107248669216080914

Fyrsta bloggletikastið mitt orðið að veruleika. Hvenær er ekki rétti tíminn til að vera blogglatur ef ekki um jólin? Dagarnir hafa farið í át, svefn, spilamennsku og aðra ómennsku. Allt eins og vera ber.

Gjafir voru eins og önnur ár, af misjöfnum gæðum. Það var ákveðið þema í gangi að þessu sinni. Ég fékk þrjá diska með Nýdönsk, þar af tvo af Freistingum sem ég var ný búin að festa mér, í þeirri trú að enginn myndi nokkurn tímann láta verða af því að gefa mér hann.
Fékk að auki Robbie Williams disk – sem ég var búin að gleyma að mig langaði í en var mjög glöð að fá. Stórgjör ársins var Ísland í aldanna rás, mig grunar að Óli öfundi mig að henni en ég öfunda hann hvort eð er að Öldunum og Sögu Akureyrar. Ég á eftir að skemmta mér við að fletta í henni.

Í Sóleyjargjöfum var einnig þema. Náttföt, hún fékk þrenn slík, en það kemur sér bara vel, enda voru þau öll við vöxt og ekki allt sama stærð. Annars fékk hún mikið af fötum og lítið af dóti. Þetta voru víst ordrur frá mér, en meira að segja mér ofbauð hvað hún fékk lítið af dóti svo ég er að hugsa um að fara á morgun og bæta úr því.
Hún fékk tvær algjörar surprise gjafir, annars vegar útsaumsmynd, með nafni, fæðingardegi etc. Þetta sem allar duglegar mæður gera, hinar láta Árnýju frænku sjá um það fyrir sig. Hins vegar sýndi systir mín óvænta prjónahæfileika, þeir hafa mér vitandi legið í dvala lengi.

Mummi var glaðastur með „The complete Far side collection“ sem hann fékk frá dóttur sinni, en sáttur við Metallicu og Making of The Lord of the Rings frá mér.

Jólakortin voru sum hver alveg frábært. Eins og það er fúlt (afsakið hvað ég er ákveðin með þetta) að fá þökkum liðið, þá er jafn frábært þegar fólk skrifar meira. Ég get varla valið bestu kortin úr, en samt telst Kristín sigurvegari ársins, með sitthvert kortið til dýra, fullorðinna og barns. Hvað er það með fólk að dunda sér við að búa til jólakort með ærinni fyrirhöfn en geta svo ekki skrifað neitt fallegt eða persónulegt?

Ég má ekki sleppa því að minnast á að við Mummi vorum að enda við að rústa fjölskyldu hans í Mr og Mrs. Nánast gjörþekkjum hvort annað. Gaman að fá það staðfest. Við systur vorum saman í liði í gær, byrjuðum af ofurkrafti en svo dalaði þekking okkar eitthvað, svo sigurinn hafðist ekki.
Mæli með spilinu, hefði gaman af því að spila það bara við pör.