Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2008

Ólafur er ekki nógu þrjóskur

Háttvirtur borgarstjóri var í­ Kastljósviðtali í­ gær. Það er óskemmtilegt að verða vitni að svona löguðu og þá sérstaklega stuttu eftir að hafa lýst stuðningi við hann í­ Listaháskólamálinu. Helgi Seljan þurfti að hafa mikið fyrir því­ að fá svar við þessum tveimur spurningum sem hann lagði upp með að fá svarað, þ.e. hvernig bar brottvikningu Ólafar úr skipulagsráði að og hver er afstaða Ólafs gagnvart Listaháskólanum á Laugarveginum. Svo loksins þegar Ólafur svaraði þessu tvennu var eins og Helgi tæki ekki eftir því­ og hann hélt áfram að spyrja. Mér sýnist lí­ka að hann sé að draga í­ land þar og ætli að leyfa þessu skrýmsli að rí­sa. Ólafur kom hins vegar mjög illa út úr þessu viðtali og það var fáránlegt að horfa á hann tala út og suður og reyna allt til að forðast að svara spurningunum. Hins vegar er athyglisvert ef rétt er það sem hann sagði í­ lok viðtalsins, að hann hefði verið boðaður í­ Kastljós til að ræða um Bitruvirkjun og umhverfismál. Bæði að Katljós sé að blekkja menn til að mæta og eins að hann hafi trúað þessu. En svo getur lí­ka verið að hann sé að rugla með þetta eins og annað.
Ég held hins vegar að hann hafi lí­tið um það að segja, þ.e. hann hættir sem borgarstjóri eftir u.þ.b. hálft ár og nær örugglega ekki inn í­ borgarstjórn eftir næstu kosningar. Reyndar grunar mig að þegar þar að kemur að Hanna Birna eigi að taka við stjórnartaumunum lýsi Ólafur því­ yfir að atið í­ honum og ágangur fjölmiðla hafi verið slí­kur að hann sé búinn að fá yfir sig nóg og hafi ákveðið að hætta í­ pólití­k. Þá kemur Margrét Sverris aftur inn í­ borgarstjórn og meirihlutinn fellur einu sinni enn. Ólafur sýndi það í­ viðtalinu í­ gær að honum er trúandi til alls og Össur Skarphéðinsson (meistari spunans) heldur því­ fram að þetta sé allt saman þrælskipulögð hefndaraðgerð hjá honum gagnvart Sjálfstæðisflokknum fyrir útreiðina á landsfundinum um árið og blekkingarnar þegar fyrsti meirihluti kjörtí­mabilsins var myndaður í­ kaffití­ma í­ samræðum við Ólaf.
Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að skipta um fulltrúa í­ skipulagsráði og að ekki eigi að vinna þessa tillögu að Listaháskóla frekar, heldur fleygja henni.

