Ahh – stretch

Maður er nú aldeilis úthvíldur og fínn í dag. Mummi minn, endurheimti maðurinn, var ekki spenntur yfir tilhugsuninni um 6:30 sjálfstillingu Strumpunnar og setti upp lak í gluggann í gær (eftir að við vorum búin að leggja inn pöntun fyrir rúllugardínu, sem tekur tvær vikur að afgreiða) og hvort það er lakið sem hefur svona jákvæð áhrif, að minnsta kosti svaf Strumpa til korter í átta í morgun – maður er bara eins og Þyrnirós eftir aldarsvefn. Ekki það að ég vaknaði auðvitað við klukku stundvíslega klukkan sjö, svo þetta er nú meira andleg hvíld og að sjálfsögðu örlítil von í hjarta um að helgin verði líka svona góð 🙂

Enda stefnir í gríðarlegt félagslíf. Búið að festa miða á Ríginn á föstudagskvöld og svo er RT fest á laugardagskvöld. Maður snýr til baka í félagslífið með stæl því það er líka leikhús í næstu viku og svo auðvitað tónleikarnir hans Holys eftir hálfan mánuð. Maður fer bara að koma í Séð og heyrt!