Menningarpósturinn – taka þrjú

Ætli ég afgreiði ekki tónleika krúttlega gæjans bara fljótt og örugglega. Þeir voru óskaplega skemmtilegir og uppvekjandi að því leyti að það rifjaðist upp fyrir mér að ég hef í raun býsna gaman af píanótónlist. Svo kannski ætti maður að gera meira af því að setja svoleiðis undir geislann. En því miður hafa engar fregnir borist af útgáfu þessara tónleika svo ég verð að láta mér nægja að hlusta á aðra en Hela minn.

Reykjavíkurferðin bara yfirleitt frekar góð og fjölskylduvæn (kannski skrifar Strumpan ekki undir að Kringluferðin hafi verið það :), við fórum meðal annars í Húsdýragarðinn við fögnuð allra í fjölskyldunni. En við lágum hins vegar ekkert í heimsóknum, Óli og Eygló voru þau einu sem fengu að njóta þess.

Nú er ég ofurvirk að hjóla í vinnuna og VMA efst á lista í sínum hóp með flesta þátttakendur. Mætti líka í ræktina í gær eftir allt of langt hlé og er með strengi í dag sem minna mig á letina ;(