Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2004

109131174572539826

Það er þétt-fullt af fólki í­ bænum núna um helgina. Gulla fór að mála gólflista og við drengirnir vorum eiginlega bara fyrir svo ég ákvað að reyna að koma þeim (og mér) út úr húsi í­ góða veðrinu. íkváðum að fara út á Hauganes þar sem tengdaforeldrarnir eiga lí­tið hús. Þurfti fyrst að koma við í­ lauginni og skila sunskýlu og gleraugum sem við tókum þar í­ misgripum sí­ðast þegar við fórum í­ sund.
Það var svo troðið í­ sundi að röðin náði úr móttökunni og lengst út á plan, langleiðina að pylsuvagninum. Þegar við keyrðum burtu tók ég svo eftir því­ að það sást varla í­ vatnið í­ lauginni fyrir fólki. Ég var ákaflega feginn að hafa ekki ákveðið að fara með drengina í­ sund.
í Sandví­kinni (húsið heitir það) var mjög notalegt. Við feðgarnir fórum að veiða og veiddum mikið. Ég fékk mest eða tvo þara. Kári fékk stærsta fenginn eða bátinn Gunnar Ní­elsson en Dagur veiddi bara einn þara. Það voru ánægðir feðgar sem sneru til baka úr þessari veiðiferð.
Tengdamamma bauð okkur svo að vera í­ kvöldmat ef við vildum og þáðum við það að sjálfssögðu. Hringdum í­ Gullu og hún ætlaði að redda sér sjálf. Við fengum því­ önd í­ matinn en Gulla hefur lí­klega bara nartað í­ einhverja afganga.
Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta bara ákaflega huggulegur dagur hjá okkur feðgunum.

109119996142756697

Var að koma úr göngutúr um miðbæinn. Verslunarmannahelgarstemmingin að byrja. Hlölli og Dómí­nós búnir að koma fyrir söluvögnum í­ göngugötunni (sem verður vonandi lokað fyrir bí­laumferð um helgina) og sí­gaunar þessa lands að setja upp sölutjöldin sí­n svo hægt verði að blóðmjólka firrt barnafólk og sauðdrukkna unglinga um sem flestar krónur. Lýðurinn streymir í­ bæinn. útjaskaðir sukkarar stí­ga út úr rútunum með engan farangur nema örorkubæturnar og stefna beint í­ Rí­kið, innan um eru tjaldaðir unglingar og uppábúin börn að bí­ða eftir að afi og amma komi og sæki þau. Hinum megin við planið geysast tjaldvagnaðir milljónajeppar sem hafa aldrei yfirgefið malbikið og lí­til í­búðarhús á hjólum eftir Drottningarbrautinni á tjaldstæðin utan við bæinn. Þangað verða reglulegar strætóferðir alla helgina. Einstaka japanskur fjölskyldubí­ll sleikir götuna þungaður pökkum og pinklum þeirra sem hafa náð að krí­a út gistingu hjá ættingjum. Hátí­ðin verður sett klukkan 20:30 í­ kvöld á hellulögðu Ráðhústorginu. Þar er ekki grasblett að sjá í­ mörghundruð metra radí­us svo enginn geti tjaldað þar. Þar verð ég með strákana mí­na. Það er töframaður á dagskránni!

109113596988358910

Blogg bloggsins vegna. Núna er svo langt sí­ðan ég hef haft svona reglulegan aðgang að tölvu að mér finnst ég þurfa að blogga daglega til að vega upp allt bloggleysið í­ sumar.

í gær og í­ dag er ég búinn að vera að mála hjónaherbergið í­ nýju gömlu í­búðinni (sjá tengilinn Húsið hér til hliðar) og náði að klára það núna áðan. Sem er ágætt því­ pabbi og mamma hringdu og boðuðu komu sí­na á morgun og ekki hefði ég haft pláss fyrir þau ef eitt herbergið hefði verið ónothæft vegna málunar. Þegar ég var búinn að mála og elda kvöldmat og allt það fór ég í­ sund. Það er dásamlegt að fara í­ sund svona á kvöldin. Það eru fáir og maður getur legið í­ heita pottinum í­ ró og næði meðan strákarnir busla í­ lauginni. Á daginn eru alltaf einhverjir krakkar í­ pottunum að skvetta á mann. Sem er í­ sjálfu sér allt í­ lagi, ef maður er eitthvað óánægður með það á maður bara að fara í­ sund á öðrum tí­mum en barnafólk, svona eins og ég.

