Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2006

Loksins berast fleiri einkunnir

Ég var að fá póst frá kennaranum mí­num í­ hluta 1 í­ mannauðsstjórnuninni og þar fékk ég fyrstu einkunnina mí­na í­ því­ fagi. Ég fékk sem sagt 8 fyrir verkefnið sem ég óttaðist að væri ekki nema í­ meðallagi. Hafði sjálfur gert ráð fyrir einkunn á bilinu 6 – 7. Ég var lí­ka að klára 3. verkefnið í­ opinberu stjórnsýslunni og ég hallast að því­ að það sé nokkuð gott. Aðalspurningunni: Hvernig má meta viðleitni til að hafa hemil á rí­kisútgjöldum?, svara ég að ví­su frekar loðið (þ.e. að það sé nú eiginlega bara ekki hægt að meta þessa viðleitni almennilega og það litla sem hægt sé að meta sé ákaflega erfitt að mæla) en útskýri þessa afstöðu vel með ví­sun í­ heilmargar heimildir svo ég hallast að því­ að það hljóti að vera í­ lagi að ég seti ekki fram einhvað svakalega fí­nt mat sem virki alls staðar. Ég geri ráð fyrir að fá alveg 8 fyrir þetta verkefni.

Enn á ég þá eftir að fá einkunn fyrir hópverkefnið og seinna einstaklingsverkefnið í­ Almannatengslunum og fyrra einstaklingsverkefnið í­ hluta 2 í­ mannauðsstjórnuninni. Ég er nú samt á því­ að þessi verkefni séu frekar vel unnin hjá mér og hef ekki áhyggjur af þeim, nema kannski smá af seinna einstaklingsverkefninu í­ Almannatengslunum. Ég var í­ lausu lofti varðandi hvaða kröfur verkefnið þyrfti að uppfylla. Maður átti að búa til drög að almannatengslaáætlun. Ég vitna t.d. ekki í­ neinar heimildir enda var ekki gerð krafa um það í­ verkefnislýsingunni.

Þá á ég eftir að skrifa 40% ritgerð í­Â opinberu stjórnsýslunni og gera seinna einstaklingsverkefnið í­ hluta 2 í­ mannauðsstjórnuninni auk þess að skálda upp einhverja dagbók í­ því­ fagi. Viðfang seinna einstaklingsverkefnisins barst í­ sí­ðustu viku og það snýst um starfslýsingar, tilgang þeirra eða tilgangsleysi o.s.frv. Það vill svo vel til að ég er búinn að lesa nokkuð um þetta og held að ég geti klárað það verkefni nokkuð vel. Það eina sem ég kví­ði fyrir er þessi stóra ritgerð í­ opinberu stjórnsýslunni. Miðað við hvað þessi 20% verkefni hafa reynst mér tí­mafrek er ljóst að þetta verður mikil vinna. Nema þetta sé bara nákvæmlega sama vinna bara gildi meira? 

Pylsubrauð

Ég skil ekki afhverju Myllu pylsubrauð, sem væntanlega eru bökuð í­ Reykjaví­k og sí­ðan keyrð norður yfir heiðar, kosta 75 krónur í­ Nettó en Kristjáns pylsubrauð, sem eru bökuð uppi í­ Hrí­salundi, kosta 125 krónur. Þau eru svo eitthvað dýrari í­ úrval sem er hinum megin við planið hjá Kristjánsbakarí­i uppi í­ Hrí­salundi.

Casino Royale

Ég er ekki duglegur að fara í­ bí­ó. Samt hef ég stundum skrifað smá kvikmyndagagnrýni hérna á bloggið mitt, eða um fjórar myndir held ég, þ.e. Mýrina, King Kong, Narní­u og Harry Potter og eldbikarinn. Þá var ég hins vegar ekki búinn að búa til þennan efnisflokk: Kvikmyndir, svo þið finnið enga aðra færslu en þessa í­ þeim efnisflokki. í ljósi reynslunnar gæti liðið langur tí­mi þangað til ég fer næst í­ bí­ó svo lí­klega hrúgast ekki inn greinar í­ þennan flokk. En þá að myndinni:

