Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2009

Um sameiningartákn

Þessi könnun sem sýnir að aðeins 1% þjóðarinnar lí­tur á forsetann sem sameiningartákn er við nánari skoðun ekki jafn mikil hörmung fyrir Ólaf Ragnar og virðist við fyrstu sýn. Fólk var s.s. beðið um að nefna þann einstakling sem væri eða gæti orðið sameiningartákn.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að einhver ákveðinn einstaklingur geti aldrei orðið sameiningartákn heillrar þjóðar, hversu skoðanalaus og mikil lydda sem sá einstaklingur er. Ég hef lí­ka minnst á það áður að þjóðsöngurinn er ekki heldur sameiningartákn þar sem hann er lofgjörð einna trúarbragða til átúnaðargoðs sí­ns.
Hins vegar þýðir það ekki að ekki sé hægt að finna slí­k sameiningartákn ef vilji er fyrir hendi. Mér detta t.d. í­ hug Þingvellir eða fjallkonan.
Svo er það aftur annað mál hvort þjóðir þurfi sameiningartákn og hvort slí­k sameiningartákn séu yfirleitt holl fyrir þjóðir.

Frábær skemmtun í­ Monza

Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í­ hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi um miðbik vertí­ðarinnar. Sjálfum finnst mér lí­ka gaman að sjá hvað McLaren eru að bæta sig mikið og grátlegt að Hamilton skyldi keyra út af á sí­ðasta hring. Á móti kemur að hann er ekki í­ neinum titilslag og þessi stig skipta liðið í­ raun litlu úr því­ sem komið er. Þetta lofar hins vegar góðu fyrir næsta ár. Eina liðið sem olli vonbrigðum þessa helgi var Red Bull og svo virðist sem þeir muni ekki geta veitt Brawn mönnun raunverulega samkeppni. Alonso stendur sig lí­ka ver í­ Renaultinum og að því­ er ég held betur en bí­llinn í­ raun gefur tilefni til. Ljóst að hann væri langfremstur æki hann betri bí­l. Það verður gaman að sjá hvort hann verði áfram hjá Renault á næsta ári. Það er orðrómur í­ gangi um að hann fari yfir til Ferrari og þá verða þeir með fimm ökuþóra, þ.e. Fisichella, Raikkonen, Massa, Badoer og Alonso. Badoer er og verður reynsluökumaður og lí­klegt að það hlutverk bí­ði Fisichello lí­ka. Massa kemur örugglega inn sem aðalökumaður og þá þarf Raikkonen lí­klega að ví­kja fyrir Alonso. Það væri samt frekar undarlegt í­ ljósi þess hve vel Raikkonen er að aka þessa dagana. Eflaust enginn hörgull á liðum sem væru tilbúin til að fá hann til sí­n. Ætli það verði Raikkonen og Hamilton á næsta ári hjá McLaren? Kovalainen verður örugglega látinn fara, en ég væri spenntari fyrir því­ að sjá Rosberg taka hans sæti.

Reykjaví­k Whale Watching Massacre

Ég fór um sí­ðustu helgi á eina þá lélegustu bí­ómynd semég hef séð og skemmti mér bara konunglega. Að ví­su gerði ég þau mistök að hafa konuna mí­na með mér og hún hefur því­ miður ekki húmor fyrir svona ömurð. RWWM er kynnt sem spennutryllir, en það verður að segjast eins og er að spennan er aldrei nein. Þetta er hrein og klár splattermynd og ekki einu sinni mjög góð sem slí­k. Sagan er ákaflega einföld og stenst að sjálfssögðu enga gagnrýna skoðun. Myndin er m.ö.o. ekki samkvæm sjálfri sér. Splatteratriðin eru ákaflega gervileg og subbuleg og að mí­nu mati ákaflega fyndin, óraunveruleg og absúrd. Þetta er s.s. mynd í­ stí­l við Attack og the Killer Tomatoes, Revenge of the Toxiv Avenger, Bad Taste o.fl. en bara svolí­tið mikið lélegri en þær (a.m.k. svona í­ endurminningunni). Frábær skemmtun en alls ekki fyrir alla fjölskylduna. Bara þá sem hafa gaman af ofurlélegum splattermyndum.

Óhugnaður gagnvart börnum

(Rétt skal vera rétt. Eftir að ég skrifaði þessa færslu hef ég fengið betri upplýsingar (og lesið skýrsluna betur) og vil því­ taka fram: Presturinn sem um ræðir var ekki forstöðukona á Bjargi. Hún kom að starfinu þar sem kennari og skólafulltrúi (hún átti s.s. að hafa eftirlit með starfinu þar), var í­ Hjálparnefnd stúlkna og stjórn heimilisins og að því­ er ég held lögreglukona og fór sem slí­k með stúlkurnar í­ einangrunarvistun á upptökuheimili Rí­kisins. Hún hafnar öllum ásökunum og segir þær ósannar og að slí­kar ásakanir á hendur starfsfólki væru glæpur í­ sjálfu sér. í viðtali í­ Ostrunni fara viststúlkur mjög hörðum orðum um starfskonurnar og sérstaklega hana).

