Margir hneykslast á dönskunni. Danir hafa ekki haft fyrir því að búa til nýyrði í sama mæli og við. Smábörn heita baby á dönsku og helgin weekenden. Sjálfum finnst mér danska fyrst og fremst fyndin og skemmtileg. Til sundere og stærkera hí¥r! Sagt með djúpum karlmannshreim og kokerrum frá helvíti er til dæmis ótrúlega skemmtilegt á að hlusta. Nú hafa menn áhyggjur af því að íslenskan sé að þróast í sömu átt. Beygingarkerfið er að taka miklum breytingum, nafnháttur er að yfirtaka flóknari beygingarmydnir sagna, viðtengingarhátturinn á undir högg að sækja og nýja þolmyndin hljómar ankanalega í eyrum þroskaðra mælenda. Unga kynslóðin á þar að auki að vera hætt að lesa.
Ég held að við þurfum alls ekki að hafa áhyggjur af því að íslenskan fari sömu leið og danskan. Þó svo að beygingarkerfi einfaldist, verði t.d. aðeins tvö föll nema af persónufornöfnum og sagnbeygingum fækki, þá hafa Íslendingar ákaflega mikið óþol gagnvart erlendum slettum. Núna eru skammstafanir áberandi og þær er líklega óþarfi að íslenska en hjá okkur heita móbælar gemsar, njúkið kjarnorka og kompjúterið tölva (sums staðar talva illu heilli). Ég held að við þurfum engar áhyggjur að hafa af helginni eða smábörnunum.
Þar að auki hef ég það á tilfinningunni að börn og unglingar í dag lesi mun meira en fyrir nokkrum árum. Þau liggja að vísu ekki bókalestri eins og fyrir 25 – 30 árum en þau lesa örugglega meira en fyrir 10 – 15 árum. Það kom þarna tímabil þar sem lestur lagðist nánast niður en nú er hann á uppleið aftur. Hins vegar eru margir krakkar í dag sem aldrei hafa lesið heila bók en lesa samt heilmikið. Ungdómurinn í dag stundar nefnilega öðruvísi lestur en við ólumst upp við. Þau lesa SMS, blogg, netsíður, notendaleiðbeiningar o.s.frv. Þetta er efni sem er lesið allt öðruvísi en Frank og Jói eða Ævintýrabækurnar. Krakkar í dag beita því allt öðrum lestraraðferðum en við ólumst upp við en þeir lesa örugglega ekkert minna. Hins vegar skrifa þau örugglega mun meira en hefur tíðkast nokkurn tíman. í því ljósi er merkilegt hvað það gengur illa að kenna ritun í skólum. Fullorðnir hafa nefnilega allt annan tilgang með sínum skrifum en unglingar. Unglingar eru fyrst og fremst að koma upplýsingum á framfæri á skorinorðan og beinskeyttan máta.
-Bíó?
– Ok. kl?
-8. LOTR
-Ok. sjmst
Ritun sem aldrei yrði samþykkt á prófi í skóla en ritun engu að síður. Á þeim átta árum sem eru liðin síðan ég byrjaði að kenna (ekki langur tími það viðurkenni ég) finnst mér að orðaforði barna hafi bæði aukist og breyst, ritfærni aukist til muna en lesskilningur minnkað. Þetta virðist í fljótu bragði ekki geta passað saman en þegar litið er til þess að unglingar lesa líklega sjaldan texta líka þeim sem eru á prófum er það e.t.v. skiljanlegt. Ég gæti trúað því að unglingur kæmi betur út en margir fullorðnir í því að lesa út úr skáletraða textanum hér að ofan, hvað þá lengri svona texta.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2006
113795549238602346
Samkvæmt skoðanakönnun sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag fengi Sjálfstæðisflokkurinn 9 borgarfulltrúa í Reykjavík, Samfylkingin 5 og Vinstri-grænir 1. Aðrir fengju engann. Þarna er gamla glundroðakenning íhaldsins líklega að koma í ljós. Það er samt ekki óhugsandi að Samfylking og Vinstri-grænir bæti einum við sig hvor og nái meirihlutanum. Líklegra er þó að þessir flokkar bítist um fylgið hvor við annan. Frjálslyndir ná e.t.v. einhverju af Sjálfstæðismönnum og kannski Samfylkingin líka. Líklegast þykir mér þó á þessari stundu að Vilhjálmi og co. takist að fella meirihlutan (sem reyndar er fallinn því hann felldi sig sjálfur). Bjartsýnismaðurinn ég neitar samt að gefa upp alla von.
113767031324324096
Það breytist margt þegar maður verður eldri. Einu sinni hélt ég t.d. að Egill Helgason væri skynsamur maður. Að vísu var ég ekki alltaf sammála honum en þegar við vorum ekki á sama máli sýndist mér þó að hann byggði skoðanir sínar á einhverjum rökum eða grunni sem ég gat skilið.