Ég fór sem sagt á Casino Royale í­ gærkvöldi, á svokallaða kraftsýningu, sem virtist einkennast fyrst og fremst að því­ að eitthvað var hækkað í­ græjunum. Það á vel við þessa mynd að hafa hana háværa. Það er lí­klega ekki hægt að fjalla um CR án þess að minnast á nýjasta Bondinn. Hann er fí­nn. Reyndar allt öðruví­si en þeir gömlu og það á eftir að koma í­ ljós hvernig Bondaðdáendur taka því­. Það á reyndar lí­ka við um þessa mynd því­ hún er algerlega ný tegund af Bondmyndum. Það er í­ raun erfitt að bera hana saman við aðrar Bondmyndir því­ hún fellur ekki í­ þann flokk. Sá Bond sem við þekkjum (og elskum) birtist eiginlega ekki í­ myndinni fyrr en í­ lokaatriðinu.

CR er í­ raun þrjár myndir. Fyrir hlé er hún dæmigert hasarmynd með einum flottasta eltingarleik sem ég hef séð í­ kvikmynd og dregur þar ekkert úr að bæði sá sem eltir og sá sem er eltur eru báðir fótgangandi (hlaupandi, hoppandi og veltandi). Sá hluti myndarinnar endar á æsispennandi atriði á flugvellinum í­ Miami og er í­ raun hápunktur myndarinnar.

Þá tekur við annar hluti myndarinnar sem fjallar um fjárhættuspilið í­ Monte-Negro (Svartfjallalandi). Það fer myndin út úr Bond-mynstrinu og þarna er byggð upp mikil sálfræðileg spenna, sem tekst að ví­su mis vel, og Bond og aðalkvenhetjan, Vespre, leggjast í­ miklar sálgreiningar hvort á öðru. Það verður að segjast eins og er að Vespre er ákaflega misheppnuð sögupersóna, illskiljanleg og ósympaþetí­sk. Þessi kafli myndarinnar heldur samt uppi ákveðinni spennu en endar ákaflega undarlega á einhvers konar Deus ex Machina (ef ég man fræðilega heitið rétt) sem bjargar söguhetjunum úr vonlausri stöðu.

Að lokum er þriðji hluti myndarinnar sem er í­ raun arfaslappur og fjallar um ástarsamband Bond og Vespre. Þarna verður myndin bæði langdregin og ómarkviss því­ áhorfandinn skilur ekki til hvers er verið að halda áfram með söguna fyrst fjárhættuspilinu er lokið. Það kemur í­ ljós í­ lokin þegar atburðurinn sem skapar Bond, gerir hann í­ raun að þeim Bond sem við þekkjum úr hinum myndunum, á sér stað. Það sem skemmir þennan hluta einna mest er arfaslök persónusköpun Vespre sem tekur gersamlega óútskýranlega ákvörðun í­ lokin sem er gersamlega úr karakter við þá mynd sem hefur verið byggð upp af manneskjunni í­ gegnum myndina. Enda fáum við einhverja undarlega einræðu frá M sem útskýrir að það var allt saman bara blekking og Vespre sé í­ raun allt önnur manneskja en við höfum haldið hingað til. Sjálfum finnst mér ákaflega slakt að breyta manneskju svona skyndilega og útskýra það svo eftir á afhverju hún hagaði sér eins og hún gerði.

í heildina er Casino Royale ekki slæm mynd. Hún er bara ekki Bond-mynd og stenst ekki samanburð við þær sem slí­k. Hún er hins vegar vel gerð drama/hasarmynd en lí­ður fyrir ákaflega undarlega söguuppbyggingu (Þar sem hápunktur spennunnar á sér stað fyrir hlé) og slæma persónusköpun, sérstaklega hvað varðar Vespre. Það er því­ alger óþarfi að fara á þessa mynd í­ bí­ó nema menn séu gallharðir Bond-aðdáendur. Það má alveg bí­ða eftir því­ að hún komi á ví­deóleigurnar.

