Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2005

113596481215053785

King Kong

Mánudaginn 19. desember fór ég með unglingadeild Giljaskóla að sjá King Kong.
Ég skal taka það fram að sjálfur hafði ég engan áhuga á að fara á þessa mynd og
það litar lí­klega álit mitt á henni því­ það má draga saman í­ einni spurningu:
Til hvers?
Jú, jú, myndin er rosalega vel gerð en maður er nú bara orðinn þannig að það að
horfa á tölvugrafí­k og tæknibrellur í­ þrjá klukkutí­ma hefur ekkert aðdráttarafl
svona út af fyrir sig. Aðalleikkonan er lí­ka voðalega sæt en lí­ka voðalega
lí­tið annað. Engin persónanna er trúverðug eða skapar samúð (ekki einu sinni
apinn). Bardagaatriði apans, t.d. við þrjár grameðlur, eru allt of löng og
undir lokin fer maður eiginlega að vona að helv…. eðlunar gangi frá honum bara svo
þetta fari að verða búið. Þrátt fyrir þetta er myndin ágætis, ef langdregin,
skemmtun þangað til apinn næst. Sem er alveg gersamlega fáránlegt atriði í­
ljósi fyrri átvika í­ myndinni. Þar tekur myndin all svakalegan niðurkipp sem
hún nær sér aldrei upp úr en byrjaði þó í­ ákaflega rasí­skum atriðum í­ fyrri
hluta myndarinnar bæði hvað varðar frumbyggjana á eyjunni og þegar göfugi
svarti maðurinn fórnar sér fyrir munaðarlausa og saklausa hví­ta drenginn. Allt
í­ seinni hluta myndarinnar, þ.e. eftir að þau koma til baka til Bandarí­kjanna,
er í­ einu orði sagt: Fáránlegt.
Það stenst ekkert og stórsyndugur kvikmyndagerðarmaðurinn með handtökuskipun á
bakinu, fjársvik, stuld og ég veit ekki hvað er orðinn Broadwaypródúser án
nokkurra minnstu vandkvæða þar sem górilluapi sem nokkru fyrr buffaði þrjár
grameðlur með annari hendi (þurfti að halda á sætu með hinni mest allan tí­mann)
situr hlekkjaður við steypuklumpa sem standa upp úr sviðinu og virðist ekkert
geta gert og verður svo trylltur vegna ljósagangs frá flössum
dagblaðaljósmyndaranna. íkaflega Frankenstein eitthvað, fyrirsjáanlegt og leim.
Lokaatriðin með apanum á Empire State byggingunni lí­ta svo lí­ka jafn svakalega
vel út og afgangurinn af myndinni en eru lí­ka alveg jafn innihaldslaus. Þegar
kvikmyndagerðarmaðurinn röltir sér svo í­ gegnum mannþvöguna við lí­k risavaxna
apans og lætur hrynja af vörum sér speki myndarinnar í­ einni setningu sem
hljómaði eins og hún hefði verið tekin aftan af lúinni baksí­ðu notaðrar
sakamálakilju frá 7. áratuginum sökk myndin dýpra í­ merkingarlausa vitleysu,
smekkleysi og hræsni en okkru sinni áður.
Sem sagt: Mjög góð mynd, frábærlega gerð, flott tölvugrafí­k og tæknibrellur,
leikur fí­nn og öll tæknileg atriði í­ einu orði sagt frábær. Það er bara
innihaldið sem skemmir hana og gerir hana ósjáanlega. Það var búið að gera tvær
King Kong myndir og það var engin þörf fyrir þá þriðju. Ég spyr bara: Til
hvers?

Næst verður fjallað um Narní­u.