Ég verð að viðurkenna að upplýsingar úr skýrslu nefndar um könnun á starfsemi þriggja barnaheimila koma mér því­ miður ekki á óvart. Maður var búinn að heyra áður um hvað viðgekkst á Breiðaví­k, Heyrnleysingjaskólinn og mál þar komust að því­ er mig minnir í­ fréttir fyrir nokkrum árum og einhverja umræðu hafði ég heyrt um skólaheimilið Bjarg þó hún hafi farið undarlega lágt.
Það hefur komið fram að strax árið 1980 var fjallað um reynslu Sævars Ciselskis um vistina á Breiðaví­k og frásögn stúlkna sem voru á Bjargi hafði birst í­ einhverju vikublaði mörgum árum áður. Hins vegar var aldrei tekið mark á þessum frásögnum á sí­num tí­ma sem nú eru að koma í­ ljós að voru jafnvel bara yfirborð á mun alvarlegri pytti. Það fólk sem stóð fyrir þessu ofbeldi hefur starfað óáreitt í­ samfélaginu og jafnvel stofnað heilu kirkjudeildirnar.
Fyrrverandi forstöðukona Bjargs gengur meira að segja svo langt að segjast: „..hafa aldrei á starfstí­ma heimilisins orðið vitni að illri meðferð eða ofbeldi gagnvart viststúlkum og að frásagnir um að starfsfólk hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi væru ósannar og slí­kar ásakanir á hendur starfsfólki væru glæpur í­ sjálfu sér.“ Það er heldur aumt að ljúga því­ upp á fórnarlömb sí­n að þau séu að ljúga.
Samkvæmt skýrslunni stakk ein stúlkan af og hlaut að launum nákvæma skoðun til að athuga hvort að hún væri hrein mey. Þá skoðun mun forstöðukonan hafa framkvæmt sjálf. Fórnarlömbin segja enn fremur að á kvöldin hafi hún komið og þuklað á stelpunum innanlæra og á brjóst, kysst svo með því­ að reka tunguna upp í­ þær. Sjálf sagði forstöðukonan að hún kyssti þær á kvöldin ef foreldrar hefðu farið fram á það. Ætli foreldrarnir hafi beðið sérstaklega um tunguna?
Þessi kona gengur enn laus í­ samfélaginu og er ein þeirra sem hafa fylkt sér að baki Gunnari Björnssyni prestperra á Selfossi. Lí­klega finnst henni undarlegt að Gunnar hafi bara kysst þær á kinnina en ekki notað tunguna.
Af hverju fjalla fjölmiðlar ekki um þessa konu af sama ákafa og þeir fjalla um áðurnefndan Gunnar?

Allt annað lí­f í­ Spa

Mikið var nú skemmtilegra að horfa á formúluna í­ Spa um helgina en keppnina í­ Valencia helgina áður. í Spa var nóg um frammúrakstur og mikil keppni um nánast öll sæti. Mér fannst frábært hjá Raikkonen að ná að vinna þetta þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá Force India landa sigri. Mér finnst einkenna tí­mabilið í­ ár hvað nýju „litlu“ liðin eru að ná góðum árangri, s.s. Brawn, Red Bull, Force India, en stóru og/eða gömlu liðin standa sig illa, s.s. MacLaren, Ferrari, Toyota, BMW, Renault, Williams. Toro Rosso er svo sér kapí­tuli út af fyrir sig. MacLaren og Ferrari hafi reyndar bætt sig gí­furlega í­ sí­ðustu mótum enda ekki von á að þau lægju í­ láginni lengi.
Enn held ég að forskot Button sé það mikið að hann nái að sigra í­ ár. Þeir sem koma næstir, Vettel og Barrichello, eru það langt á eftir að þeir þurfa að vinna mót og skilja Button eftir til að ná honum. Eins og er eru Raikkonen og Hamilton lí­klegir til að koma í­ veg fyrir það þó Vettel og Barrichello nái e.t.v. að vinna einhver mót. Það nægir Button að vera ekki of langt á eftir þeim til að halda forskotinu til enda.
Hins vegar lí­tur allt út fyrir mjög spennandi tí­mabili næsta ár, jafnvel jafn spennandi og skemmtilegu og í­ ár.