Verkfælni eða verkefnafælni

Það hefur margt gerst í­ samfélaginu sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. ístæða blogghlésins að þessu sinni er ekki mikið annrí­ki. Ég hef vissulega haft mikið að gera enda ein þrjú verkefni í­ MPA-náminu sem ég þarf að vinna í­ en hingað til hefur sú vinna nánast eingöngu verið huglæg, þ.e. það er lí­tið sem ekkert komið á blað ennþá. Einu af þessum verkefnum á ég að skila á fimmtudaginn en það er sem betur fer orðið frekar mótað í­ huga mí­num. Aðalástæðan er einfaldlega leti en ég geri samt orð írmanns að mí­num: Hann er alls ekki latur heldur þvert á móti lúsiðinn. Þess vegna fælist hann vinnu, hún verður alltaf svo mikið mál.

Kristinn féll niður í­ þriðja sætið hjá Framsókn í­ Norðvestur. Nú velta menn því­ fyrir sér hvort hann fari yfir til Frjálslyndra. Ég efast um það. írni Johnsen er að gera allt vitlaust með tæknilegum mistökum og þau nýjustu eru ví­st afsökunargrein í­ Mogganum í­ dag. Ég tek undir orð nýkrata um þetta mál. Reyndar er ég lí­ka sammála þeim varðandi ræðu Jóns Sigurðssonar formans Framsóknar á miðstjórnarfundinum í­ dag.

Núna bí­ð ég spenntur eftir niðurstöðum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í­ Norðausturkjördæmi. Mér þykir lí­klegast að Kristján Þór taki 1. sætið en sjálfur myndi ég kjósa Þorvald Ingvarsson væri ég Sjálfstæðismaður. Hann hefur einhvern óútskýranlegan kjörþokka. Annars skrifar Björgvin Valur í­ raun allt sem hægt er að segja um þetta prófkjör.

Þá er best að fara að elda kvöldmat.

Erfiðar spurningar

ímyndum okkur fyrirbæri A. Við getum gefið A tölulegt gildi. A er í­ örum vexti og tölulega gildið fer hækkandi. Nú er sagt: Höfum hemil á vexti A. Þýðir það að við ætlum að stöðva vöxt A eða einungis hægja á honum? Hvernig má þá meta viðleitni okkar til að hafa hemil á vexti A? Hefur okkur mistekist ef A heldur áfram að vaxa eða verðum við að miða við hvernig vöxtur A hefði verið ef við hefðum ekki reynt að hafa hemil á honum? Hvernig getum við vitað hver vöxturinn hefði annars verið? Getum við e.t.v. sett okkur markmið um ásættanlegan vöxt A og metið árangurinn miðað við hversu nálægt markmiðunum vöxturinn er? Segjum sem svo að til sé annað tölulegt gildi B sem er nátengt A. Væri þá eðlilegt að meta A sem hlutfall af B og segja sem svo að allur vöxtur A sé ásættanlegur meðan A verði ekki stærra hlutfall af B, þ.e. A má vaxa eins mikið og mögulegt er að því­ tilskyldu að B vaxi meira? Væri markmiðið, A má ekki vaxa meira en B, ásættanlegt til að hafa hemil á vexti A? íætlum að til sé ví­sitala C sem mælir gildi A (og B ) þannig að ef vöxtur A er minni en C þá er um raunminnkun á A að ræða. Væri þá markmiðið, A má ekki vaxa meira en C segir til um, hið eina rétta til að hafa hemil á vexti A? Er kannski einhver vöxtur umfram C ásættanlegur meðan A vex ekki meira en B? Þetta eru spurningar sem herja á mig þessa dagana og ég á erfitt með að finna svör við.

Væntanleg frammistaða mí­n í­ MPA-náminu

Ég hef fengið tvær einkunnir í­ MPA-náminu og báðar voru þær góðar: 9,0 fyrir „policy paper“ í­ Almannatengslum og 9,2 í­ prófi úr fræðunum í­ Opinberri stjórnsýslu. Hins vegar eru þetta hvoru tveggja einungis 20% verkefni.

Þar að auki hef ég skilað hópverkefnum, öðru í­ Opinberri stjórnsýslu (20%) og hinu í­ Almannatengslum (40%). Ég tel að bæði þessi hópverkefni séu nokkuð góð og lí­klegar einkunnir 8 – 9. Þar að auki hef ég skilað tveimur einstaklingsverkefnum í­ Mannauðsstjórnun, öðru upp á 40%, sæmilegu (6 – 7) og hinu upp á 20%, nokkuð góðu (7 – 8 ) og einstaklingsverkefni í­ Almannatengslum (40%) en ég á mjög erfitt með að meta það sjálfur gæti verið á bilinu 5 – 9.