113595617657838147

Ég las í­ Fréttablaðinu áðan að Oktaví­a Jóhannesdóttir, eini bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í­ bæjarstjórn Akureyrar, hefði sagt sig úr flokknum og gengið í­ Sjálfsstæðisflokkinn. Það sem þessi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hafði markverðast gert fram til þess var að mótmæla hugmyndum um að færa Reykjarví­kurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Fyrir það fékk hún sérstakt hrós frá sjónvarpsþætti hér í­ bæ. Hún er lí­ka ástæða þess að ég var búinn að sjá fram á að hafa ekkert að kjósa í­ næstu bæjarstjórnarkosningum (nema e.t.v. Frjálslynda ef þeir hefðu boðið fram) eins og ég var búinn að blogga um áður. í kjölfar þess að Samfylkingarfólk hafnaði henni algerlega í­ prófkjöri hefur Oktaví­a hins vegar ákveðið að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og þar með gefið öllu skýrt hugsandi fólki á Akureyri skýran kost að kjósa. Farið hefur fé betra. í raun þá lí­ður mér eins og ég sé nú loks búinn að losna við einhver óþægindi sem hafa pirrað mig lengi án þess að ég hafi getað fest fingur á því­ nákvæmlega hvað það var. Nú loksins get ég kosið flokkinn minn með góðri samvisku og jafnvel búist við því­ að fleira sæmilega skynsamt fólk geri það lí­ka (en það leit alls ekki út fyrir það eins og staðan var í­ haust).
Nóg samt af pólití­sku argaþrasi (nema eitt: Annað hvort hefur Ragnar Halldórsson kvikmyndagerðarmaður yndi af því­ að snúa út úr fyrir fólki eða þá að hann hefur bara alls ekki skilið um hvað Ögmundur og Hannes voru að tala). Næst verður fjallað um King Kong.

113586747649391497

Það hefur lí­tið verið bloggað yfir jólin. Því­ veldur það að ég fékk nýja bók eftir Terry Pratchett og Civilization IV tölvuleikinn í­ jólagjöf. Reyndar er smá vandamál að spila þennan leik því­ hvorug tölvan á heimilinu virðist ráða við hann. Kompi neitar að spila hann og fartölvan spilar hann með herkjum en sýnir þó ekki kortið fyrstu umferðirnar eða þangað til maður er búinn að kanna nægilega stórt svæði. Mig langar svolí­tið í­ nýja tölvu sem ræður við svona lagað. Annars er það að frétta að ég fékk eitthvert Spyware í­ tölvuna í­ fyrradag og gegnur ekkert að losna við það. Ég skannaði bæði með ví­rusvarnarforritinu og AdAwere og í­ sameiningu fjarlægðu þessi tvö forrið 46 aðskotahluti úr tölvunni. Þrátt fyrir það tilkynnir explorerinn mér í­ hvert sinn sem ég fer á netið að ég sé með Spyware. Fór og lét tvö forrit á netinu frí­skanna tölvuna (Malawere og Spy(eitthvað)). Annað forritið fann 3 aðskotahluti og hitt 113! Hvorugt bauð þó upp á þann möguleika að fjarlægja ófögnuðinn nema ég keypti. Hvað er til ráða kæru netverjar? Er ekki bara best að fara í­ BT eða Tölvulistann og kaupa eitthvað sem fjarlægir svona þar?
Núna ætla ég hins vegar að skrifa aðeins um bí­ómyndirnar þrjár sem ég fór að sjá yfir hátí­ðirnar. Fyrst er Harry Potter og eldbikarinn.

113586800407360541

Harry Potter og eldbikarinn

Ég er ekki frá því­ að þessi Harry Potter mynd sé betri en sú sí­ðasta. Harry og vinir eru lí­ka orðin eldri og því­ ekki jafn skelfilega pí­nlegt að horfa á þau og í­ upphafi. Ég held samt að það hljóti að vera erfitt að fylgja mynunum eftir og ná söguþræðinum ef maður hefur ekki lesið bækurnar. Það eru alltof margar persónur og litlum tí­ma varið í­ persónuuppbyggingu í­ myndunum til þess að þetta geti „meikað sens“ fyrir þá sem þekkja ekki karakterana og plottið fyrir. Það sem mér fannst helsti gallinn við þessa mynd var hvað leikarinn sem lék Victor Krum var mun eldri en þeir sem léku Cedric Diggory og Fleur Delacour. Samkvæmt bókinni eiga þetta að vera 17 – 18 ára krakkar en Victor leit ekki út fyrir að vera degi yngri en 24. Sem þýðir að samband hans við Hermonie varð frekar pedófí­lskt. Emma Watson reyndar gullfalleg í­ ballatriðinu og öfundsýki Rons vel skiljanleg en þrátt fyrir glæsileika leit hún samt út fyrir að vera 13 – 15 ára og ástarsamband við 24 ára mann því­ frekar ósmekklegt (þótt hann ætti að vera 17 samkvæmt bókinni þá var það hvergi tekið fram í­ myndinni).
Sem sagt hin fí­nasta skemmtun. Samt mynd sem ég held að höfði einungis til lesenda bókanna og í­ raun að nauðsynlegt sé að hafa lesið bókina til að geta haft gaman af myndinni.
Næst verður fjallað um King Kong.