Ólafur nýtur fulls stuðning

Nú pönkast almenningur eins og hann mest getur á Óafi F. fyrir að ví­kja fulltrúa sí­num úr skipulagsráði. Sumir hvetja meira að segja samstarfsmenn hans í­ borgarstjórn til þess að þverbrjóta rétt Ólafs til að hafa sjálfdæmi um það hverja hann skipar sem sí­na fulltrúa í­ nefndir og ráð á vegum borgarinnar.
Við skulum ekki gleyma því­ að Ólafur varð frægur að endemum fyrir að slí­ta sí­ðasta borgarstjórnarmeirihluta þegar Sjálfstæðisflokkurinn var til í­ að gefa honum borgarstjórastólinn og kaupa fyrir hann tvo timburhjalla við Laugarveg. Öll hugmyndafræði Ólafs virðist ganga út á það að ekki megi rí­fa gömul hús í­ miðbænum, þau eigi að gera upp og það sem byggt sé eigi að vera í­ samræmi við það sem fyrir er. Ég skal viðurkenna að þessu er ég hjartanlega sammála. Þetta virðist vera eina stefnumál Ólafs (reyndar mjög undarlega orðað sem að það eigi að varðveita 19. aldar götumynd sem er ekki til) og það er þess vegna ekkert undarlegt við það, að þegar fulltrúi hans í­ ráðinu sem hefur um þetta að segja vill ekki taka undir stefnumálið, að sá verði að ví­kja.
Við skulum í­mynda okkur að fulltrúi Vinstri-grænna í­ heilbrigðisnefnd Alþingis sæi ekkert athugavert við einkarekstur í­ heilbrigðiskerfinu og tæki bara vel í­ hugmyndir um að einkavæða velferðarkerfið eins og það leggur sig. Þætti einhverjum skrýtið ef VG myndi ákveða að skipta um fulltrúa?
Hanna Birna lýsti því­ strax yfir að vinningstillagan bryti í­ bága við stjórnarsáttmála meirihlutans og kæmi ekki til greina. Núna hefur meirihlutinn lýst því­ yfir að tillögunni verði að breyta. Fulltrúi Ólafs var því­ kominn í­ algera andstöðu við allan þann meirihluta sem hún sat fyrir en ekki bara Ólaf með því­ að vilja ekki hafna tillöguni strax.
Reyndar finnst mér undarleg vinnubrögð hjá skipulagsnefnd að ef tillögur um byggingar samræmast ekki yfirlýstri stefnu þá verði að vinna þær áfram. Ég hefði haldið að rétt væri að fleygja þeim og búa til nýjar sem samræmast stefnunni. Annars enda menn bara með einhverja ömurð sem er jafnvel enn verri en það sem nú liggur fyrir (þó ég efist um að það sé hægt). Mér þóttu skemmtileg orð Magnúsar, sem á að taka sæti Ólafar í­ skipulagsráði, um að þetta væri akkúrat svona hús eins og væri verið að rí­fa út um allt í­ Evrópu af því­ að þau eru svo ljót.
Einu mennirnir sem hafa lýst því­ yfir að þeim lí­tist vel á tillöguna eru Dagur B. Eggertsson og Björn Bjarnason. Annar er úr írbænum og á heiðurinn af nýju Hringbrautinni en hinn er aðdáandi Bruce Willis nr. 1. Eru það mennirnir sem við treystum í­ skipulagsmálum?
