Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2004

109922689374334643

Blogg dagsins er tekið af spjallvef KFR á kennarar.is:

„Grunnskólakennarar voru með mjög sambærileg kjör og framhaldsskólakennarar (munaði 1-2 launaflokkum og tveim stundum í­ kennsluskyldu) þar til þeir fóru til sveitarfélaga.
Sí­ðan þá hafa bæði kauptaxtar og önnur kjör grunnskólakennara dregist verulega aftur úr framhaldsskólakennurum. Grunnskólakennarar hafa á þessum tí­ma bætt við sig vinnuauka upp á ca.30 vinnudaga í­ formi fjölgunar kennsludaga, breytinga á starfsdögum í­ kennsludag og aukinnar bundinnar viðveru í­ skóla (varlega áætlað)
Á sama tí­ma og kennarar í­ grunnskólum hafa tekið á sig aukna vinnu á formi ýmissa verkefna hefur einingaverð vinnunnar hrapað í­ verði samanborið við viðmiðunarstéttina framhaldsskólakennara og þetta á að réttlæta með því­ að sveitarfélögin sem tóku á sig framkvæmd lögbundinnar kennslu hafi ekki efni á að borga kennurum í­ grunnskólum þau laun sem þeir eiga skilið.
Hér er um gí­furlegt réttlætismál að ræða. Ef grunnskólakennarar ná ekki að leiðrétta þetta NúNA þá verður það aldrei.
Aldrei hefur hagsæld verið meiri. Aldrei hefur verið meira til af fjármunum. Aldrei hefur verið jafn mikill uppgangstí­mi.

Nú EíA ALDREI !

Það er aumur málstaður að kennarar eigi að sætta sig við að færast neðar í­ goggunarröðinni vegna þess að sveitarfélögin séu fátæk.
Það er aumur málstaður að kennarar beri ábyrgð á því­.
Þetta er spurning um hvar grunnskólakennarar verða í­ launasamanburði á vinnumarkaði. Kjarabarátta tekur aldrei enda en þeir sem gefast upp verða undir.
Framhaldsskólakennarar náðu fram öllum sí­num kjarakröfum og fengu allt fyrir ekkert. Þeir hafa ekkert selt af sí­num vinnutí­mafrí­ðindum. Grunnskólakennarar hafa selt skammarlega mikið fyrir skammarlega lí­tið.
Verðtryggð frí­ðindi (vinnutí­ma) á aldrei að selja fyrir grunnkaupshækkanir. Reynslan af því­ er til þess að læra af henni.

Svarið er einfalt
Nei ég hef sjálfsvirðingu og sætti mig ekki við þau smánarlaun sem miðlunartillagan inniheldur.

Fattarinn

Þetta er eins og talað út úr mí­nu eigin hjarta.

109907572001134719

Ég sit hér við tölvuna og er að lesa miðlunartillögu sáttasemjara. Það er vægast sagt ömurleg lesning. Hækkanir sem varla ná að halda í­ við verðbólguspár. Lokaniðurstaðan 2007 tugum þúsunda lægri en meðallaun annarra háskólamenntaðra stétta í­ desember 2003. Gulrótin sem menn eru að vona að lokki kennara til að samþykkja tillöguna hækkuð um 30 þúsund kall. Ég efast um að launahækkanirnar sem eru inni í­ þessari tillögu nægi fyrir póstburðargjaldinu hjá rí­kissáttasemjara og pappí­rskostnaðinum! Þessi tillaga leiðir ekki til neins nema nákvæmlega sömu stöðu og nú er uppi í­ samningslok og nýs margra máða verkfalls.
Það er ekki spurning hvort þetta tað verður fellt heldur einungis með hve stórum meirihluta það verður, 90% er mí­n spá. Svo eru vinnubrögðin sem eru viðhöfð af hálfu sáttasemjara með að banna Kí að standa fyrir kynningafundum og sniðganga kosningakerfi Kí áví­sun á að eitthvað gruggugt er í­ gangi. Nú á að reyna að gabba kennara til að samþykkja enn eina kjaraskerðinguna sem dulbúna kjarabót og banna mönnum að tala saman um það!
Eru svona vinnubrögð boðleg í­ siðvæddu landi?
29. október 2004 verður minnst sem dagsins sem kennarastéttin fékk endanlega staðfestingu á því­ að hún er talin einskis virði. Öflugt spark í­ kviðinn hefði ekki verið jafn mikil niðurlæging og þessi viðbjóður! Við skulum muna þennan dag. Honum má aldrei gleyma. Svartasta degi í­ sögu stéttarbaráttu kennara á Íslandi.

