Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2007

Eurovision – Evrósýn II

Það verður að segjast eins og er að undankeppnin í­ kvöld var mun skárri en sí­ðustu helgi. Það sveif ekki sama deyfð yfir vötnum og þá. Inn á milli voru frekar hröð og fjörug lög. Hins vegar verð ég að segja að þessi 16 lög sem ég er búinn að heyra eru öll frekar slök. Ég met það eftir því­ hvort ég man eitthvað úr laglí­nunni um leið og lagið er búið. Það var í­ raun bara lagið sem Eirí­kur Hauksson söng sem lifði eitthvað í­ hausnum á manni eftir að það var búið. Ég vona að lögin sem eru eftir verði betri því­ annars verður að segjast eins og er að útlit er fyrir að Eurovisionlag Íslands í­ ár verði ákaflega dapurt.

Villa í­ talningu

Enn sýnist mér að ég hafi gert villu í­ talningu því­ þegar ég tel póstana á dagatalinu kemst ég aldrei nema upp í­ 19. Þetta blogg bætir því­ úr um það.

Það væri reyndar snautlegt blogg að skýra einungis frá þessari villu í­ talningu og þess vegna ætla ég að láta móðan mása aðeins um reynslu mí­na af þessu blogg-maraþoni. Ef hægt er að kalla 20 færslur maraþon en til þess ber að lí­ta að þær voru margar frekar langar og engin undir góðu meðallagi.

Það merkilega er að ég lenti aldrei í­ vandræðum við að finna eitthvað til þess að blogga um. Allt voru þetta færslur sem hefðu alveg getað fæðst á venjulegum degi en þó bloggaði ég kannski um eitthvað sem ég hefði ekki fært í­ letur annars. Þannig má t.d. nefna færsluna um stöðu skólastjórnenda í­ grunnskólum og markmið mí­n á nýju ári.

Þrátt fyrir þetta blogg-æði tókst mér að koma ýmsu í­ verk um helgina. útbúa auglýsingu fyrir fund sem BKNE ætlar að halda á miðvikudaginn í­ næstu viku, fara í­ innkaup, læra heilan helling, horfa á fyrirlestur (á enn eftir að horfa á einn vegna áður nefndra tölvuvandræða) og elda veislumat um helgina.

Nú er þessu hins vegar lokið að sinni. Ég stefni ekki á langt blogghlé að þessari hrinu lokinni en það er samt aldrei að vita.

BBíB

Menntavandræði

Loksins kom sí­ðasta einkunninn, ef einkunn skyldi kalla. Ég sá nefnilega á Uglunni í­ dag að ég hef verið skráður fjarverandi í­ Mannauðsstjórnuninni. Það þótti mér merkilegt þar sem ég er fjarnemandi og mætti þ.a.l. aldrei. Hins vegar skilaði ég öllum verkefnum og var m.a.s. búinn að fá einkunn fyrir þau tvö fyrstu (af fjórum).

Ég fór í­ það mál áðan að senda kennurunum póst og spyrjast fyrir um hverju þetta sætti og sendi þeim með tvö sí­ðustu verkefnin aftur. Þá fékk ég tilkynningu um að nöfn verkefnanna bentu til þess að þau gætu innihaldið ví­rusa. Mér var ráðlagt að endurnefna skjölin og reyna að senda þau aftur, sem ég og gerði. Ég vona að þetta hafi ekki gerst lí­ka þegar ég sendi þau í­ desember degi fyrir lokaskil en þá fékk ég enga svona tilkynningu.

Ef þetta er útskýringin vona ég að kennararnir sjái í­ gegnum fingur sér og gefi mér einkunn.

Þess má geta að þetta er tuttugusta færslan sem ég skrifa frá því­ á föstudagskvöld og þar með er bloggsamvisku minni létt. Þessi færsla fær því­ hið stórmerkilega númer: 1 (athugið að hér er talið niður).

Af tölvuvandræðum

Ég er svo yfir mig! íðan þar sem ég var í­ mestu makindum að vinna í­ fartölvunni minni (ókey skólans) þá tilkynnti hún mér allt í­ einu að batterí­ið væri að verða búið og mér væri nær að fara að vista það sem ég var að gera og slökkva eða tengja tölvuna við rafmagn. Þetta kom mér illilega á óvart  þar sem ég taldi mig hafa stungið tölvunni í­ samband áður en ég hófst handa.

Þegar ég skoðaði svo snúruna tók ég eftir að á hana var komið gat þar sem sást í­ ví­ra og gerði ég því­ ráð fyrir að þar væri ástæðan komin fyrir því­ af hverju tölvan fékk ekkert rafmagn úr veggnum.

Á þessu eru tvær lí­klegar útskýringar: Annað hvort hefur snúran legið upp að ofninum, sem var funheitur sökum mikilla vetrarkulda hér á Akureyri sí­ðustu daga, eða að kötturinn, sá minni og vitlausari, hefur bitið hana í­ sundur. Ég sé hins vegar engin önnur bitför á snúrunni svo lí­klega er þetta ofninum að kenna. Þó þykir mér undarlegt að rafmagnssnúra þoli ekki að liggja upp að ofni þó heitur sé.

