi, hlustað á í útvarpi eða séð í […]
15. september 1990. Fram 3 : Valur 2 Þegar afi heitinn, Haraldur Steinþórsson, varð sextugur árið 1985 komst hann á 95 ára regluna. Þá þegar hætti hann störfum hjá BSRB, eftir að hafa unnið að verkalýðsmálum í aldarfjórðung. Í kjölfarið var hann hann fenginn til starfa hjá ríkinu, þar sem hann hafði það hlutverk að […]
26. maí 1993. Marseille 1 : AC Milan 0 Í bók minni um sögu Fram segi ég frá því þegar ég hélt í klukkustund að ég hefði tryggt Fram Íslandsmeistaratitil. Hjartað ólmaðist í brjósti mínu og ég gegnum kollinn flugu hugsanir um hvort betra væri að hlaupa strax í fjölmiðla eða hvort ég ætti að […]
25. febrúar 2001. Hearts 7 : Dunfermline 1 Þegar við Palli frændi hittumst, berst talið oftast nær að Hearts. Sjálfur fylgist ég með því hvort Hearts vinnur eða tapar í deildinni og gef mér tíma í að horfa á einn og einn leik, einkum ef andstæðingarnir eru Hibs. Palli er hins vegar harðari og hefur […]
25. ágúst 1990. Þróttur 3 : ÍK 1 Pabbi er gamall Þróttari. Lykilorðið í þessari setningu er „gamall“, því hann æfði og spilaði með Þrótti sem smápatti þegar hann bjó á Lynghaganum og Þróttur var ennþá á Grímsstaðaholtinu. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt og spurði ítrekað út í fótboltaferilinn. Þær sögur voru flestar á einn […]
9. apríl 1989. Luton 1 : Nottingham Forest 3 Áður en ég las bókina Damned United, um Brian Clough og þá sérstaklega ævintýralegar vikur hans í stjórasætinu hjá Leeds, átti ég alltaf erfitt með að skilja dálæti enskra fótboltaáhugamanna á Brian Clough. Hann virkaði á mig eins og hálfgerð bulla sem mönnum þærri sjarmerandi af […]
11. maí 1986. Fram 2 : Valur 1 Ég á litla minnisbók frá Fjölvís. Allir fundir sem ég þarf að mæta á þurfa að rata í hana, annars gleymi ég þeim, tvíbóka mig eða það sem verra er. Snemma á hverju ári fer ég inn á KSÍ-vefinn og skrifa niður alla leiktíma Framliðsins. Það minnkar […]
16. september 2006. Fram 1 : HK 0 Árið 2013 fór jarðskjálftabylgja um bókmenntaheiminn þegar fréttist af óbirtum sögum eftir J. D. Salinger, þar á meðal smásögu sem væri rekti aðdraganda Bjargvættsins í grasinu. Sögurnar birtust á skrárskiptasíðum á netinu og allir urðu óskaplega spenntir, en samt einhvern veginn vissir um að þetta yrði alltaf […]
Ágúst 1983. Knattspyrnufélagið Skörungur : Knattspyrnufélag Tómasarhaga (úrslit óljós) Lengi hélt ég að aðalbókasafn Borgarbókasafnsins hefði að geyma nálega allar bækur sem út hefðu komið á íslensku. Hinn þekkti og aðgengilegi ritaði menningarheimur var samkvæmt því varðveittur í barnabókaherberginu á annarri hæð og því fjarri því óraunhæft markmið að komast yfir hann allan. Sérstaklega átti […]
Fyrir rúmum 12 árum var ég svo heppin að kynnast þremur af mínum allra bestu vinkonum þegar ég hóf nám í þjóðfræðinni. Nú er ég búin að kveðja eina þeirra, Maríu, í síðasta sinn. Það er ólýsanlega sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hana aftur. Sumar manneskjur […]
Risastórt bandarískt verslunarfyrirtæki sýnir því nú áhuga að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið vill geta selt lyf, áfengi og innflut kjöt í verslunum sínum hér á landi. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka vel í að breyta lögum og jafnvel veita undanþágur svo að það sé hægt. Nú ætti ég auðvitað að gleðjast yfir því að […]
Ég fékk í hendurnar leyfisbréf sem leikskólakennari í júní árið 2011. Þá var staðan í kjaramálum leikskólakennara ekkert sérstök. Við vorum í raun tveimur samningum á eftir viðmiðunarstéttum þar sem samningur okkar brann inni í hruninu. Um það má lesa hér. Ég kom beint inn í stétt í kjarabaráttu, stétt sem var á leið í […]