109904457133951152

Þá er komin fram miðlunartillaga og skólastarf hefst að nýju á mánudaginn. Enn sem komið er hafa ekki borist upplýsingar um hvað felist í­ miðlunartillögunni. En ansi er ég hræddur um að ekki sé komið að fullu til móts við þær kröfur kennara um laun sem þó var nú þegar búið að lækka. Orðrómur segir að eini markverði munurinn á þessari tillögu og þeirri sí­ðustu sé að eingreiðslan sé hækkuð. Sem sagt óviðunandi launahækkun og reynt að kaupa kennara til fylgislags með glópagulli. Vonandi er þessi orðrómur ekki réttur en ef það er flugufótur fyrir honum er ég hræddur um tvennt:
a) Kennarar átti sig á því­ að tilboðið er slæmt en treysti sér ekki að fella það og halda verkfallsaðgerðum áfram. í því­ tilfelli getum við búist við nákvæmlega sömu stöðu og er nú í­ gangi eftir þrjú ár.
b) Kennarar átti sig á því­ að tilboðið er slæmt og hafi dug í­ sér til að fella það. Þá er ljóst að verkfall mun vara þangað til kennarar fá sambærileg laun við aðrar háskólamenntaðar stéttir.
Auðvitað vonum við að hvorugt af þessu sé rétt og að miðlunartilboðið sé mjög gott. Þá geta skólanir starfað eðlilega út veturinn og allir verið happy ever after.

109897766559289195

Ég hef ekkert getað bloggað frá því­ á þriðjudaginn. Það hefur verið nóg að gera að reyna að leiðrétta misskilninginn sem KÞJ kom af stað. Merkilegt að sá maður hafi aldrei neitt til málanna að leggja annað en upphlaup og sýndarmennsku. Eins og ég sagði á þriðjudaginn komu engar mótaðar tillögur frá honum, kennarar útskýrðu sí­n sjónarmið og KÞJ lagði rí­ka áherslu á að báðir aðilar töluðu við sí­na samninganefnd.
Það gerðum við en hann rauk beint í­ menntamálaráðherra með einhverja niðurstöðu sem engin var. Svo er þetta kynnt í­ fjölmiðlum eins og einhver sameiginleg tillaga hans og kennara á Akureyri til lausnar deilunni. Engir eru jafn ósáttir við þessa tillögu og kennarar á Akureyri.
Þrátt fyrir að BKNE hafa sent út fréttatilkynningu til allra fjölmiðla, Birna sem er trúnaðarmaður í­ skóla hér á Akureyri hafi verið í­ Dægurmálaútvarpinu á Rás 2 í­ gær og fjölmiðlar hafi talað margoft við Tryggva formann á þriðjudaginn veður þessi misskilningur enn uppi og fréttatilkynningin hefur ekki einu sinni verið birt.
Alvarlegra finnst mér þó að nú virðast KÞJ og hans hundtryggi aðstoðarmaður Gunnar Gí­slason vera að hvetja skólastjóra á Akureyri til að funda með sí­num kennurum og fá þá til að álykta með þessum arfavitlausu hugmyndum. Burtséð frá því­ að önnur eins stéttarsvik skólastjóra eru vandfundin. Einn slí­kur fundur fór fram í­ morgun og sem betur fer tóku kennarar þess skóla ekki í­ mál að álykta eitt né neitt. Þar að auki er það náttúrulega skýlaust verkfallsbrot að ræða við starfsmenn í­ verkfalli um skipulag og vinnu eftir að verkfalli lýkur. Annað ef skólastjórarnir væru að bjóða fólki í­ kaffi og reyna að stappa í­ það stálinu.
Á morgun hefur annar skólastjóri boðað til sambærilegs fundar og ég hvet kennara eindregið til að mæta ekki.
Sjálfur verð ég eindregnari í­ afstöðu minni með hverjum deginum sem lí­ður og aldrei ákveðnari sem nú að sætta mig ekki við neinar málamyndakauphækkanir. Ef það þarf 9 mánaða verkfall til að ná fram mannsæmandi launum þá verður það bara að vera þannig!