Þannig að ég er búinn að klára Almannatengslin upp á: 7 – 9.

Ég á hins vegar eftir að skila tveimur verkefnum í­ Opinberri stjórnsýslu, öðru upp á 20% (skiladagur 30. nóvember) og hinu upp á 40% (skiladagur 15. desember) og tveimur verkefnum í­ Mannauðsstjórnun, báðum upp á 20% með skiladag 15. desember. Annað þessara verkefna er dagbók sem ég á náttúrulega að vera nánast búinn með en hef hins vegar bara skrifað einu færslu í­. Af hinu hef ég engar áhyggjur þar sem lesefnið í­ Mannauðsstjórnuninni (þó það sé mjög mikið) er hnitmiðað og hefur hingað til reynst getað svarað þeim verkefnum sem fyrir hafa verið lögð.

Lí­kleg einkunn í­ Mannauðsstjórnun: 6,5 – 7,5.

Ég á erfiðara með að meta væntanlegan árangur í­ Opinberu stjórnsýslunni þó hæsta einkunnin mí­n hingað til (hærri af tveimur) sé í­ því­ fagi. Hópverkefnið okkar var nokkuð gott en ég á erfitt með að finna svörin við 3. verkefninu í­ lesefninu (er samt bara búinn að lesa um fimmtung þess sem ég ætla að lesa fyrir þetta verkefni) og þessi 40% ritgerð vex mér mjög í­ augum. Sérstaklega þar sem skiladagurinn á henni er á sama tí­ma og skila á seinni tveimur verkefnunum í­ Mannauðsstjórnuninni. Ég efast samt um að ég fái minna en 6 fyrir það sem ég á eftir svo ég geri ráð fyrir: 7 – 8.

Þannig að að því­ undanskildu að ég slái algerlega slöku við og skili þessum sí­ðustu verkefnum af mér algerlega óásættanlega þá er ég búinn að ná þessari önn (búinn með tvo þriðju af námsmatinu nú þegar). Ég skal hins vegar viðurkenna að þetta hefur verið meira álag en ég bjóst við þó þetta séu bara 9 einingar. Ég skrifa kannski meira um þetta þegar ég verð búinn að skila af mér sí­ðustu verkefnunum þremur 15. desember.

Spennandi í­ Norðvesturkjördæmi

Þá er uppstilling Sjálfstæðisflokks í­ Norðvesturkjördæmi ljós og engin stórtí­ðindi þar á ferð. í prófkjöri Framsóknarmanna eru það hins vegar tí­ðindi að Kristinn H. Gunnarsson hlaut einungis 3. sætið. Hvort það verður Framsókn til blessunar eða skaða í­ kjördæminu er erfitt að segja. Framboðslisti Samfylkingarinnar er hálf dauflegur og ekki von á öðru en að Jón Bjarna leiði hjá VG og Guðjón Arnar hjá Frjálslyndum.

Annars gæti verið von á spennandi úrslitum í­ þessu kjördæmi þar sem Framsókn virðist missa fylgi og þingmönnum fækkar um einn. Allir flokkar fá lí­klega a.m.k. 1 þingmann (þá eru komnir fimm), Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá a.m.k. tvo (þá eru komnir sjö). Svo er lí­klegt að Sjálfstæðisflokkur nái þremur, þetta hefur verið mjög sterkt kjördæmi fyrir þá (þá eru komnir 8), en hver fær sí­ðasta þingmanninn? Ná VG, Frjálslyndir eða Framsókn tveimur eða bætir Samfylking við sig þriðja manni? Eins og staðan er núna finnast mér Frjálaslyndir lí­klegastir.

Ég hef það á tilfinningunni að allir sem eru komnir yfir áttrætt séu flámæltir.