113464424760424870

Imagine

Imagine there’s no heaven,
It’s easy if you try,
No hell below us,
Above us only sky,
Imagine all the people
living for today…

Imagine there’s no countries,
It isnt hard to do,
Nothing to kill or die for,
No religion too,
Imagine all the people
living life in peace…

Imagine no possesions,
I wonder if you can,
No need for greed or hunger,
A brotherhood of man,
Imagine all the people
Sharing all the world…

You may say Im a dreamer,
but Im not the only one,
I hope some day you’ll join us,
And the world will live as one.

(John Lennon)

Undirstrikanir, feit- og skáletranir eru mí­nar. Þið megið giska á hvað þær þýða.

113448387537344135

Ég hef verið kitlaður svo hér eru listarnir mí­nir:

7 konur sem mér hafa fundist fallegar (fyrir utan maka):
1. Sandra Kim
2. Sandra Bullock
3. Angelina Jolie
4. Lena Katina
5. Drew Barrymore
6. Melanie Griffith (Reyndar er sætleiki hennar bundinn við myndina Cherry 2000)
7. Sabnem Paker

7 hlutir sem ég get:
1. Kennt
2. Skipulagt
3. Skrifað hratt á lyklaborð
4. Komið fyrir mig orði
5. Eldað góðan mat
6. Leikið
7. Haldið takti

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Sungið
2. Smí­ðað
3. Horft á væmnar kvikmyndir
4. Haldið höndunum stöðugum
5. Grátið
6. Klifið fjöll
7. Teiknað

7 atriði sem ég segi oft:
1. Whatever
2. OMG
3. Helví­tis, djöfulsins, andskotans
4. Fokkings sjitt
5. Jeg gider ikke
6. Þú ert ágæt(ur)
7. Þú ert ekki sem verst(ur) sjálf(ur)

7 gallar í­ fari mí­nu sem ég á erfitt með að forðast:
1. Besserwiss
2. Hroki/Sjálfstraust
3. Leti
4. Að fresta hlutum
5. Fljótfærni
6. Að taka hlutum of alvarlega
7. Að taka hlutum ekki nógu alvarlega

7 hljómsveitir sem ég hlusta á og einkenna mig sem manneskju:
1. Duran Duran
2. Eurovision (Ég veit að það er ekki hljómsveit)
3. Annars
4. hlusta
5. ég
6. ekkert á
7. tónlist

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Koma til allra heimsálfa (Nema Suðurskautslandsins)
2. Skrifa bók
3. Taka þátt í­ afhelgun samfélagsins
4. Láta til mí­n taka
5. Segja skoðun mí­na og hvetja aðra til að vera gagnrýnir
6. Verða gamall
7. Eiga áhyggjulaust ævikvöld

Þar sem ég er lí­tið fyrir að halda svona keðjum gangandi ætla ég að kitla eftirfarandi: Björn Bjarnason, Egil Helgason, forsetann og biskupinn.

113447092569601044

Það var kominn tí­mi á að taka út borðann um að jólin mí­n byrji í­ desember þar sem sá mánuður er löngu kominn. Ég var í­ Reykjaví­k um helgina að eyða gjafakortinu sem fylgdi með bí­lnum. Það tókst á ótrúlega skömmum tí­ma. Af bí­lnum er hins vegar það að frétta að í­ umræddri Reykjaví­kurferð tapaðist einn hjólkoppur og bakkað var á hann (þ.e. bí­linn ekki hjólkoppinn). Gamla bí­linn höfum við hins vegar loksins náð að selja. Það var bí­lapartasala ein hér í­ bæ sem ætlar að rí­fa hann í­ frumeindir sí­nar og fengum við 30 þúsund kall fyrir.
Þar að auki er allt brjálað vegna hins nýja samnings Reykjaví­kurborgar við ófaglært starfsfólk í­ leikskólum. Ekki það heyrist mér að menn séu óánægðir með að þetta fólk fái hærri laun heldur hitt að samningurinn veitir ófaglærðum hærri laun en faglærðum fyrir sambærileg störf. Skilaboðin í­ því­ eru náttúrulega þau að Reykjaví­kurborg vilji frekar ófaglært starfsfólk eða að fólk verði beinlí­nis vanhæfara ef það menntar sig. Ég geri hins vegar ráð fyrir því­ að þarna sé frekar verið að höggva í­ þann gamla knérunn að leikskólar séu nú bara pössun en ekki skólastig og því­ þurfi enga sérstaka fagmenntun til að vinna þar. Það má kosta einhverju til nú til að búa til leikskóla framtí­ðarinnar sem eru eingöngu dagvistunarstofnanir og þ.a.l. mun ódýrari í­ rekstri en menntastofnanir.
Það er spurning hvernig þessi þróun verður í­ grunnskólunum. Það er nú þegar í­ bí­gerð að fara að búa til nám fyrir skólaliða/stuðningsfulltrúa. Manni sýnist tilgangurinn með því­ vera sá að búa til einhvers konar aðstoðarkennara. Það er starfskraft með minni menntun sem er ódýrari en menntaður kennari. Hvenær skrefið verður stigið til fulls og menntunarkröfur lagðar niður og ómenntuðum boðin hærri laun en menntuðum er þá lí­klega bara tí­maspursmál. Þetta er enda allt í­ takt við skólastefnu yfirvalda sem virðist í­ raun vera sú að reka ódýra grunnskóla sem taka við öllum án þess að þjónusta þá nægilega og útskrifa ódýrt vinnuafl fyrir stóriðju. Þetta segja menn þó náttúrulega aldrei berum orðum á hátí­ðarstundum en öll verk manna, s.s. stytting náms til stúdentsprófs, benda eindregið til þess að þetta sé stefnan.