Sem vekur upp þá spurningu hver sé besta og skemmtilegasta laugin á landinu. Ég fer sjálfur alltaf í­ Sundlaug Akureyrar, en hún hefur þann ókost að þar er yfirleitt gí­fulegt fjölmenni á sumrin. Sundlaugin á Þelamörk er fí­n en þar er þó ekki hægt að synda, bara busla og leika sér. Þegar ég fer til Reykjaví­kur fer ég alltaf í­ Suðurbæjarlaug í­ Hafnarfirði sem er að mí­nu áliti besta laugin á höfuðborgarsvæðinu. Ég held meira að segja að ég hafi farið í­ þær allar. Hvað finnst öðrum? Sundlaugin á Hvammstanga skipar svo alltaf alveg sérstakan sess.

Á Hvammstanga er nefnilega ókeypis í­ sund á aðfangadag og mjög margir nýta sér það og taka jólabaðið í­ sundi. Það er ákaflega skemmtileg stemmingin í­ lauginni fyrir hádegi á aðfangadag. Allt fullt af fólki, allir í­ jólaskapi, mikið rætt og spjallað og svo fer maður í­ sturtu, rakar sig og heim í­ fí­nu fötin. Gí­furlega snjallt og öll fjölskyldan (eiginlega allur bærinn) getur farið í­ jólabaðið í­ einu og saman.

Núna ætla ég hins vegar að hætta að blogga og fara í­ tölvuleik. Sæl að sinni.

109086080332955875

Núna er ég kominn með tölvufráhvarfseinkenni á háu stigi! Það eru að verða komnir tveir mánuðir frá því­ hún bilaði og ég er að klikkast. Netráp mitt takmarkast við heimsóknir til tengdaforeldranna og leikir og skriftir hafa ekki átt sér stað sí­ðan í­ maí­. 

Annars er sumarfrí­ið að verða búið og maður er svo sem ekki búinn að gera neitt af viti.  Reyndar búinn að mála nýju í­búðina (http://husid.blogspot.com) hátt og lágt (allt nema hjónaherbergið) og taka upp úr tonni af kössum. Samt er innri stofan ennþá full af drasli sem á eftir að ganga frá. Ég fór reyndar með strákana á ættarmót um helgina í­ Fannahlí­ð undir Akrafjalli og það var mjög skemmtilegt. Móðir mí­n er nefnilega frá Stóru-Fellsöxl og afkomendur móður hennar og systkina hennar hittast þarna árlega og detta í­ það saman. Mjög skemmtilegt.

í sí­ðustu viku fór ég lí­ka í­ leiðangur inn í­ Skagafjörð með tengdamóður minni (http://eyglob.blogspot.com) að skoða Skatastaði í­ Austurdal (http://www.ffs.is/austurdalur.htm) en þar var ég í­ sveit í­ nokkur sumur á unglingsaldri. í minningunni var voðalega langt þarna inn eftir og bærinn skelfilega afskekktur. í raun og veru var þetta verra en mig minnti. Ef litið er á kort af Íslandi og Skagafjörðurinn skoðaður sést að Skatastaðir eru nær Hofsjökli en Varmahlí­ð, enda var farið þangað tvisvar sinnum á sumri í­ kaupstaðarferð. Á Skatastöðum var lí­ka heyjað í­ sátur sem svo voru fluttar á opnum vagni í­ hlöður í­ hinum ýmsu torfkofum út um alla jörðina sem hýstu fé á vetrum. Þegar ég kom aftur á Skatastaði voru öll þessi torfhús horfin. Það eina sem stóð eftir voru gamli bærinn, nýi bærinn og fjósið. Einu steyptu húsin á svæðinu. Ég fór inn í­ gamla-bæinn og skoðaði mig um. Það var svolí­tið merkilegt. Það voru ennþá nokkur gömul eintök af bændablaðinu þarna inni, en annars allt fullt af drasli. Það var varla hægt að komast inn í­ stofuna þar sem við söfnuðumst saman einu sinni í­ viku til að horfa á sjónvarpið. Ljósavélin var nú ekki sett af stað nema allir horfðu. Rölti mér lí­ka upp á bæjarhólinn og þar voru ennþá gamlar eldavélar sem við lékum okkur með. þarna uppi á hólnum var lí­ka búið okkar krakkanna í­ gamla daga. Við áttum öll einhverja dótatraktora og svo girtum við tún með baggabandi (Bóndinn hafði þurft að kaupa bagga út af Heklugosi). Skepnurnar voru hins vegar leggir, kjálkar, völur, tennur o.s.frv.