Hingað til hefur verið rí­kjandi í­ skipulagsmálum Reykjaví­kur að byggja flatt og dreift í­ úthverfum og á nýjum svæðum en stóra ljóta kassa í­ grónum hverfum (Listaháskólinn, hátæknisjúkrahúsið og hverfið sem átti að byggja við Hlí­ðarenda).
Núna loksins virðist eiga að snúa af þeirri braut, a.m.k. í­ miðbænum. Ég hlýt að lýsa fullum stuðningi við það. Þó að það sé Ólafur F. sem stendur fyrir því­.

Þurfa ný hús að vera ljót?

Mig grunar að ef byggt verður eftir vinningstillögunni í­ samkeppni LHí muni í­ framtí­ðinni verða litið á húsið sem sambærilegt byggingarsögulegt slys og óskapnað eins og Moggahöllina og Gallerí­ Borgar-húsið.
En eru þá öll ný hús ljót? Af einhverjum ástæðum hafa hugtök eins og nýtingarhlutfall og byggingarkostnaður ekki skipt jafn miklu máli í­ gamla daga. í dag eru flest öll hús hönnuð með beinum lí­num, kassalaga veggjum og gluggum, flötu þaki og allt úr steypu, járni og gleri (einstaka hönnuður setur viðarfleti á húsin sem gerir þau ögn hlýlegri) og öll eru þessi hús grá, sum með kvöð frá arkí­tekt að ekki megi mála þau.
Þetta er augljóslega gert í­ sparnaðarskyni. Kassalaga hús með flöt þök eru ódýrari í­ byggingu og ekkert pláss fer til ónýtis undir súð. Skreytingar eins og þakskegg, ufsar, útskornir listar og gluggakarmar kosta náttúrulega svimandi upphæðir og bæta ekki nýtingu „rýmisins“ en mikið afskaplega eru hús sem hafa upp á þetta að bjóða skemmtilegri en nýju kassarnir.
Þrátt fyrir þetta eru ekki öll ný hús ljót. Dæmi: Guggenheim safnið í­ Bilbao (sem hefur verið sagt bera af hverju því­ sem mönnum gæti dottið í­ hug að sýna þar innandyra) og Vatnskubburinn í­ Bejing. Hvorugt þessara húsa myndi samt sóma sér á Laugaveginum. Innlend dæmi: Menningarhúsið á Akureyri og Hótel Centrum (sem er reyndar alveg skelfilegt nafn).
Aukin heldur sýnist mér eiga að byggja eftir ágætlega fallegum hugmyndum á Lækjargötu 2 og Laugavegi 4-6 (ég fann enga mynd af tillögunni.
Það sem þessi hús eiga sameiginlegt, fyrir utan að vera glæný, er að þau eru ekki beinir kassar og það gleður augað. Reyndar eru öll húsin sem ég valdi í­ miðbæ Reykjaví­kur gamaldags en það er bara ekki við hæfi að byggja öðruví­si hús þar. Tillagan að nýja hótelinu á Lækjargötu 12 (þar sem Glitnir (áður Iðnaðarbankinn) er núna) er lí­ka fí­n (fann ekki mynd) og kallast á við Lækjargötu 14b, ákaflega glæsilegt hús hinum megin við götuna.
Ég skil hins vegar ekki fólk sem vill byggja svona og svona í­ miðbænum.
Fyrra húsið er ólí­kt því­ sí­ðara hins vegar frekar flott og myndi sóma sér vel í­ Borgartúninu, Kópavogi eða á Geirsnefi (bara ekki í­ miðbænum). Og þó það sé fallegt, finnst mér glerskreytingin ekki tveggja milljarða virði (kannski 200 milljóna, en ekki meir).