Að vera mannglöggur

Núna er ég búinn að starfa við Giljaskóla í­ þrjú ár og ég verð að viðurkenna að þó ég kunni flest nöfn annarra starfsmanna þar (nema kannski þeirra sem eru nýbyrjaðir) þá á ég í­ talsverðum erfiðleikum með að tengja mörg nöfn við andlit. Það er e.t.v. ekki skrýtið í­ ljósi þess að sumt fólkið þarna sé ég ekki nema á vikulegum kennarafundum og aðra (þá sem eru ekki kennarar og vinna ekki á unglingastiginu) sjaldnar. Mér finnst þess vegna alltaf jafn aðdáunarvert þegar fólk man eftir mér.

í dag rakst ég á fyrrverandi nemanda minn í­ Nettó, sá heilsaði mér með virktum (og nafni) en það eina sem ég mundi var að ég hafði kennt honum á Hvammstanga.

Þegar ég var að byrja í­ MR var Birgir írmannsson Inspector Scholae og ég man að ég var ekki búinn að vera í­ skólanum í­ marga daga þegar hann heilsaði mér með nafni og bauð mig velkominn. Innti eftir því­ hvernig mér fyndist skólinn og fleira í­ þeim dúr. í fyrstu var ég náttúrulega ákaflega upp með mér, 16 ára guttinn, að jafn mikils virtur maður innan skólans skyldi þekkja mig með nafni. Seinna komst ég að því­ að sem Inspector hafði Birgir skrifað undir nemendaskýrteini allra nýrra nemenda (sem voru með mynd) og það hafði dugað honum til að læra nöfnin á okkur öllum. Það eru einstakir hæfileikar sem ég á erfitt með að lýsa aðdáun minni nægjanlega á.

Sjálfur hef ég lent í­ því­ (sem unglingur) að kalla mönnum viðurnöfnum svo þeir heyrðu án þess að átta mig á því­ að í­ raun var um óvirðingu að ræða. Sem er leiðinlegt, sérstaklega í­ ljósi þess að báðir voru þessir strákar, sem ég uppnefndi þannig að þeim heyrandi, í­ miklum metum hjá mér. Aldrei hef ég heyrt samsvarandi um sjálfan mig. Sem þýðir annað hvort að flestir gæta sí­n betur en ég gerði eða að ég hef aldrei verið nógu sérstakur að verðskulda slí­kt viðurnefni. Reyndar man ég að innan ræðuliðs MR var ég stundum kallaður kommin.

Orð, aðgerðir og aðgerðaleysi

Mér sýnist almenn gengisfelling orða vera í­ gangi í­ samfélaginu frekar en orðbólga eins og sumir hafa viljað tala um. Dæmi um það er að nú eru menn kallaðir asnar, gungur, fí­fl (jafnvel helví­tis fí­fl) án þess að nokkur kippi sér upp við það. Sjálfur er ég ekki mjög andsnúinn þessari þróun og er sjálfur að reyna að gengisfella sögnina að fokka.

Annað er að fólk sem hefur þurft að þjást á einhverjum tí­ma í­ lí­fi sí­nu á það til, þegar það hefur tækifæri til, að hefna sí­n. Það versta við það er að yfirleitt eru það ekki kvalararnir sem verða fyrir hefndinni heldur annað blásaklaust fólk. Fólk sem hefur jafnvel unnið það eitt sér til saka að gagnrýna það sem hjálpaði þeim sem þjáðust út úr vonleysinu. Það versta við það er að þessi gagnrýni er fullkomlega réttmæt.

íÂ lok nóvember 2004 greip mig mikið vonleysi og uppgjöf sem leiddi m.a. til þess að ég var óstarfhæfur í­ nokkra daga. Einn daginn mætti ég ekki til vinnu en sí­ðan þurfti ég að mæta þar sem vinnuveitendur mí­nir samþykktu ekki að um veikindi væri að ræða. Þetta vonleysi hefur verið með mér alla tí­ð sí­ðan þá, mismikið reyndar eftir dögum og aðstæðum, en þó aldrei langt undan. Það var m.a. þessi tilfinning sem rak mig í­ nám núna í­ haust. Atburðir, eða atburðaleysi, sí­ðustu mánaða hefur sí­ðan orðið til að magna þessa tilfinningu upp aftur.

Á næstunni má búast við bloggi um framtí­ð menntakerfisins hér á Íslandi. Læt staðar numið að sinni.