Mér finnst ég oft vera ákaflega heppinn að hafa náð að upplifa þessa menningu sem ég held að sé að hverfa nú á dögum. Ég man ekki eftir að hafa hitt marga á mí­num aldri (33) sem hafa upplifað þetta sama. Man hvað konan í­ ferðamannamiðstöðinni í­ Varmahlí­ð starði á mig þegar ég var að segja strákunum frá því­ þegar ég lék mér að leggjum og kjálkabeinum eins og voru til sýnis þar sem dæmi um gamla tí­ma.

Ég vona að ég fari að fá tölvuna aftur svo það hætti að lí­ða svona skelfilega langur tí­mi á milli blogga.

108959065077597492

Kominn til Reykjaví­kur og komst í­ tölvuna hjá pabba. Reyndar á Seltjarnarnesi en við landsbyggðarpakkið lí­tum nú voða mikið á þetta sem sama pakkann allt saman. Nema náttúrulega Hafnarfjörð.
Á leiðinni suður rann hins vegar upp fyrir mér ljós. Það var eins og það kviknaði bara allt í­ einu á peru yfir hausnum á mér. Ég fattaði nefnilega rí­kisstjórnina. Og það er nú talsverður pakki að fatta bara allt í­ einu sí­sona! Ég fór nefnilega að velta því­ fyrir mér hvenær ég byrjaði að fylgjast með stjórnmálum og mundi ég þá að það var í­ tí­ð rí­kisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Svo kom náttúrulega rí­kisstjórn Steingrí­ms Hermannssonar og Sjálfstæðisflokksins sem lifði sem betur fer ekki nema eitt kjörtí­mabil og svo stjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem sprakk svo eftirminnilega.
Svo stjórnin með Ólafi Ragnari sem færði okkur Þjóðarsáttina og kvað endanlega niður verðbólgudrauginn (þótt það hafi nú mest verið „aðilar vinnumarkaðarins“ sem gerðu það en ekki stjórnmálamenn og allra sí­st Sjálfstæðisflokkurinn). Þessi stjórn hélt velli í­ kosningum en samt sem áður gekk Jón Baldvin Hannibalsson úr henni með Alþýðuflokkinn og í­ stjórn með Sjálfstæðismönnum og þá helst Daví­ð nokkrum Oddssyni. Þetta var náttúrulega alveg skelfileg ákvörðun, óskiljanleg og í­ raun pólití­skt sjálfsmorð. Alþýðuflokkurinn gleypti lí­ka ýmis skelfileg stefnumál Sjallana með óbragð í­ munninum, s.s. vexti á námslán, eftirágreiðslur þeirra o.fl. sem ég man helst eftir því­ ég var sjálfur á námslánum á þessum tí­ma.
Eftir á varð hins vegar ljóst af hverju Jón Baldvin gerði þetta: EES. Það var ljóst að Framsókn var á móti EES, Alþýðubandalagið var á móti, Kvennalistinn var á móti og Sjálfstæðisflokkurinn var örugglega lí­ka á móti, a.m.k. Daví­ð Oddsson og aðrir helstu forystumenn. Jón Baldvin keypti Sjálfstæðisflokkinn til stuðnings og kom þannig EES í­ gegn. Sem ég hef lí­klega hlotið meira gagn af en ég hlaut ógagn af þessu með námslánin svo ég verð að fyrirgefa Jóni þetta. Jón Baldvin s.s. fórnaði góðri stjórn fyrir EES, fórnaði stórum hluta fylgis Alþýðuflokksins, a.m.k. tí­mabundið, en hlaut uppreisn æru að lokum.
Þetta leiddi svo hugan að stjórnarmynduninni eftir sí­ðustu kosningar. Halldóri ísgrí­mssyni var í­ lófa lagið að stofna stjórn með Samfylkingu og Vinstri-grænum. Stjórn sem hann hefði verið forsætisráðherra í­, í­ fjögur ár. Af hverju gerði hann það ekki? Af hverju myndaði hann stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Af hverju kokgleypir hann fjölmiðlafrumvarpið, stuðning við innrásina í­ írak og fleiri mál sem njóta einskis stuðnings í­ Framsóknarflokknum? Til að verða forsætisráðherra 15. september? Hann hefði getað orðið forsætisráðherra í­ fyrravor hefði hann viljað!
Ef Halldór er jafn séður og Jón Baldvin (sem hægt er að efast um) þá er það vegna þess að hann var að kaupa Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við eitthvert mál sem samstjórn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri-grænna hefði aldrei náð fram með Sjálfstæðisflokkinn og Daví­ð Oddsson í­ stjórnarandstöðu. Eitthvert mál sem Daví­ð Oddsson getur sjálfur ekki samþykkt í­ eigin persónu og þarf því­ að yfirgefa hið pólití­ska svið. Mál sem er samt lí­klega frekar mikill stuðningur við innan Sjálfstæðisflokksins þó Daví­ð og forystan sé á móti.Hvaða mál getur þetta verið?
Mál sem Sjálfstæðisflokkurinn og Daví­ð Oddsson væri á móti í­ stjórnarandstöðu en sem flokkurinn getur samþykkt í­ stjórn þegar Daví­ð er farinn. Mál sem væri ekki meirihluti fyrir í­ stjórn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri-grænna. Ég held að það komi ekki nema eitt til greina:
Halldór ísgrí­msson ætlar að sækja um aðild að Evrópusambandinu einhvern tí­man eftir að hann verður forsætisráðherra og Daví­ð hverfur til annarra starfa (eftirlaunafrumvarpið á jafnvel að tryggja Daví­ð sess sem stjórnmálamanni á eftirlaunum sem sinnir ritstörfum o.s.frv.). Það verður að sjálfssögðu að lí­ða nógu langur tí­mi svo það lí­ti ekki út eins hann rjúki í­ þetta um leið og hann er laus við Daví­ð. Hann veit að Samfylkingin er fylgjandi í­ stjórn sem stjórnarandstöðu, Vinstri-grænir eru á móti í­ stjórn sem stjórnarandstöðu. Framsókn sjálf er klofin. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar lí­klega með í­ stjórn og án Daví­ðs.
Svo er bara spurning hvort Daví­ð sé þannig pólití­kus að hann hafi keypt sjálfum sér eitt og hálft ár í­ viðbót í­ forsætisráðherrastól fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
í þessu ljósi verður mjög fróðlegt að sjá hvað Daví­ð Oddsson gerir eftir 15. september og hvernig Halldór hnikar til í­ ráðherraliði Framsóknarflokksins. Lætur hann Evrópusinna eða Evrópuandstæðing fara?
Ég ætla í­ lokin á þessari hugleiðingu að láta gossa mjög glannalega getspá: Það verður Guðni ígústsson sem ví­kur. Já, varaformaðurinn sjálfur! Hann er höfuð Evrópuandstæðinganna og skeinuhættastur Halldóri. Halldór verður að losna við hann og um leið kaupa hann með góðum bitlingi. Óvæntasta útspilið yrði ef Guðni fengi feitt embætti (helst í­ útlöndum) og Halldór losnaði þannig við helsta andstæðinginn.
Þetta er kannski allt frekar langsótt Kremlólógí­a en því­ meira sem ég hugsa um þetta því­ betur gengur þetta allt saman upp. Meira að segja ákvörðunin um að gera írna Magnússon að ráðherra verður skiljanleg í­ þessu ljósi. Nú, ef þetta er vitleysa hjá mér verður bara svo að vera, en mikið væri nú skemmtilegt ef þetta væri rétt. Halldór þraukaðu fram yfir 15.

