Og hvað prýðir góðan mann?

Já, það var þessi listi sem ég rakst á (held ég síðan í 2. bekk í MA og þar af leiðandi svona 14 ára gamall) sem innihélt öll skilyrðin sem minn komandi maður þurfti að uppfylla. Fyrst voru það útlitsskilyrði (og dæmi svo hver fyrir sig hvað passar við Mumma…) Minn góði maður átti að vera dökkhærður, yfir 180 sm á hæð, hvorki of mjór né of feitur og með föngulegan rass. (Þarna voru fótboltalæriskröfurnar greinilega ekki konmar). Aðrar hæfniskröfur; hann átti að leika undurvel á píanó (til dæmis Tunglskinssónötuna), elska ketti (og alls ekki með ofnæmi), vera góður kokkur (og þar af leiðandi að elska mig feita), hann átti að kyssa vel og vera rómantískur og þurfti að fíla að hafa mig í huggulegum nærfötum. Mig minnir að þetta sé nú mest allt. Ég hef sleppt því að skrifa niður það sem mér þótti óyfirstíganlegir gallar, annars vegar mátti hann ekki elska fótbolta og hins vegar alls ekki vera sjómaður. Tvær dauðasyndir.
Giftingarlistinn kemur seinna (og þyrfti nánast að ritskoða hann…hvað var ég að spá?)