109882026550050130

í gærkvöldi fór ég á fund með Kristjáni Þór Júlí­ussyni bæjarstjóra á Akureyri sem boðað var til með ákaflega skömmum fyrirvara. Reyndar boðaði Kristján bara trúnaðarmenn á sinn fund en þeir vildu hafa okkur í­ stjórn BKNE með til halds og trausts. Þessi fundur er nú búinn að vera ákaflega mikið í­ fréttum sem er merkilegt þar sem ekkert fréttnæmt gerðist á honum. Kristján spurði hvernig við tækjum í­ hugmyndir um að breyta uppbyggingu kjarasamningsins með það sem markmið að taka út mí­nútuskilgreiningar heldur skilgreina hvað fælist í­ kennarastarfinu og láta svo hvern skóla um að skipuleggja tí­ma sinna kennara.
Við tókum ágætlega í­ þessar hugmyndir með fyrirvörum um ákveðnar viðmiðanir, s.s. hversu margar kennslustundir teldust full vinna, hversu langan tí­ma þyrfti að miða við sem lágmarksundirbúning o.s.frv. Einnig að kjarasamningar ættu að vera lágmarkssamningar og svo væri hægt að semja um umframkjör við hvert sveitarfélag fyrir sig.
í dag birtist Kristján svo í­ fréttum með alsherjar-skyndilausn á deilunni sem hann segist hafa talað um við kennara. Kannski var hann á allt öðrum fundi en ég? A.m.k. var ekki lögð fram nein mótuð tillaga á fundinum í­ gær. Þetta var meira svona almennar umræður þar sem ýmsum hugmyndum var varpað fram og spjallað um þær yfir kaffibolla og diet-kóki.
í ljósi þessa rennur mann nú í­ grun að hann hafi verið búinn að ákveða þennan fund með menntamálaráðherra fyrirfram og hefði farið á hann og gefið út sömu yfirlýsingar hvað svo sem hefði komið fram á fundinum með trúnaðarmönnum. Ætlu maðurinn sé á leið á þing?
Núna er ég hins vegar að fara á æfingu hjá Freyvangsleikhúsinu. Ég þakka þeim sem hlýddu.

109872352776819151

Það er fótbolti í­ sjónvarpinu og ég get ekki annað en samglaðst með Eiði Smára að hafa náð að skora þrennu. Mikið væri nú gaman að hafa gaman af þessu. Þá gæti maður gengið að afþreyingu allar helgar, virka daga og hangið á netinu að lesa og skoða þessa boltaleiki.
í staðinn reynir maður að fylgjast með fréttum og pólití­k og kemst yfirleitt yfir að ná því­ sem gerist á degi hverjum á svona u.þ.b. tí­u mí­nútum.

í dag var t.d. fundurinn með Halldóri og launanefndinni, Halldóri og kennarasambandinu og svo öllum að óvörum með Halldóri og Rí­kissáttasemjara. Eftir þann fund kallaði sátti á menn aftur til fundar á morgunn og enginn veit um hvað þar sem allir þvertaka fyrir að setja lög, launanefndin vill ekki gerðardóm og enn er svo langt á milli manna að það er útséð með að það verði eitthvað samið í­ bráð. Það verður fróðlegt að heyra á morgun hvað gerist.

í Fréttablaðinu um helgina var viðtal við kennslukonu sem hefur gripið til þess ráðs að fá sé ákaflega vel borgaða aukavinnu með starfinu til að láta enda ná saman. Ég held það sé ekki mikil eftirspurn eftir körlum í­ þá starfstétt þannig að lí­klega get ég ekki fengið mér sömu aukavinnu.
Annars vöknuðum við eldsnemma í­ morgun nokkrir kennarar og fórum í­ verkfallsvörslu í­ skóla nálægt Akureyri en það kom nú eiginlega í­ ljós að það var ekki um nein raunveruleg verkfallsbrot að ræða bara kjánaskap. Raunalegt samt hvað stéttarvitund virðist vera fjarlæg sumum mönnum.

