Ég var að fá póst frá kennaranum mínum í hluta 1 í mannauðsstjórnuninni og þar fékk ég fyrstu einkunnina mína í því fagi. Ég fékk sem sagt 8 fyrir verkefnið sem ég óttaðist að væri ekki nema í meðallagi. Hafði sjálfur gert ráð fyrir einkunn á bilinu 6 – 7. Ég var líka að klára …
Monthly Archives: nóvember 2006
Pylsubrauð
Ég skil ekki afhverju Myllu pylsubrauð, sem væntanlega eru bökuð í Reykjavík og síðan keyrð norður yfir heiðar, kosta 75 krónur í Nettó en Kristjáns pylsubrauð, sem eru bökuð uppi í Hrísalundi, kosta 125 krónur. Þau eru svo eitthvað dýrari í úrval sem er hinum megin við planið hjá Kristjánsbakaríi uppi í Hrísalundi.
Casino Royale
Ég er ekki duglegur að fara í bíó. Samt hef ég stundum skrifað smá kvikmyndagagnrýni hérna á bloggið mitt, eða um fjórar myndir held ég, þ.e. Mýrina, King Kong, Narníu og Harry Potter og eldbikarinn. Þá var ég hins vegar ekki búinn að búa til þennan efnisflokk: Kvikmyndir, svo þið finnið enga aðra færslu en …
Verkfælni eða verkefnafælni
Það hefur margt gerst í samfélaginu síðan ég bloggaði síðast. ístæða blogghlésins að þessu sinni er ekki mikið annríki. Ég hef vissulega haft mikið að gera enda ein þrjú verkefni í MPA-náminu sem ég þarf að vinna í en hingað til hefur sú vinna nánast eingöngu verið huglæg, þ.e. það er lítið sem ekkert komið …
Erfiðar spurningar
ímyndum okkur fyrirbæri A. Við getum gefið A tölulegt gildi. A er í örum vexti og tölulega gildið fer hækkandi. Nú er sagt: Höfum hemil á vexti A. Þýðir það að við ætlum að stöðva vöxt A eða einungis hægja á honum? Hvernig má þá meta viðleitni okkar til að hafa hemil á vexti A? …
Væntanleg frammistaða mín í MPA-náminu
Ég hef fengið tvær einkunnir í MPA-náminu og báðar voru þær góðar: 9,0 fyrir „policy paper“ í Almannatengslum og 9,2 í prófi úr fræðunum í Opinberri stjórnsýslu. Hins vegar eru þetta hvoru tveggja einungis 20% verkefni. Þar að auki hef ég skilað hópverkefnum, öðru í Opinberri stjórnsýslu (20%) og hinu í Almannatengslum (40%). Ég tel …
Spennandi í Norðvesturkjördæmi
Þá er uppstilling Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi ljós og engin stórtíðindi þar á ferð. í prófkjöri Framsóknarmanna eru það hins vegar tíðindi að Kristinn H. Gunnarsson hlaut einungis 3. sætið. Hvort það verður Framsókn til blessunar eða skaða í kjördæminu er erfitt að segja. Framboðslisti Samfylkingarinnar er hálf dauflegur og ekki von á öðru en að …
Að vera mannglöggur
Núna er ég búinn að starfa við Giljaskóla í þrjú ár og ég verð að viðurkenna að þó ég kunni flest nöfn annarra starfsmanna þar (nema kannski þeirra sem eru nýbyrjaðir) þá á ég í talsverðum erfiðleikum með að tengja mörg nöfn við andlit. Það er e.t.v. ekki skrýtið í ljósi þess að sumt fólkið …
Ljóðavaktin
Þetta er flottasta ljóð sem ég hef lesið lengi.
Orð, aðgerðir og aðgerðaleysi
Mér sýnist almenn gengisfelling orða vera í gangi í samfélaginu frekar en orðbólga eins og sumir hafa viljað tala um. Dæmi um það er að nú eru menn kallaðir asnar, gungur, fífl (jafnvel helvítis fífl) án þess að nokkur kippi sér upp við það. Sjálfur er ég ekki mjög andsnúinn þessari þróun og er sjálfur …