108896911216074297

Var að lesa það áðan á netinu að þeir eina sem þeir félagar Knold og Tott vilja láta hafa eftir sér um væntanleg lög um þjóðaratkvæðagreiðslu er að ýmislegt í­ þeim eigi eftir að koma á óvart. það skyldi þá aldrei vera að þeir ætluðu að vera sanngjarnir, leyfa þjóðinni að ráða og sleppa öllum takmörkunum. Ég held að það sé það eina sem kæmi mér á óvart.
Annars er ég orðinn frekar leiður á því­ hvernig framkvæmdavaldið á Íslandi þykist ráða yfir öllu og Alþingi er bara orðin afgreiðslustofnun. Strax og ljóst var að þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu fór framkvæmdavaldið að undirbúa lög um hana. Sjálfum finnst mér að löggjafarvaldið eigi að sjá um að semja og setja lög ekki ráðherrar.
Nú er mikið talað um að endurskoða stjórnarskránna. Það lí­st mér vel á. Ég er þó hræddur um að þær breytingar sem ég vildi sjá á henni nytu ekki mikils stuðnings:
1. Ráðherrar megi ekki vera þingmenn.
2. Ráðherrar, ráðuneyti, stofnanir o.s.frv. megi ekki sjá um að semja lög.
3. Lagasetning sé alfarið í­ höndum Alþingis sem hafi á sí­num snærum nefndir og ráðgjafa til að tryggja vandaða lagasetningu.
4. Löggjafar- og framkvæmdavald sé kosið í­ aðskildum kosningum.
Þetta held ég að myndi brjóta upp ráðherraræðið sem er rí­kjandi á Íslandi. Hér er nefnilega hvorki lýðræði né þingræði heldur fyrrnefnd ráðherraræði sem er hættulega nálægt einræði, n.k. fáræði.