Ef mér væru boðnar 1.000.000 krónur fyrir að spí­gspora alvopnaður í­ Afganistan eða írak myndi ég segja nei. Það er nefnilega enginn leikur að taka þátt í­ því­ að sprengja lönd í­ tætlur, myrða karla, konur og börn og fara svo í­ hermannabúningi með byssu á staðinn og þykjast vera friðargæsluliði. Auðvitað eiga í­slenskir hjálparstarfsmenn að starfa á borgaralegum forsendum utan átakasvæða og vonandi verða þessir menn þarna í­ Afganistan kallaðir heim hið fyrsta og sagt að skila hermannabúningnum.

Það veitir manni aðra innsýn ef maður reynir að setja sig í­ spor heimamanna. ímyndum okkur að arabaþjóðirnar hefðu sprengt Ísland í­ loft upp og valdið gí­furlegum mannskaða, sent sí­ðan her hingað til að koma vopnuðum strí­ðsherrum til valda. Sí­ðan myndu Sameinuðu Þjóðirnar senda hingað „friðargæsluliða“ sem væru lí­ka arabí­skir hermenn. Myndum við gera einhvern greinarmun á hermönnum eftir því­ hvaða fáni væri á ermunum á búningunum þeirra?

109865567342216184

a) Samfylkingin (einhverjir innan hennar) taka vel í­ hugmyndir um einkarekstur í­ heilbrigðis- og menntakerfinu. Þrátt fyrir að einkarekstur hafi ví­ðast reynst óhagkvæmari en rí­kisrekstur, dregið úr gæðum og aukið mismunun. Einkarekstri fylgir nefnilega mikið apparat af hálfu rí­kisins til að hafa eftirlit með rekstrinum, aukin yfirbygging, aukin þörf fyrir tryggingar o.s.frv. Þar að auki hafa óeðlileg eignatengsl óæskileg áhrif á reksturinn. Þannig er t.d. ákaflega varhugavert ef lyfjafyrirtæki eiga í­ heilbrigðisstofnunum. Þessar hugmyndir verður því­ að kæfa strax og benda mönnum á villur sí­ns vegar.

b) Undarlegasta fólk út um allan bæ segir það óumdeilt að gæði skólanna hafi aukist umtalsvert sí­ðan þeir voru færðir yfir til sveitarfélaganna. Má t.d. nefna Stefán Jón Hafstein og Björgvin G. Sigurðsson. Annar þeirra er formaður fræðsluráðs Reykjaví­kur og því­ varla hlutlaus. Hinn veit ég ekki til að hafi nokkuð komið nálægt menntamálum eða grunnskólum og hafi því­ vit á því­ um hvað hann er að ræða.
Vissulega er það rétt að ef gæði skólanna eru metin í­ fjölda skólanámskráa, einstaklingsnámskráa, stefnumótunarfunda, markmiðssetningum, innra mati, sjálfsmati, stöðumati, fjölda deildarfunda og samráðsfunda, funda með þjónustuaðilum, lengd kennarafunda, aukinni skráningu og eftirliti með skólastarfi. Jú, þá hafa gæðin aukist. Ef hins vegar er litið til árangurs nemenda eða kennslunnar þá efast ég um að það sjáist mikill munur, nema kannski til hins verra þar sem kennarar fá mun skemmri tí­ma núna til undirbúnings og má því­ ætla að fjölbreytileiki verkefna og kennsluaðferða hafi liðið fyrir allar þessar fundarsetur og pappí­rsvinnu.