Íslensk þorp – kalt mat.

Þá er ég búinn að vera á Héraði með fjölskylduna í­ hinni árlegu fjölskylduútilegu tengdaforeldra minna og mága sí­ðustu vikuna og loksins kominn heim. Raunar er e.t.v. ekki hægt að tala um útilegu þegar gist er í­ sumarbústað, en á móti kemur að vegna fjölda þurftu þrí­r að sofa í­ tjaldvagni. Við fórum norðurleiðina austur og keyrðum svo á nánast alla þéttbýlisstaði á leiðinni. Smá umfjöllun um bæi sem við skoðuðum og einkunn á skalanum 0 – 5.

Húsaví­k. Ég hef nú komið þangað oft áður og þetta er fallegur bær og skemmtilegur. Þjónusta og verð í­ N1 skálanum gott. Fí­nir veitingastaðir (Salka og Gamli Baukur) ef maður vill láta okra á sér. Reðursafnið skemmtilegt en nú kostar 500 – 550 kr. fyrir fullorðinn á söfn á Íslandi, þ.e. 1500,- fyrir mí­na fjölskyldu því­ yngri strákurinn fær frí­tt. Það finnst mér okur en ekkert frakar hjá Reðursafninu en öðrum söfnum. Einkunn: 3
Kópasker, var mun krúttlegra og sætara en mig grunaði. Engin þjónusta í­ boði nema í­ búðinni, en ég fékk á tilfinninguna að þar versluðu heimamenn ekki nema í­ neyð, annars væri farið á Húsaví­k. Afgreiðslumaðurinn þar fylgist með formúlunni sem þýddi að ég náði að sjá nokkra tí­matökuhringi á meðan ég gæddi mér á grilluðum nautakjötsbáti frá Sóma. Einkunn: 2
Raufarhöfn. Næst ömurlegasta plássið sem var skoðað. Málning flögnuð af nær öllum húsum, hvergi skjól fyrir napurri norðanáttinni og stafsetningarvilla í­ skiltinu á búðinni (Versluninn Örk). Einkunn: 1
Þórshöfn. Eitt fallegasta þorpið á leiðinni. Þarna var allt snyrtilegt og fí­nt, göngustí­gar út um allt þorp, ruslafötur á hverju horni (þ.a.l. ekkert rusl) og ekki skemmdi fyrir að bæjarhátí­ðin var í­ fullum gangi. Fábreytt útsýni eini gallinn. Einkunn: 3
Bakkafjörður. Óneitanlega mesta nápleisið sem heimsótt var. Örfá hús á gróðursnauðum tanga lengst úti í­ Ballarhafi. Flest húsin illa farin og öll bárujárnsklædd hús að ryðga í­ sundur, lí­ka það sem hýsti verslunina (sem mig minnir að heitir Kaup-tún). Hins vegar fallegt útsýni yfir á Langanes. Einkunn: 0
Vopnafjörður, var, lí­kt og Kópasker, mun fallegri bær en mig hafði grunað. Vel gróinn og mikil rækt lögð við hús og garða og mjög fallegt bæjarstæði. Það var eitthvað húsbí­lamót í­ bænum þegar við renndum í­ gegn og það skemmdi svolí­tið fyrir upplifuninni. Við komumst lí­ka að því­ að það er engin sundlaug á Vopnafirði (hún er í­ Selárdal sem er 5 km frá bænum) og þarna þurftum við að taka besí­n sem var 7 kr. dýrara en á Akureyri um morguninn. Einkunn: 3
Fellabær. Um Fellabæ er eiginlega ekki hægt að tala nema í­ samhengi við Egilsstaði, enda hefur bærinn álí­ka mikla sérstöðu gagnvart Egilsstöðum og Seltjarnarnes miðað við Reykjaví­k. Leit samt út fyrir að vera ágætis úthverfi til að búa í­. Þarna er lí­ka mesta stóriðja á Austjörðum, Fellabakarí­, en afurðir þess má finna í­ öllum búðum í­ fjórðungnum. Einkunn: 2
Egilsstaðir. Þetta er fyrsti alvörubærinn sem við heimsóttum (sorrý Húsaví­k). Þá á ég við að þarna er að finna allt sem nokkur maður gæti þurft á að halda og ekki endilega í­ okur-landsbyggðarútgáfu. Þarna er s.s. bæði Bónus og Orkan en hins vegar sá ég að Hamborgarabúllan var hætt. Við fórum á Kaffi Nilsen og óhætt að segja að þangað fari ég aldrei aftur. Kaffivélin þeirra var biluð og bara hægt að fá uppáhelling. Hann kostaði 300,- kr. Kökur voru á 700,- og brauðkarfa sem innihélt um 4 og hálfa brauðsneið (þrjár snittubrauðssneiðar og þrjár hálfar af einhverju fí­nu brauði) og tvær litlar skálar af pestó og sýrðum rjóma 750,-. Fór þaðan með blóð í­ buxunum, snöktandi (þetta var okurdæmið). Svo keypti ég mér þrenn pör af puma-í­þróttasokkum og fí­nan svartan bol í­ kaupfélaginu og það kostaði saman 2.050,- (þetta var óokurdæmið). Eina sem vantar í­ bæinn er Dressmann og bókabúð. Einkunn: 4