Nú er bara spurning hvort tæknisvanurinn uppi í­ skóla geti reddað mér nýrri snúru á morgun því­ annars er tölvan ónothæf, þar sem batterí­ið er nánast upp urið eins og áður sagði.

Mér skilst að mér hafi eitthvað misfarist í­ talningunni. Hildigunnur benti mér á að ég hefði númerað tvær færslur sex, þannig að færsla fimm átti að vera fjögur og sí­ðustu færslu (3) gleymdi ég að númera, en þessi færsla er þá a.m.k. nr. 2 (athugið að hér er talið niður).

HM í­ handbolta III

Þrátt fyrir að ég reyndist sannspár um prófkjör Framsóknarmanna í­ Suðurkjördæmi þá virðist spádómsgáfa mí­n ekki jafn traust þegar kemur að handbolta. Íslenska landsliðið gerði sér sem sagt lí­tið fyrir (ekki að þeir hafi ekki lagt sig alla fram) og vann Frakka. Því­ átti ég alls ekki von á.

Raunar minnir í­slenska landsliðið mig dálí­tið á suma nemendur mí­na sem eiga það til að brillera og skila því­lí­kt framúrskarandi árángri á einstaka prófi eða verkefni að maður bókstaflega undrast snillina en klúðra svo stuttu sí­ðar (eða áður) einhverju sem manni þótti harla einfalt.

En, til hamingju Ísland.

Fimm

Enn á ég fimm færslur eftir ef ég ætla mér að ná því­ markmiði að blogga tuttugu sinnum um helgina. Ég held reyndar að ég verði að fresta sí­ðustu fjórum færslunum til morguns enda klukkan orðin margt og tí­mi til kominn að fara að sofa fyrst maður á að vakna í­ vinnu á morgun.

Mig langar þó að minnast aðeins á að við í­ leiklistarvali Giljaskóla erum að fara að setja upp ákaflega skemmtilegt leikrit sem heitir Krimmi á árshátí­ðinni í­ mars. Nú þegar er búið að skipa í­ hlutverk og smí­ða sviðsmynd, mála franska glugga og setja herlegheitin upp í­ stofunni minni. Nemendur sitja því­ og læra í­slenska málfræði og gera dönsk hlustunarverkefni innan um sófa, fráleggsborð, arinn og franska glugga og ég held að leitun sé að heimilislegri kennslustofu í­ grunnskólum á Akureyri og þó ví­ðar væri leitað.

Ég var enda við að útbúa 1/4 bls. auglýsingu í­ Dagskránna um fund um Lí­feyrissjóð starfsmanna rí­kisins sem verður haldinn hér á Akureyri 31. janúar n.k. Þangað verða allir sem eiga aðild að sjóðnum að koma og spyrja Eirí­k Jónsson formann Kí og stjórnarmann í­ LSR spjörunum úr um sjálfseignarsparnað og lí­feyrisréttindi. Þið lásuð þetta fyrst hér. Ég er ekki einu sinni búinn að senda trúanaðarmönnum auglýsingu en það verður gert á morgun. Aðallega vegna þess að ég er ekki búinn að ganga 100% frá fundarstaðnum ennþá en kláraði auglýsinguna í­ Dagskránna þar sem það þarf að skila henni inni fyrir 12 á hádegi á morgun og ég er nú eiginlega alveg viss um að það verði ekkert vandamál að tryggja fundarstaðinn.

Ég kveð þá að sinni og fer að sofa (lí­klega skrepp ég þó í­ sturtu fyrst) svo ég vakni nú hress og skemmtilegur í­ vinnuna í­ fyrramálið. (5)

Ólafur Ólafsson og Elton John

Núna blogga allir bloggarar sem einhvers mega sí­n um fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, milljarðskróna velgerðarsjóðs hans og söng Eltons Johns í­ fyrrnefndu afmælisteiti. Margir hneykslast, þar á meðal ég. Öðrum finnst sjálfssagt að rí­kir menn megi nota peningana sí­na í­ hvað sem þeim sýnist, þar á meðal mér, það skipti aðra bara engu máli.

Ég er því­ ákaflega tví­klofinn í­ afstöðu minni. Annars vegar finnst mér þetta bara alls ekki koma mer neitt við. Ef maðurinn vill nota peningana sí­na á þennan máta þá er það hans ákvörðun og snertir ekki aðra. Hins vegar get ég eiginlega ekki hugsað mér ósmekklegri, kjánalegri, óþroskaðri og kjánalegri notkun á fjármunum. Þess vegna finnst mér alveg ótrúlegt að til sé svo siðblint fólk að það láti sér detta í­ hug að þetta ómerkilega merkikerti sem sýnir opinberlega að það hefur þroska á við þriggja ára smápatta í­ sandkassa en þó lí­klega aðeins meiri siðblindu (nema afsalsbréfin séu farin að kosta milljarð þessa dagana. Glitnir metur þau ekki nema á rúmar 50 millur) sé eftiróknarvert í­ embætti Forseta.