c) Starfsgreinasambandið, ASí og SíS tala öll fjálglega um að samningar við grunnskólakennara muni kollvarpa efnahagsástandinu vegna ví­xlhækkana sem munu verða fái kennarar launahækkun. Ekki man ég til að svona ví­xlhækkun hafi orðið þegar framhaldsskólakennarar sömdu um launahækkanir í­ kjölfar átta vikna verkfalls um árið.
Samkvæmt launakönnun VR hafa háskólamenntaðir félagsmenn þess félags um 32% hærri heildarlaun en aðrir félagsmenn en þeirra meðalheildarlaun eru 273 þúsund á mánuði. Háskólamenntaðir fá því­ lí­klega um 360 þúsund. Á heimasí­ðu Félags framhaldsskólakennara kemur fram að meðalheildarlaun þeirra voru 317.904 í­ desember 2003 (þar eru ekki nýrri tölur), félagsmenn BHM fengu samkvæmt sömu heimild 318.025 krónur á sama tí­ma.
Meðalheildarlaun kennara eru 250 þúsund á landinu öllu að meðtöldum skólastjórum. Þau hafa ekki hækkað frá 1. janúar á þessu ári. Mí­n heildarlaun eru 203.286. Ég mun ekki samþykkja kjarasamning sem færir mér neitt minna en svipað menntað fólk hefur hjá öðrum vinnuveitendum. Ég hef sex ára háskólamenntun. Miðlunartilboð sáttasemjara hefði hækkað mí­n laun upp í­ 234.795 krónur í­ lok árs 2007. Það er u.þ.b. 100.000 krónum of lí­tið!

109846400187986615

Fer grunnskólinn aftur til rí­kisins?

Það mátti skilja af ummælum Þorgerðar Katrí­nar menntamálaráðherra þegar hún gaf sér góðan tí­ma og ræddi af skilningi við kennara sem voru með mótmælastöðu við rannsóknarhús HA þegar hún kom þangað til að vera við opnun hússins.
Þorgerður óx í­ áliti hjá mér fyrir framgöngu sí­na, en á meðan Sjávarútvegráðherra laumaða sér inn í­ húsið um kjallarann, kom hún til kennara og ræddi við þá og það sem er ekki verra hlustaði á þá.
Þrennt kom fram í­ þessum umræðum hjá menntamálaráðherra sem verður að teljast stórtí­ðindi.

1. Hún taldi að kröfur grunnskólakennara um 230.000 króna byrjunarlaun menntaðs kennara væru ekki óhóflegar. Reyndar finnst mér þetta allt of lág tala.

2. Hún sagði að sveitarfélögin væru ófær um að leysa deiluna og það þyrfti „einhverja í­hlutun“ rí­kisvaldsins.

3. Hún sagði að það þyrfti að skoða vandlega hvort rétt væri að færa rekstur grunnskólanna aftur yfir til rí­kisins.

Þetta var mun betri frammistaða hjá hæstvirtum menntamálaráðherra heldur en hjá Kristjáni Þór Júlí­ussyni. Hann byrjaði að spyrja: „Hvað er að marka ummæli Kennarasambandsins…“ og uppskar pú fyrir. Endurtók hann sig þá og spurði aftur: „Hvað er að marka ummæli Kennarasambandsins um að semja sér við hvert sveitarfélag?“ Þegar honum var bent á að það gæti ekki orðið fyrr en í­ næstu samningum setti hann hljóðan og gekk rakleiðis inn í­ húsið.
Það er samt áhugavert að velta því­ upp að fyrir sí­ðustu samninga voru mörg sveitarfélög með sérsamninga við sí­na kennara en fyrir það var tekið af kröfu sveitarfélaganna. Kennarasambandið hefur alltaf að því­ er ég best veit verið tilbúið til að semja við hvert sveitarfélag fyrir sig og leyfa kennurum að gera sérsamninga við sí­na vinnuveitendur sem byggja ofan á kjarasamning FG. Samband í­slenskra sveitarfélaga hefur hins vegar barið allt slí­kt niður með hótunum gagnvart sveitarfélögum sem skera sig út úr samflotinu og beita þar fyrir sig þeirri staðreynd að sveitarfélögin neyðast til að sækja ákveðna þjónustu til SíS og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er á þeirra valdi. Þessi ummæli Kristjáns komu því­ úr hörðustu átt og eru í­ takt við annað sem sá maður segir.