113403887338289051

Það hefur orðið umræða á netinu vegna jaðarskoðana. Ekki einhverra ákveðinna jaðarskoðana heldur um það hvað orðið þýðir. Allt spratt þetta út af þeim ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gí­sladóttur að það væri ekki jaðarskoðun á Íslandi að hér ætti að vera öflugt velferðarkerfi. Mér sýnist þessi umræða vera á villigötum því­ hingað til hefur mér sýnst að fólk sé að tengja hugtakið jaðarskoðun við annað hvort öfgar eða kjánalegar skoðanir, þ.e. með því­ að kalla einhverja skoðun jaðarskoðun sé verið að ýja að öðru hvoru þessa tveggja. Þetta finnst mér alrangur skilningur á hugtakinu jaðar.
Tökum dæmi um jaðarbyggðir. Á Norðurlandi er Hvammstangi jaðarbyggð (hann er næst vesturjaðrinum). Hvammstangi er hins vegar ekki jaðarbyggð á leiðinni milli Reykjaví­kur og Akureyrar (hann er nánast á miðri leið). Ef við lí­tum á fólksfjölda þá er bæði Hvammstangi og Reykjaví­k jaðarbyggðir (á sitthvorum jaðrinum) en Akureyri ekki. Hvað er jaðar fer því­ allt eftir því­ við hvað við miðum. Selfoss er jaðarbyggð sé miðað við sjávarafla.
Það fer sem sagt eftir því­ hvaða flokkun við notum á skoðanir hvort þær teljast jaðarskoðanir eða ekki. Ef við flokkum eftir öfgum þá eru bæði öfgaskoðanir og í­haldssemi jaðarskoðanir en skoðanir sem fela í­ sér smávægilegar breytingar ekki. Ef við flokkum eftir fjölda fylgjenda þá eru bæði skoðanir sem fáir aðhyllast og hinar sem flestir aðhyllast jaðarskoðanir (athugið að í­ því­ felst ekki að skoðunin sem fáir aðhyllast sé eitthvað kjánalegri en sú sem flestir aðhyllast).
Ég tel að þarna liggi mistök ISG. Hún hefur ekki áttað sig á því­ að við erum ávallt með tvo jaðra. Hún hefur væntanlega átt við að þeir sem telji að á Íslandi eigi að vera öflugt velferðarkerfi séu það margir að skoðunin teljist ekki jaðarskoðun vegna þess hve fáir aðhyllast hana. Þetta gæti hins vegar verið jaðarskoðun vegna þess hve margir eru sammála henni (með þessu er á engan hátt verið að segja að skoðunin sé betri eða verri en aðrar vegna þess að hún sé ekki jaðarskoðun). ISG vildi örugglega bara leggja áherslu á hve ví­ðtækan stuðning velferðarkerfið hefði í­ samfélaginu án þess að gera lí­tið úr þeim sem eru ósammála.
Ég er ekki vanur að taka hanskann upp fyrir ISG en hér sé ég mig tilneyddan þar sem mér finnst eins og orð hennar hafi verið gí­furlega rangtúlkuð að því­ er mér sýnist í­ þeim eina tilgangi að reyna að gera lí­tið úr hennar málflutningi. Þeir sem ég hef séð agnúast út í­ þetta eru nefnilega upp til hópa menn sem ég held að séu hlynntir öflugu velferðarkerfi á Íslandi.

