107162323933057732

Sat með jólalögin undir geislanum og skrifaði jólakort. Byrjaði víst á öfugum enda þetta árið, að minnsta kosti er enginn utan Akureyrar enn kominn á blað (nema Óli og Eygló en þau koma nú við hér á austurleiðinni). Búin með sirka fjórðung. Verð að liggja yfir þessu næstu kvöld, það liggur meira á þessu en jólahreingerningunni.

Sörurnar eru búnar. Mikil sorg, sem væri óyfirstíganleg ef það væri ekki búið að ákveða að baka fleiri.
Þurfum að huga að því hið fyrsta. Búið að panta sérlegan bakaradreng (eða stúlku öllu heldur) til aðstoðar og búið að plotta svoldið með hvernig er best að haga þessu. Gaman að sjá hvernig sú hagræðing kemur út.

Af menningunni er það að frétta að ég er nú að lesa bók sem heitir „The Battersea Road to Enlightment“. Hún er ansi skemmtileg. Tók svo tvær danskar á safninu og eina eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur (þó ekki ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur, enda heyrt flest „highlætin“ úr henni).

PS Tveir dagar í LotR. Setur strik í Sörureikninginn. Hafði hugsað mér að baka á fimmtudaginn þangað til Mummi minnti mig á aðrar skyldur.