Reyðarfjörður. Það var mjög merkilegt að koma til Reyðarfjarðar. Þarna er bæði Húsasmiðja og Byko, Krónan, Quiznos-sub og fleira sem er meira svona höfuðborgar en landsbyggðar. Það er verið að byggja nýtt hverfi fyrir ofan bæinn af skelfilega ljótum raðhúsum. Það eru þrjár risastórar blokkir sem hver um sig myndi hýsa tvöfaldan Bakkafjörð (reyndar sýndist mér helmingurinn af þessum nýju húsum standa autt), svo er heilt þorp af í­búðum frá ílverinu. Þarna er mjög mikill og augljós uppgangur en lí­ka merki um að hann hafi ekki verið eins svakalegur og menn áttu von á. Einkunn: 4
Eskifjörður. Það sem stingur mann mest er að uppgangurinn á Reyðarfirði virðist ekki hafa smitast mikið til hinna þorpanna í­ Fjarðarbyggð. Það er samt ný sundlaug á Eskifirði sem heimamenn kalla ví­st efnalaugina eftir slysi sem varð þar um árið. Á Eskifirði er mikið af gömlum og vel viðhöldnum húsum, sí­ldarbryggjum út í­ sjóinn sem eru mismikið að grotna niður og ferðaþjónusta á eyrinni sem er þrí­hyrningslaga blettur út úr fjallinu. þaðan er góð útsýni yfir þorpið sem er mjög fallegt. Þorpin á Austfjörðunum bera af hvað varðar umhverfi og fallegt útsýni af þeim stöðum sem við heimsóttum. Einkunn: 3
Neskaupstaður, er merkilega stór byggð miðað við staðsetningu. Hrikaleg leið um oddsskarð og göng þar mjó og dimm. Við gengum út í­ Páskahelli og það var nokkuð gaman, falleg leið og flott útsýni. Neskaupstaður er hins vegar voðalega óspennandi. Einkunn: 2
Fáskrúðsfjörður. Hvað þýðir Fáskrúð? Skemmtilegt þorp og eitt af því­ huggulegra á leiðinni. Gaman að sjá öll götuskiltin á frönsku. Afgreiðslustelpan í­ búðinni vissi hins vegar ekki hvar franski spí­talinn var (hann er á leiðinni út í­ Stöðvarfjörð og ákaflega merkilegt að skoða hann. Þyrfti að gera hann upp áður en hann grotnar alveg niður). í kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði er að finna ákaflega fjölbreytt vöruúrval og margt sem örugglega hefur verið í­ hillum árum eða áratugum saman og verðið eftir því­. Þarna var hægt að fá sæmilega vandaðar filmu-myndavélar frá Minolta á 9.990,-, svissneskt ostafondúsett með steikarplötu og sex smápönnum (til að bræða í­ ost) á 3.990,-, arbandsúr með gylltri keðju og fjórum skí­fum (tí­mi, mánuður, dagsetning, sekúndur) á 3.990,- (það var meira að segja ekki frá Q&Q) og ýmislegt fleira í­ svipuðum dúr. Einkunn: 2
Stöðvarfjörður. Minnsta þorpið í­ Fjarðarbyggð og ekkert þar að sjá. Virtust samt vera skemmtilegar gönguleiðir í­ nágrenninu. Of lí­till staður til að þar sé einhverja þjónustu að fá en frægt steinasafn sem ég tí­mdi samt ekki að skoða. Einkunn: 2
Breiðdalsví­k. Þetta er huggulegt lí­tið þorp í­ fallegri ví­k og fallegum dal. Samt steindauður staður. Fórum í­ verslunina Ós og þar var vöruúrval svipað og í­ hverfissjoppu og verðlag lí­klega tvöfallt hærra en þar, lasagneblöð á tæpan 300,- kall, kexpakkar á svipuðu verði, brauð nær 400 (verksmiðjubrauð frá Fellabakarí­i) og sví­nahakk, útrunnið fyrir fjórum dögum sí­ðan með gati á plastinu, á tæpan 1.000,- kall. Einkunn: 1
Reynihlí­ð Reykjahlí­ð, oft kölluð Mývatn, er lí­till bær og nánast eingöngu ein stór túristagildra. Þar er búð með klukkubúðarverð og landsbyggðar opnunartí­ma, kaffihús/veitingastaður sem hefur ekki fyrir því­ að verðmerkja veitingarnar og fleiri hótel í­ bænum og nágrenni hans en í­búa. ítta af hverjum ní­u sem þú sérð á ferli yfir sumartí­mann eru ferðamenn. í Reynihlí­ð er bæði sundlaug og Jarðböð. Ég hef ekki farið í­ sundlaugina en Jarðböðin eru ekki þess virði að eyða peningum í­ þau (samt mun ódýrari en Blá Lónið). Þarna er lí­ka hægt að kaupa besta reykta silung í­ heimi og þótt ótrúlegt megi virðast er hann lí­ka það eina sem ekki er okrað á þarna. Það er hægt að fá stórt og fallegt flak á innan við þúsundkall. Ég mæli með reykta silungnum frá Grí­msstöðum III. Einkunn: 2
Seyðisfjörður. Þangað fór ég reyndar fyrr í­ sumar en þetta er mjög fallegur bær og ótrúlegt úrval af kaffihúsum og veitingastöðum í­ ekki stærri bæ. Við fengum okkur kaffi, kökur og súpu á Hótel Öldunni. Þar var reyndar svipað verðlag og á Kaffi Nilsen en kökurnar stærri og betri, súpan frábær og kaffivélin í­ lagi. Einkunn: 3