113387700077630770

í skýrslu Fræðsluráðs Reykjaví­kur um ferli kjaraviðræðnanna kemur fram ýmis gagnrýni á FG/Kí. Þetta er allt gagnrýni sem við kennarar höfum sjálfir haft í­ frammi, s.s. að kröfugerðin hafi ekki verið nógu vönduð, skort forgangsröðun o.s.frv., að Kí skorti sérfræðinga til að aðstoða við undirbúning kröfugerða og útreikninga (þ.e. hagfræðing eins og önnur stéttarfélög hafa) og að hlé á samningaviðræðum um sumarið 2005 hafi ekki verið forsvaranlegt. (Kí vill nú halda fram að samstaða hafi verið um þessa frestun samningaviðræðna við LN og Kí beri enga ábyrgð á henni þó LN haldi öðru fram). Þessi gagnrýni sýnist mér bæði réttmæt og vel rökstudd. Önnur gagnrýni á Kí/FG í­ skýrslunni er ekki skýrsluhöfunda heldur álit LN. í skýrslunni kemur einnig fram gagnrýni Kí/FG á LN og báðir aðilar koma því­ sí­nu sjónarmiði á framfæri.
í skýrslunni er lí­ka að finna gagnrýni höfunda á LN sem að sama skapi er réttmæt og vel rökstudd. Ég fer kannski yfir hana í­ stuttu máli sí­ðar.
Það sem skiptir mestu máli er að niðurstaðan er sú að hvorugur samningsaðili beri í­ raun ábyrgð á því­ hvernig fór heldur bar einfaldlega of mikið á milli og skoðanir manna og ánægja með samninginn 2001 var mjög misjöfn. Sveitarfélögin voru yfir sig ánægð með þann samning og vildu ganga lengra í­ þá átt sem þá var gert en kennarar voru yfir sig óánægðir og vildu helst ná til baka öllu sem þá var fórnað. Það merkilega er að sveitarfélögin virtust vera algerlega vitundarlaus (að eigin sögn) um þessa óánægju sem er skrýtið í­ ljósi allra þeirra deilumála sem upp komu og sveitarfélögin létu ávallt ganga alla leið fyrir dómstólum þrátt fyrir að þau töpuðu þeim öllum. Undarlegt að samningsaðili sem er kærður trekk í­ trekk og tapar öllum málum skuli ekki átta sig á að fólk er óánægt með samninginn.
Þannig að skýrsluhöfundar komast að því­ er mér virðist að réttri niðurstöðu um ástæðu þess að deilan varð jafn erfið og hún varð og varpa fram áhugaverðum leiðum til úrbóta sem ég held að sé rétt að skoða vandlega. Lí­klega geri ég það hér sí­ðar.

113380056735743154

Um daginn sagði ég frá frétt sem ég heyrði á NFS um lí­feyrisskuldbindingar rí­kisins. Núna er í­ gangi önnur frétt sem ég sá fyrst í­ auglýsingu frá DV undir fyrirsögninni: „Kúkað í­ skólatöskur“. Fréttin er eitt stórt skí­tkast í­ minn gamla skóla Ví­ðistaðaskóla og augljóst að engum hjá NFS hefur dottið í­ hug að hafa samband við skólann heldur eru endurteknar órökstuddar fullyrðingar foreldra eins og um sannindi sé að ræða. Svona vinnubrögð valda því­ að maður hættir að treysta stöðinni. Þess vegna er ég mjög tregur til að trúa því­ að úttekt fræðslumiðstöðvar Reykjaví­kur á því­ sem aflaga fór í­ samningaferlinu fyrir verkfall grunnskólakennara sé tómt skí­tkast í­ samninganefnd FG þó svo stöðin haldi því­ fram. Stefán Jón Hafstein hélt fund þar sem ég sá hann tala um að helst skorti upp á traust milli samningsaðila (staðreynd sem FG benti á áður en samningaferlið hófst). Þó oft sé ekki mikið mark takandi á Stefáni þá efast ég um að skýrslan snúist eingöngu um að ekki sé hægt að treysta samninganefnd FG/Kí en LN sé trúmennskan uppmáluð. Annars ætla ég að lesa þessa skýrslu sjálfur bráðlega og get þá sagt meira um hana.
í ljósi þessa er ég hins vegar hættur að treysta fréttum NFS – a.m.k. í­ bili.