Á uppleið

Nú er ég aldeilis á fleygiferð upp. Var á þingi Kennarasambands Íslands í dag og í gær og ótrúlegt en satt, það var bara mjög gaman. Yfirgaf að vísu svæðið áður en yfir lauk og náði ekki að sjá minn málaflokk til enda (ég sat í jafnréttisnefnd) en égg er að hugsa um að bjóða mig fram í æviráðningu í þetta 🙂

Annars bar auðvitað hæst, tveggja ára afmælið um helgina. Strumpan er nánast orðin fullorðin, slík voru viðbrigðin. Og hún fékk sem betur fer pakka frá Óla frænda og Eygló í dag, svo fráhvarfseinkennin voru ekki algjör. Ég sé hins vegar, að ef afmælisbarnið fær að ráða veitingunum framvegis, þá verður bara boðið upp á rjóma!