Ég hef þá farið tvisvar í­ sumar á Austurlandið og skemmt mér vel í­ bæði skipti. Veðrir var betra núna í­ sí­ðara skiptið og það merkilegast fyrir utan franska spí­talann í­ Fáskrúðsfirði var að sjá hreidýrahjörð rétt hjá Eiðum. Við stoppuðum og Dagur tók fullt af myndum. Mér sýnist að eini staðurinn sem ég hef ekki fjallað um á þessu svæði sé Borgarfjörður-eystri. Þangað fór ég ekki í­ sumar en hef þó komið þangað. Mig minnir að þar sé ákaflega fallegt, þar er steinasmiðja og steinasafn en eiginlega ekkert annað. Ég þori ekki að gefa staðnum einkunn án þess að kí­kja þangað aftur.
Þá eru báðar sumarfrí­svikurnar mí­nar búnar og alvara lí­fsins framundan. Jeiii.

Enn um smekkleysi

Mikið djöfulli, viðbjóðslega, ógeðslega er þessi nýi listaháskóli á Laugavegi skelfilega, andskoti ljótur og stingur í­ stúf við götumyndina. Verður ekki Ólafur F. að gera eitthvað í­ þessu? Svona fer þegar arkí­tektum er hleypt í­ að teikna hús. Þetta skrýmsli gæti sómt sér við hliðina á kjarnorkuveri og olí­uhreinsunarstöð í­ iðnaðarhverfi í­ útjaðri stórborgar í­ Bandarí­kjunum en í­ hjarta smábæjar eins og Reykjaví­kur, við hliðina á litlum bárujárnsklæddum timburhjöllum, er þetta eins og stórvaxið graftarkýli í­ miðju smettinu á höfuðborginni.
Ég var á Skriðuklaustri á Héraði um daginn og þar héngu uppi teikningar úr samkeppni um gestastofu við safnið. Þar hafði dómnefndin haft þá skynsemi að segja í­ umsögn um allar tillögurnar að þær væru ljótar, með mismunandi orðalagi þó. Meira að segja sigurtillagan fékk þá umsögn að hún væri dimm, þröng og í­ ósamræmi við staðinn.
Af hverju í­ ósköpunum er ekki hægt að teikna hús þannig að þau passi við það sem fyrir er í­ umhverfinu. Ég held að öllum nema arkí­tektum gæti tekist það.
Eins og sést er ég haldinn fordómum gagnvart arkí­tektum og tel einsýnt að ef það þarf að fá einhverja til að teikna hús þá eigi að setja verkfræðinga í­ það en ekki arkí­tekta.

Indverski aftaní­ossinn

Mig grunar að Indverjinn sem hefur ekki enn náð að klára 10. árs prófin í­ grunnskóla þrátt fyrir að hafa reynt 38 sinnum og vera orðinn 74 ára sé samkynhneigður. Hann hét því­ að kvænast ekki fyrr en hann útskrifaðist og virðist hafa gert sitt í­trasta til að fresta því­. Af tvennu illu er lí­klega betra að vera talinn heimsins versti námsmaðuren hýr á Indlandi .

úT

Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sí­nu en notar óspart í­ krossgátum sí­num. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég lí­ka hafa rekist á annars staðar. Hið rétta er að þetta eru andheiti, utan er þannig samheiti við inn og út samheiti við innan. Að koma að utan þýðir þannig að hafa verið úti en vera að fara inn og ef þú tekur e-ð innan úr e-u þá ertu að taka það út.
Landnámsmenn fóru út til Íslands, þ.e.a.s. út frá Evrópu. Maður fer því­ utan þegar maður fer til útlanda en fari maður út er maður væntanlega staddur, t.d., á flugvellinum á Torremolinos og er á leiðinni heim. Þetta er orðnotkun sem á sér margra alda sögu í­ í­slensku og væri leiðinlegt að tapa niður.