í dag fjallar hann hins vegar um fordóma og fáfræði. Sérstaklega þær árásir sem Karl biskup hefur orðið fyrir vegna ummæla sinna um hjónaband samkynhneigðra. Egill segir m.a. „Sjálfur er ég kominn af kristinni fjölskyldu, hef umgengist trúað fólk allt mitt líf – án þess þó að ég telji mig hafa neitt umboð til að tala í nafni kirkjunnar. Flest af þessu fólki er gott og grandvart, umburðarlynt og kærleiksríkt, sumt hefur lifað lífi sem einkennist af mikilli fórnfýsi, en mér heyrist að margt af því eigi erfitt með að sætta sig við kirkjuvígslur samkynhneigðra. Það er ekki vegna fordóma eða fáfræði – ég vil leyfa mér að henda þeim orðum á haug – heldur viðhorfa sem er erfitt að kasta burt í einu vetfangi.“ Viðhorf en ekki fordómar. Ef ég væri t.d. þeirrar skoðunar að svartir menn væru ómerkilegri en hvítir og ættu ekki að hafa sömu réttindi þá væri það s.s. viðhorf en ekki fordómar, sérstaklega ef ég væri úr samfélagi þar sem slíkir kynþáttafordómar, afsakið kynþáttaviðhorf, hefðu tíðkast.
Svo er jafnvel merkilegra að samkvæmt Agli er það að berjast gegn hatursáráðri gegn samkynhneigðum dæmi um „pólitíska rétthugsun sem er gengin af göflunum“, t.d. ýmsum teiknimyndasögum sem strangtrúaðir dreifa til barna með þeim skilaboðum að ef þau laðist að sama kyni þá sé eitthvað athugavert við þau og þau þurfi að láta presta afhomma sig. Samt hefur reynslan sýnt okkur að þessi áróður í bland við fordómafullt (viðhorfafullt) samfélag hefur jafnvel leitt til sjálfsmorða, sjálfsafneitunar, niðurbrots manneskjunnar o.s.frv. Það eru nöturleg sjónarmið sem Egill talar fyrir. Fordómar eru viðhorf þegar hann er sammála þeim og barátta gegn þeim er pólitísk rétthugsun sem er gengin af göflunum.
Ég vil hvetja alla til að lesa pistilinn hans Egils en prófið að setja orðin svertingjar eða rasismi alls staðar þar sem Egill segir samkynhneigðir eða hómófóbía. Ég er viss um að ykkur á eftir að bregða svolítið.
113733723535658303
@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/main.css);
@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/1.css);
div.b-mobile {display:none;}
Ég var að klára að lesa Eragon. Fyrirfram hafði ég ekki miklar væntingar til þessarar bókar. Hafði heyrt að hún væri helst merkileg fyrir þær sakir að höfundurinn hóf ritun hennar þegar hann var 15 ára og væri nú 19. Ég man samt eftir að hafa lesið Carpet People eftir Terry Pratchett sem mig minnir að hann hafi skrifað 17 ára og er sönnun þess að táningar geta vel skrifað læsilegar bækur og það er einmitt það sem hægt er að segja um Eragon. Hún er ákaflega læsileg. Þá á ég við að hún tapar sér aldrei í aukaupplýsingum, málalengingum eða öðrum leiðindum sem enginn nennir að lesa, málfarið er þægilegt og atburðarásin er hröð og spennandi en svona bókum sem gerast í tilbúnum ævintýraheimum hættir oft til að verða langdregnar þegar höfundurinn vill koma að alskyns upplýsingum sem lesandinn hefur enga löngun til að lesa (Tolkien fór þá leið að setja allt slíkt í viðauka aftan við Hringadróttinssögu). Fyrir okkur sem höfum áhuga á svona fantasíuskáldskap er Eragon því mjög skemmtileg bók. Hins vegar ber hún litlum þroska höfundar merki, hvort sem það er vegna aldurs eða annars. Þannig eru mjög fáar hugmyndir í henni frumlegar og flestum reyndar stolið frá öðrum höfundum. Líkindi söguþráðarins og aðalpersónunnar við StarWars Episode IV eru sláandi. Svo sláandi að ef George Lucas hefði ekki sjálfur stolið þessu úr hinum og þessum þjóð- og goðsögum myndi hann líklega kæra höfundinn fyrir ritstuld. En e.t.v. geta ekki allir safnað saman söguþræði héðan og þaðan, goðsagnaverum s.s. drekum o.s.frv., hugmyndum um eðli galdursins o.þ.u.l. þannig að úr verði skemmtileg saga. Það er einmitt það sem Eragon er, skemmtileg saga. Vonandi á Christopher Paolini eftir að skrifa meira og þá byggja frekar á eigin hugmyndum en annarra. Mig grunar að það yrði verulega góð bók því strákurinn er fær sögumaður. Það verður ekki frá honum tekið.
113702017453610091
Ég var að skrifa fyrstu greinina sem birtist á nýrri heimasíðu BKNE á vefsvæði Félags grunnskólakennara.
113699967091289613
What does this mean?
blogspotInit();
Ég er bara að athuga hvort mér gangi jafn vel eða betur að setja myndir inn á mitt eigið blogg eins og inn á bloggið hennar mömmu. Ég virðist hins vegar vera með annað forrit til að gera þetta þó að ég hafi farið á linkinn inni á síðunni hennar mömmu.