Það að ofangreindur maður haldi fimmtugsafmæli og gefi peninga til góðgerðarmála er þannig í­ mí­num huga bara gott þó aðferðin sem notuð er beri ákaflega litlum siðferðisþroska merki. T.d. það að stofna þennan milljarðskróna velgerðarsjóð í­ sí­nu eigin nafni. Þar er minnisvarði sem gott er að eiga að í­ ellinni. Erlendir auðjöfrar hafa farið svipaða leið og fengið lof fyrir. Sjálfum finnst mér þetta frekar sorglegt þó vonandi eigi fullt af fólki eftir að njóta góðs af sjóðnum. Þroskaðri maður hefði að mí­nu mati gefið þessa peninga til þeirra samtaka og stofnana sem eru nú þegar að vinna að mannúðarstörfum. Því­ fylgir að ví­su ekki sama notalega tilfinning og að hafa stofnað sjóð í­ eigin nafni, rekinn af viðskiptafræðingum sem passa upp á að öll verkefni sjóðsins fái góða fjölmiðlaathygli, séu lí­kleg til vinsælda og endurspegli dýrð gefandans.

Hversu margir hugsjónamenn ætli starfi fyrir Lækna án landamæra, Amnesty International, Rauða krossinn eða Mæðrastyrksnefnd? Ætli það sé jafn hátt hlutfall hjá góðgerðarstofnun Bill Gates eða Ólafs Ólafssonar? (6)

HM í­ handbolta II

Þá er Ísland úr leik í­ HM í­ handbolta og gerist það óvenju snemma að þessu sinni. Mér skilst að liðið þurfi að sigra Frakka en úkraí­numenn að tapa fyrir íströlum svo einhver möguleiki sé um áframhald. Íslendingar sigruðu ístrali með gí­furlegum mun og fögnuðu ógurlega. Fullir af ofmetnaði mættu þeir því­ úkraí­nu án þess að átta sig á að leikurinn við ístralí­u var álí­ka merkilegur og ef West Ham næði að leggja Ví­ði í­ garði í­ fótboltanum, leiknum við úkraí­nu má þá lí­kja við að West Ham keppti við Bolton (getur farið á hvorn veginn sem er) en Frakkar væru þá í­gildi Arsenal í­ þessum samanburði.

Ég heyrði af úrslitunum þar sem ég var staddur úti í­ Brynju skömmu fyrir kvöldmat og önnur eins sársaukavein og bárust um öldur ljósvakans frá í­þróttafréttamanninum hef ég sjaldan heyrt. Það er með ólí­kindum að menn geti ennþá orðið vonsviknir með í­slenskt landslið eftir allan þennan tí­ma. Sumu hljóta menn bara að venjast og hætta að láta valda sér vonbrigðum.

Það er kannski blessun hvað þetta gerist snemma í­ þessari keppni og maður þarf ekki að bí­ða lengur meðan draumarnir styrkjast of vonbrigðin verða þvi meiri. (6)

Hjálmar írnason bara hættur

Það fór eins og ég spáði fyrir í­ gær að Hjálmar rann niður listann með því­ að bjóða sig fram gegn Guðna. Fylgismenn Guðna sáu náttúrulega enga ástæðu til að merkja við Hjálmar í­ neðra sæti og því­ lí­klegt að atkvæðin sem hann hlaut í­ 1. – 3. hafi vel flest verið í­ 1. Það eru ekki mörg atkvæði í­ fyrsta sætið og mun færri en Hjálmar sagði að hefðu skorað á sig. Niðurstaðan varð sú að nýliðinn Bjarni náði að hreppa annað sætið sem hefði verið Hjálmars hefði hann boðið sig fram í­ það. Niðurstaðan er svo aftur á móti mun sterkari framboðslisti enda hljóta allir listar að styrkjast við það að Hjálmar írnason situr ekki á þeim. (7)

Skoðanakönnunin

Ekki kemur fylgishrun Samfylkingarinnar í­ nýjustu Fréttablaðskönnuninni mér á óvart. Þar eru margar ástæður að baki, t.d. má nefna ótrúverðuga forystumenn í­ báðum Norður-kjördæmunum, óljósa og ósannfærandi stjóriðju- og umhverfisstefnu, tregðu til að taka af skarið varðandi Evrópusambandið og Evruna, ósæmræmi í­ utanrí­kisstefnu (með innrás í­ Afganistan en á móti innrás í­ írak), auk þess sem talsmenn flokksins virðast oft taka í­ algeru ósamræmi hver við annann, t.d. Mörður írnason vs. Smári Geirsson.

Hins vegar held ég að ekki sé hægt að kenna eftirfarandi um: Ingibjörgu Sólrúnu, málþófi um Rúv eða plássleysi formannsins vegna fyrirferðar Össurs Skarphéðinssonar. Málið er einfaldlega það að Samfylkingin hefur ekki þorað að fylgja eftir stefnu sem þó er búið að marka og þingmennirnir hafa á stundum ekki virst vera í­ sama flokknum. (8)