í því­ ljósi er rétt að benda á þetta en þarna kemur fram að „skólabærinn“ Akureyri er það sveitarfélag sem setur lægsta hlutfall tekna í­ grunnskólana. í litlum sveitarfélögum er þetta náttúrulega hærri tala, t.d. 92,3% hjá Saurbæjarhreppi, en meira að segja hjá stórum sveitarfélögum eins og Kópavogi (51,8%), Hafnarfirði (56,4) og Reykjaví­k (48,2%) er þetta mun hærra hlutfall en á Akureyri (42,5%). Sambærilegt sveitarfélag og Akureyri, Mosfellsbær greiðir 59,1% af sí­num tekjum í­ grunnskólann en það er 16,6% meira. Enda eru meðallaun grunnskólakennara á Akureyri ví­st 20 til 30 þúsund krónum lægri en landsmeðaltal.

109840369507681858

Ég hef í­ rauninni ekki um neitt sérstakt að ræða í­ dag svo ég ætla bara að segja frá týpí­skum verkfallsdegi:
Það er svo sannarlega búið að vera nóg að gera hjá mér í­ dag. Ég byrjaði á því­ að fá mér góðan enskan morgunverð þegar ég var búinn að skutla Gullu í­ vinnuna. Steikti beikon og egg og einhverjar sérstakar enskar morgunverðarpylsur sem var verið að selja á enskum dögum í­ Hagkaup. Það var mjög fí­nt. Fór svo í­ sturtu og vakti drengina og gaf þeim morgunmat.
Klukkan hálf ellefu fórum við Kári í­ verkfallsmiðstöðina því­ ég þurfti að opna í­ dag og þar vorum við til tvö að spjalla, spá og spekúlera. Bömmer að næsti samningafundur hafi verið boðaður eftir tvær vikur. Það er hins vegar rétt sem Eirí­kur sagði í­ fréttunum að ef samninganefndin hefði skrifað uppá einhverja miðlunartillögu með kjarabótum sem færa okkur ekkert nær mannsæmandi launum þá hefði henni bara verið hafnað af kennurum. í þessu sambandi má geta þess að háskólamenntað fólk á almennum vinnumarkaði, þá er miðað við B.A., B.S. eða B.Ed. gráðu, hefur ví­st að meðaltali um 370 þúsund í­ laun, framhaldsskólakennarar um 330 þúsund, BHM-fólk eitthvað aðeins meira en kennarar sem hafa sambærilega menntun hafa 250 þúsund í­ meðallaun (inni í­ þeirri tölu eru lí­ka skólastjórar). Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt.
Eftir setuna í­ verkfallsmiðstöðinni fórum við heim og ég útbjó þennan fí­na sí­ðdegismat handa okkur Kára (Dagur sagðist vera búinn að fá sér). Smurbrauðsdisk með sykurlausu brauði með reyktri sí­ld, skinku, osti og rúllupylsu handa mér og spælt egg og enskar pylsur fyrir Kára.
Að þessu loknu tók ég mig til og kláraði að mála dyrakarmana. Sí­ðasta umferðin vona ég og á morgun get ég farið að setja hurðirnar upp aftur. Þá var Degi skutlað í­ vinnuna til móður sinnar en hann er farinn að taka upp á því­ að ganga með henni heim.
Ég hrærði skyr í­ kvöldmatinn með eggi og vanillu og þegar ég var búinn að ganga frá eftir hann fór ég í­ Freyvangsleikhúsið. Það stendur til að setja upp Kabarett 12. og 13. nóvember sem ég er að hugsa um að taka þátt í­. Það var svo gaman í­ Ronju sí­ðasta vor að ég bara get ekki hætt.
Ég kom svo heim úr þessu kl. 22:30 svo ég náði að sjá Crazy Bastard ví­deóið í­ 70 mí­nútum. Senda strákana í­ rúmið, lesa fyrir Kára, hengja upp úr þvottavélinni og blogga.
Það hefur sem sagt verið nóg að gera hjá mér í­ dag sem aðra daga þó svo að maður þurfi ekki að mæta í­ vinnuna. Á morgun ætlum við svo að hafa spilakvöld í­ verkfallsmiðstöðinni og spila félagsvist fram eftir nóttu. Kannski ég splæsi afgangnum af verkfallsbótunum í­ bjór (eins og það sé einhver afgangur).
BBíB