113693221015221581
Ekki ætla ég að blogga um DV og sjálfsmorð mannsins á ísafirði. Það er ég viss um að mjög margir aðrir munu gera og að þeir munu flestir segja það sama. Margt af því mun ég örugglega eiga eftir að geta tekið undir.
113688466247651721
Ég var í Reykjavík um helgina vegna þess að það var formannafundur hjá FG í
dag. Btw þá erum við komin með nýja heimasíðu.
Ég ætla nú ekkert að tala um það þar sem ég var búinn að lofa að fjalla aðeins
um Narníu.
Narnía
Hér er um að ræða eina af þessum ævintýramyndum sem eru orðnar svo vinsælar í
kjölfar Lord of the Rings og Harry Potter. Þó svo að Narnía sé ekki jafn góð og
þær fyrrnefndu þá er hún samt mjög fín ef maður er tilbúinn að líta fram hjá
ákveðnum þáttum. Hún er t.d. mun betri en Legend og Willow sem voru gerðar á 9.
áratugnum.
Aðalgallinn við myndina er að sjálfssögðu sá að sagan (sögurnar)um Narníu er
einfaldlega ekki mjög góð. Nornin, Ljónið og skápurinn er samt sú skásta
þeirra. Sagan er mjög augljós einföldun og myndlíking af einfeldningslegri
kristni. Aslan er mjög flottur sem kristsgerfingurinn sem fórnar sér fyrir
syndir mannanna og rís svo upp frá dauðum en nornin er hálf máttlaus fulltrúi
hins illa.
Tæknilega er myndin mjög flott og þarna skiptir það máli að tölvugrafíkin og
tæknibrellurnar skipta máli upp á söguþráðinn og umhverfi myndarinnar öfugt við
King Kong. Sá galli er þó á þessu að djúpt inni í klakahöllum er flennibirta og
mjúkur snjór sem líkist mjög annað hvort lausamjöll eða einangrunarkorki. Engum
virðist heldur vera mjög kalt í þessu vetrarríki og skitir þá einu þótt
viðkomandi sé annað hvort nakinn (þ.e. dýr) eða í stuttbuxum. Það grefur mjög
undan því að myndin sé nokkurn tímann skelfileg. Tæknivinna, kvikmyndataka,
o.s.frv. með ágætum fyrir utan þetta. Hljómlistin íþessum týpíska
ævintýra-sinfóníu stæl sem Star Wars skapaði.
Leikararnir eru í raun fáir. Það eru krakkarnir, fauninn og einn kentár. Annað
er tölvugrafík og verður að segjast eins og er að tölvukarakterarnir Aslan og
bjórinn standa upp úr. Eldri systkinin tvö eru líka ágæt og svikuli bróðirinn
er svo sem allt í lagi og ekki gerður að illmenni. Svik hans eru jafnvel
skiljanleg en þó þótti mér kjánalegt að hann var allt öðruvísi útlits en hin
systkinin sem öll voru ljós, rauð- til ljóshærð og grannvaxin. Þessi kubbslegi
dökkhærði og dökki yfirlitum drengur stakk því svolítið í stúf. Yngsta systirin
var hins vegar gersamlega óþolandi í skælum og grettum sem áttu líklega að vera
krúttlegar. Ég veit það ekki, sumum finnst þetta sætt.
Myndin er hins vegar hin besta fjölskylduskemmtun, hvergi dauður punktur í
sögunni sem heldur vel athyglinni og ekkert annað en Disneyyfirbragðið sem
dregur hana niður. Þeir sem fara að sjá hana og búast við Lord of the Rings eða
Harry Potter verða hins vegar fyrir vonbrigðum. Mun betri mynd en King Kong
samt.
Kveðja að sinni.
113632900573850450
Þá er maður víst orðinn pylsugerðarmaður. Ég skutlaði Degi í sakleysi mínu út í Freyvang á æfingu fyrir Kardemommubæinn og þá höfðu tveir leikarar hrokkið úr skaftinu og bráðvantaði pylsugerðarmann og Berg kaupmann. Ég lét tilleiðast að taka fyrra hlutverkið að mér þrátt fyrir heitstrengingar um að vera bara á hliðarlínunni í þetta sinn. Það lítur því út fyrir að við verðum saman á sviði feðgarnir í vor.
Þessa dagana ek ég um á Toyota Yaris þar sem nýi bíllinn er í réttingu. Yaris eru mjög þægilegir bílar og gott að keyra þá. Helddur finnst mér samt stutt á pedalana jafnvel þó að sætið sé í öftustu stillingu en langt í stýrið. Hann er líka voðalega lítill og svolítið dolluhljóð í honum. Mjög sætur bíll samt. Hins vegar á ég von á að fá minn nýréttan og fínan á morgun.
113613048362716921
Ég horfði ekki á nýársávarp forseta Íslands og hef ekki nennt að lesa neinar fréttir af því þótt einhverjar fyrirsagnir hafi skotist framhjá mér á netinu. Né hef ég nokkurn áhuga á orðuveitingum og fréttum af þeim. Samt er hann nú þegar farinn að fara í taugarnar á mér.