Evrubjörn

Nú er að verða breyting á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrunnar og athyglisvert að það er Björn Bjarnason sem er látinn athuga viðbrögð almennings við þessari nýju stefnu en hann hefur jú verið helsti Evrópuandstæðingur Flokksins um árabil.
Hingað til hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að Evrópusambandsaðild komi ekki til greina, það sé mun skynsamlegra að taka upp bandarí­skan dollar eða norræna krónu eða svissneska franka eða simbabveskan dollar eða bara hvað sem er annað en Evru þrátt fyrir að hagfræðingar hafi reiknað kostnaðinn við að halda úti í­slensku krónunni á hálfa milljón á hvert heimili á Íslandi á ári.
Og hver er svo þessi nýja stefna? Jú, það er gamla stefna Framsóknarflokksins sem engin þar innanbúðar styður lengur nema Valgerður Sverrisdóttir sem fyrst vakti máls á henni þegar hún var iðnaðar- eða utanrí­kisráðherra og uppskar ekki annað en háðsglósur samstarfsflokksins í­ rí­kisstjórn þá (sem og fordæmingu Guðnaarmsins), þ.e. að taka upp Evru án þess að ganga í­ Evrópusambandið. Reyndar vill Björn samninga við ESB um að hægt væri að taka upp Evruna á grundvelli EES-samningsins. Það er örugglega betra en að halda í­ krónuna en ég efast umm að það sé hægt. Yfirlýsing um að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB er það sem þarf núna. Við megum heldur ekki gleyma því­ að hingað til hafa Sjálfstæðismenn ásakað alla sem minnast á Evru um að tala krónuna niður og stuðla þannig að núverandi efnahagsvanda, hann komi s.s. óábyrgum fjármálafyrirtækjum, hruni á alþjóðamörkuðum, fasteignafyllerí­i, Kárahnjúkavandanum, ofþenslu og offjárfestingu ekkert við heldur sé bara afleiðing galgopalegrar orðræðu samræðustjórnmálamanna.
En fyrst Björn er farinn að tala um Evruna þá hlýtur það að vera orðið í­ lagi.

Framtí­ðin er í­ veði

í dag er sí­ðasti dagurinn fyrir fjölmarga BHM-félaga að greiða atkvæði um kjarasamning BHM við rí­kið. Kennarafélög Hí og KHí (kennarafélagið er enn til þó skólinn sé það ekki) greiða atkvæði í­ næstu viku.
Það er úr vöndu að ráða. Samningurinn felur í­ sér launahækkun um 20.300 + 2,2%. Það nægir ekki til að koma í­ veg fyrir kaupmáttarskerðingu miðað við núverandi verðbólguspár. Mér er lí­ka sagt að raunverðmæti launa BHM hafi skerst s.l. þrjú ár. Þetta verði því­ fjórða árið af kjaraskerðingu. Það er vissulega erfitt að skrifa undir slí­kt. Vegna þess að hækkunin er nánast öll í­ krónutölu en ekki prósentu þá hækka allir nánast jafnt og hlutfallslegur munur milli hæstu og lægstu launa minnkar. Þetta þýðir í­ raun að dregið er úr mikilvægi menntunar í­ launamyndun sem er undarlegt hjá stéttarfélagi háskólamanna. Sjálfur er ég raunar hlynntari krónutöluhækkunum en prósentum, það gerir e.t.v. jafnaðarmaðurinn í­ mér, þó ég telji að meta þurfi menntun að verðleikum þá held ég að 2,2% í­ einu sé nóg til þess. Það verður lí­ka að lí­ta til þess að ef alltaf eru einungis prósentuhækkanir eykst bilið í­ krónutölu milli hæstu og lægstu launa óásættanlega mikið.
Það sem mælir hins vegar með því­ að samþykkja þessa samninga er að þetta er sambærilegt við það sem aðrar stéttir hafa verið að fá og erfitt að sjá afhverju BHM ætti að fá meira (háskólamenn hjá rí­kinu hafa reyndar dregist aftur úr háskólamönnum á almennum markaði í­ launum, og þá er ég að tala um sömu starfsheiti). Samninganefnd BHM telur að án aðgerða verði varla hægt að ná meiru í­ þetta skipti og hvað myndi það þýða að fara í­ aðgerðir? Það myndi þýða a.m.k. 2-3 mánuði til viðbótar án samnings, hugsanlega verkfall og samning eftir það sem nánast örugglega myndi ekki dekka kostnaðinn af þessum samningslausu mánuðum eða mismuninn á verkfallsbótum og launum ef til verkfalls kæmi.
Ég er búinn að greiða atkvæði en ætla ekki að gefa afstöðu mí­na upp. Ég hvet alla BHM-félaga til að kjósa. Hvort sem samningurinn er felldur eða samþykktur skiptir miklu máli að meirihluti félagsmanna standi á bakvið þá ákvörðun.